Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 36
24 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman „En veislan mín var í gær, sagði froskurinn Fróði! Af hverju komið þið svona seint? Af því við erum snigl- ar, sögðu Slimy og Slowly! Þá hló froskurinn Fróði svo mikið að hann varð að slá sér á froskalæri! Já, ég veit! Hún er ömurleg! Þú skilur... Barnabókahöfund- ar eru ekki ekta rithöfundar! Þeir eru bara mjög latar manneskjur sem nenna ekki að skrifa almennilegar bækur! Á morgun byrjum við á Morgan Kane! Góða nótt! Ímyndunarsóknarmað- urinn minn, Beyonce Knowles, æðir upp að markinu! Þegar mark- maðurinn minn, Helen Mirren, hendir sér á fæturna á henni! Helen Mirren?? Hún er ennþá flott! Ég neita því ekki. Beyonce leikur á Helen gömlu, sem dettur og mjaðmabrotnar. Það mun alltaf vera pláss fyrir þroskaðar konur í mínu liði! Segðu mér, Beta... Hversu oft sagðistu hafa verið gift? Ég vona að ég fái að minnsta kosti góða öldu þegar ég er kominn út. Sjö... sex... fimm... fjórir... ...þrír... tveir... einn... Gleðilegt ár Takk. Vilt þú prófa hávaða- segginn? Ég fór á flengferðalag um Bandaríkin í síð- ustu viku, í minni fyrstu ferð vestur um haf. Ég flaug til New York, gisti á hóteli og flaug eldsnemma morg- uns til Louisiana, dvaldi þar í tvo daga, flaug til baka, varði nokkrum klukkutímum á rölti í fyr- irheitnu borginni, og flaug aftur heim á leið. Ansi strembið ferðalag og merkilegt um margt – ekki síst uppgötvunina sem ég gerði þegar ég settist, dauðþreytt, upp í Ice- landair-vél. Allir þeir Bandaríkjamenn sem ég komst í tæri við á þessu fleng- ferðalagi mínu um landið voru svo kurteisir og elskulegir að ég fór nánast hjá mér. Afgreiðslufólk hafði miklar áhyggjur af því hvort reynsla mín af því að versla hjá því hefði ekki verið ánægjuleg, óskaði mér góðra stunda í gríð og erg og brosti þar til mig var farið að verkja í kinnarnar af að svara í sömu mynt. Það sama gilti um hótelstarfsmenn, sem nánast héldu á mér upp í leigu- bíl, þó að ég hefði bara spurt hvar þá væri að finna. Í eina skiptið sem fólki fataðist kurteisisflugið var þegar ég bað um latte úr venjulegri mjólk. Þá var starað. Þegar ég kom mér fyrir í Ice- landair-vélinni að ferðalagi loknu uppgötvaði ég af hverju útlending- um finnst við Íslendingar stundum svolítið kaldranalegir í framkomu. Íslenska kurteisin er bara af öðrum toga. „Kaffi? Kaffi? Kaffi?“ – mantra íslensku flugfreyjanna er fullkomlega kurteis á okkar mæli- kvarða. Bandaríkjamönnum bregð- ur hins vegar eflaust í brún yfir því að þær bjóði ekki öllum farþegum góðan daginn, inni þá eftir heilsu fjölskyldu þeirra, almennri líðan í dag og í gær, eða fái strengi í kinn- arnar af brosi. Það er vissulega gott að líða eins og nafla alheimsins í verslunar- ferðum, en ég er ekki sannfærð um að stelpunum í Sephora hafi þótt alveg jafn vænt um mig og þær gáfu í skyn. Kannski eru „Kaffi? – Já, takk“ – samskiptin bara þægi- legri eftir allt saman. Og það er örugglega leiðinlegt að eiga við harðsperrur í brosvöðvunum. STUÐ MILLI STRÍÐA Kurteisi og kurteisi SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR FÉKK HARÐSPERRUR Í BROSVÖÐVANA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.