Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 64
 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Myndlistarmaðurinn Kristinn Már Pálmason opnar sýningu í Anima galleríi, Freyjugötu 27, á morgun kl. 17. Sýningin ber heitið Miðstöðin og á henni má sjá málverk sem máluð eru út frá hinum táknræna þætti miðjusetningar. Kristinn freistar þess að miðla hinum samvirka krafti sem í miðjusetning- unni er að finna og útfæra hann í samtíma mál- verki. Í myndunum má sjá kerfi tákna, ímynda og forma sem innihalda vísanir í tímann, nýaldar- hyggju, kenningar C.G. Jung um erkitýpur, trúarbrögð, stjórnmál, eðli „tælandi verðmæta“ og yfirskilvitið. Kristinn útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1994 og lauk meistaranámi frá The Slade School of Fine Art, University College London árið 1998. Hann á að baki 11 einkasýningar auk þátttöku í fjölda samsýninga og samvinnu- verkefna. Kristinn Már hefur komið að ýmiss konar menningarstarfsemi og var annar stofnenda og sýningarstjóri Anima gallerís, einn af 10 stofnend- um Kling & Bang gallerís og höfundur Transistor tilraunaverkefnisins. Kristinn hefur verið stunda- kennari við Listaháskóla Íslands síðan árið 1999. Sýningin Miðstöðin stendur til 17. maí. - vþ Táknræn miðjusetning Kristins MIÐILL Málverk eftir Kristin Má Pálmason. Allar þær sýningar sem nú standa yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu líða undir lok eftir helgina til þess að rýma fyrir hinu stórtæka Tilraunamaraþoni sem fer af stað 15. maí og er liður í Listahátíð í Reykjavík. Það er því ekki seinna vænna en að skella sér í Hafnarhúsið og berja listina augum því tækifærið gefst ekki aftur að sunnudegi loknum. Sýningarnar sem loka eftir helg- ina eru af ýmsum toga. Þeirra á meðal má finna sýninguna Mál- lausir kjarnar eftir Sigurð Guð- mundsson sem er óumdeilanlega einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar. Á sýningunni eru um tuttugu stór ljósmyndaverk sem aldrei hafa verið sýnd áður og eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980. Sýningunni Þögn lýkur líka, en hún er samsýning lista- mannanna Finnboga Péturssonar, Finns Arnars Arnarssonar, Har- aldar Jónssonar og Hörpu Árna- dóttur. Sýningarstjórinn JBK Ransu fékk listamennina til þess að gefa sig á vald þagnarinnar og er áhugavert að sjá hvernig þau völdu sér ólíka nálgun á viðfangs- efnið. Ekki væri heldur gott að missa af myndbandsinnsetningu Gunnhildar Hauksdóttur, sem ber nafnið Cultus Bestiae, í D-sal safnsins. Því er vissara að skoða hana um helgina. Síðust en ekki síst á meðal sýn- inga Hafnarhússins er Ofurhetjur, sýning á verkum úr smiðju list- málarans Errós. Líkt og titillinn gefur til kynna eru ofurhetjur í aðalhlutverki í þeim verkum sem á sýningunni eru og hún ætti því að höfða til allra áhugamanna um dægurmenningu. Vert er að minna lesendur á að frítt er inn á Listasafn Reykjavík- ur og því engin afsökun tekin gild fyrir því að missa af herlegheitun- um. - vþ Allt að loka, sjáist nú! MÁLLAUSIR KJARNAR Eitt af verkum Sigurðar Guðmundssonar í Hafnarhúsinu. LAUGARDAGUR 26. APRÍL KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR – TÓNÓ RVÍK HALLA ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! SUNNUDAGUR 27. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SEMBALTÓNLEIKAR JORY VINIKOUR LEIKUR GOLDBERGTILBRIGÐI BACHS. VERÐ 2000/1600 KR. GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tón- listarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundar- herbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fös. 25/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 26/4 síðustu sýningar Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason Nýr íslenskur söngleikur Frumsýning 1. maí Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 25/4 uppselt Sólarferð e. Guðmund Steinsson tvær sýningar 26/4 örfá sæti laus sýn. sun. 27/4 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is PBB FBL , 29/3 „Þetta er vel unnin sýning, skemmtileg og óvenju skýrt hugsuð.” MA, MBL 8/4 Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Síðustu sýningar Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m Skoppa og Skrítla í söng-leik e. Guðmund Steinsson Uppselt í apríl, tryggðu þér sæti í tíma Sý i í Kúlunni Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ningar í r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.