Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 64

Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 64
 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Myndlistarmaðurinn Kristinn Már Pálmason opnar sýningu í Anima galleríi, Freyjugötu 27, á morgun kl. 17. Sýningin ber heitið Miðstöðin og á henni má sjá málverk sem máluð eru út frá hinum táknræna þætti miðjusetningar. Kristinn freistar þess að miðla hinum samvirka krafti sem í miðjusetning- unni er að finna og útfæra hann í samtíma mál- verki. Í myndunum má sjá kerfi tákna, ímynda og forma sem innihalda vísanir í tímann, nýaldar- hyggju, kenningar C.G. Jung um erkitýpur, trúarbrögð, stjórnmál, eðli „tælandi verðmæta“ og yfirskilvitið. Kristinn útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1994 og lauk meistaranámi frá The Slade School of Fine Art, University College London árið 1998. Hann á að baki 11 einkasýningar auk þátttöku í fjölda samsýninga og samvinnu- verkefna. Kristinn Már hefur komið að ýmiss konar menningarstarfsemi og var annar stofnenda og sýningarstjóri Anima gallerís, einn af 10 stofnend- um Kling & Bang gallerís og höfundur Transistor tilraunaverkefnisins. Kristinn hefur verið stunda- kennari við Listaháskóla Íslands síðan árið 1999. Sýningin Miðstöðin stendur til 17. maí. - vþ Táknræn miðjusetning Kristins MIÐILL Málverk eftir Kristin Má Pálmason. Allar þær sýningar sem nú standa yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu líða undir lok eftir helgina til þess að rýma fyrir hinu stórtæka Tilraunamaraþoni sem fer af stað 15. maí og er liður í Listahátíð í Reykjavík. Það er því ekki seinna vænna en að skella sér í Hafnarhúsið og berja listina augum því tækifærið gefst ekki aftur að sunnudegi loknum. Sýningarnar sem loka eftir helg- ina eru af ýmsum toga. Þeirra á meðal má finna sýninguna Mál- lausir kjarnar eftir Sigurð Guð- mundsson sem er óumdeilanlega einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar. Á sýningunni eru um tuttugu stór ljósmyndaverk sem aldrei hafa verið sýnd áður og eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980. Sýningunni Þögn lýkur líka, en hún er samsýning lista- mannanna Finnboga Péturssonar, Finns Arnars Arnarssonar, Har- aldar Jónssonar og Hörpu Árna- dóttur. Sýningarstjórinn JBK Ransu fékk listamennina til þess að gefa sig á vald þagnarinnar og er áhugavert að sjá hvernig þau völdu sér ólíka nálgun á viðfangs- efnið. Ekki væri heldur gott að missa af myndbandsinnsetningu Gunnhildar Hauksdóttur, sem ber nafnið Cultus Bestiae, í D-sal safnsins. Því er vissara að skoða hana um helgina. Síðust en ekki síst á meðal sýn- inga Hafnarhússins er Ofurhetjur, sýning á verkum úr smiðju list- málarans Errós. Líkt og titillinn gefur til kynna eru ofurhetjur í aðalhlutverki í þeim verkum sem á sýningunni eru og hún ætti því að höfða til allra áhugamanna um dægurmenningu. Vert er að minna lesendur á að frítt er inn á Listasafn Reykjavík- ur og því engin afsökun tekin gild fyrir því að missa af herlegheitun- um. - vþ Allt að loka, sjáist nú! MÁLLAUSIR KJARNAR Eitt af verkum Sigurðar Guðmundssonar í Hafnarhúsinu. LAUGARDAGUR 26. APRÍL KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR – TÓNÓ RVÍK HALLA ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! SUNNUDAGUR 27. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SEMBALTÓNLEIKAR JORY VINIKOUR LEIKUR GOLDBERGTILBRIGÐI BACHS. VERÐ 2000/1600 KR. GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tón- listarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundar- herbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fös. 25/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 26/4 síðustu sýningar Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason Nýr íslenskur söngleikur Frumsýning 1. maí Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 25/4 uppselt Sólarferð e. Guðmund Steinsson tvær sýningar 26/4 örfá sæti laus sýn. sun. 27/4 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is PBB FBL , 29/3 „Þetta er vel unnin sýning, skemmtileg og óvenju skýrt hugsuð.” MA, MBL 8/4 Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Síðustu sýningar Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Skoppa og Skrítla í söng-leik e. Guðmund Steinsson Uppselt í apríl, tryggðu þér sæti í tíma Sý i í Kúlunni Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ningar í r

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.