Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 2
2 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ferskir í fiski Plokkfiskur Nóatún mælir með 798 kr.kg Sóley, eruð þið Ólafur yfirlýstir andstæðingar? „Ég vil ekki lýsa því yfir að svo stöddu en gef frá mér yfirlýsingu ef til þess kemur.“ Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi og Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafa átt í orðaskaki um mannréttindaráð Reykja- víkur og gefið út nokkrar yfirlýsingar af því tilefni. HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn hefur ákveðið að fresta breytingum á vaktafyrirkomulagi geislafræð- inga, skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingarhjúkrunarfræðinga um fimm mánuði, til 1. október. Þetta tilkynntu þau Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga, starfandi forstjórar, Landspítalans á blaðamannafundi í gær. Megn óánægja hefur verið meðal starfsmanna og hafa fjörutíu geislafræðingar af rúmlega fimm- tíu sagt upp og 96 af um 104 skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum vegna breytinganna. Hafa skurð- hjúkrunarfræðingar meðal annars bent á að þeir telji breytingarnar vega að öryggi sjúklinga þar sem þær myndu hafa það í för með sér að sérhæfður hjúkrunarfræðingur í hjartaskurðaðgerðum gæti verið kallaður til í bráðatilfelli á kvenna- deild og öfugt. Anna tilkynnti á fundi í gær að vegna sjónarmiða sem fram hefðu komið frá starfsmönnum yrði lengri tími gefinn til samráðs. Hún segir að ætlast verði til þess að skurðhjúkrunarfræðingar fái aukna þjálfun sem miði að því að þeir geti sinnt fleiri og fjölbreytt- ari verkefnum af öryggi. Hvorki Anna né Björn sögðust í gær vita til þess að uppsagnir hefðu þegar verið dregnar til baka en vonast væri til þess að svo yrði. Vigdís Árnadóttir, trúnaðar- maður á skurðdeild við Hring- braut, segir að sjálfri finnist sér sem verið sé að fresta vandanum um nokkra mánuði. „Ég er ekki viss um að fólk sé tilbúið að fara í gegnum allan þennan pakka aftur að nokkrum mánuðum liðnum,“ segir hún. Áætlanir um frekari þjálfun skurðhjúkrunarfræðinga gaf hún lítið fyrir og benti á að þjálfun í aðgerðum, svo sem hjarta- aðgerðum, tæki mun lengri tíma en þá fimm mánuði sem nú væru til stefnu. Starfsmennirnir sem um ræðir funda klukkan fjögur í dag og ákveða hver næstu skref verða í málinu. Bæði Vigdís og Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ítreka að ekki hafi verið skipulagðar hópupp- sagnir heldur hafi hver og einn starfsmaður tekið ákvörðun út frá sínum forsendum. „Ég hef engar tölur en heyri að einhverjir séu búnir að ráða sig annað og ein- hverjir hafi ákveðið að halda áfram,“ segir Elsa um stöðuna eftir fundinn í gær. karen@frettabladid.is Fresta breytingum á vöktum á Landspítala Hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar funda í dag um ákvörðun um að fresta fyrirhuguðum breytingum á vöktum. Ekki er vitað til að neinn hafi dregið upp- sögn til baka en forsvarsmenn spítalans vonast til að ró og sátt náist. FÁ ÞJÁLFUN Skurðhjúkrunarfræðingar hafa meðal annars bent á að nýtt fyrir- komulag vegi að öryggi sjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TILKYNNA FRESTUN Á BREYTINGUM Þau Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga, starf- andi forstjórar á Landspítalanum, tilkynntu í gær að breytingum á vaktarfyrirkomu- lagi yrði frestað um fimm mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SLYS Eldri kona, sem flutt var á sjúkrahús eftir brunann í þjón- ustuíbúðum aldraðra að Dalbraut á sunnudag, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi aðfaranótt mánudags. Konan hlaut mikil brunasár og hafði verið haldið sofandi í önd- unarvél. Eldurinn kom upp í íbúð kon- unnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og segir Friðrik Smári Björgvinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar, að ekki sé enn vitað um eldsupptök. Þrír aðrir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús og fleiri leituðu þangað vegna gruns um reykeitrun. Allir eru á batavegi. Tveir slökkviliðsmenn fengu vott af reykeitrun og voru til eftir lits og öryggis yfir nótt á sjúkrahúsi. Þeim heilsast báðum vel og voru mættir til vinnu í gærkvöld. Rýma þurfti eina álmu á tveim- ur hæðum og þurftu nítján íbúar að gista hjá ættingjum sínum. Stella Víðisdóttir, sviðstjóri vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að hreinsunarstarf eftir brunann gangi vel. Fyrstu íbúar fluttu inn í gær og vonast er til að aðrir geti flutt inn í dag. Stella segir að verið sé að fara yfir öll atvik og starfsmönnum sem íbúum standi áfallahjálp til boða. Vel hafi gengið að rýma húsið og starfsmenn hafi brugð- ist rétt við. - kóp Bruninn í þjónustuíbúð að Dalbraut í fyrradag: Eldri kona lést eftir bruna MIKILL REYKUR Nítján íbúar þurftu að flýja heimili sín eftir brunann að Dal- braut. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingar- innar, um breyt- ingar á eftir- launalögum, er enn á borði allsherjar- nefndar. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir ekki enn ljóst hvort málið verði afgreitt á þessu þingi. Hann kallar eftir afstöðu ríkisstjórnar- innar. „Mér finnst eðlilegt að náð verði sem víðtækastri samstöðu um málið, hvort sem leið Valgerð- ar verður farin eða önnur. Í stjórnarsáttmála liggur fyrir að tekið verður á málinu og það verður gert, hvort sem það næst á þessu þingi eða ekki,“ segir Birgir. - kóp Eftirlaunafrumvarp Valgerðar: Enn hjá alls- herjarnefnd BIRGIR ÁRMANNSSON PARÍS, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður æ óvinsælli, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Í könnun franska markaðs- fræðafyrirtækisins BVA kemur fram að 64 prósent þátttakenda höfðu neikvætt viðhorf til Sarkozy meðan einungis 32 prósent höfðu jákvætt viðhorf til forsetans. BVA segir að þetta sé hæsta óánægjuhlutfall með forseta síðan fyrirtækið hóf að gera slíkar kannanir árið 1981. Sarkozy lofaði miklum efna- hags- og félagslegum umbótum í kosningabaráttu sinni en virðist ekki hafa staðið vaktina vel, að mati samlanda sinna. - kg Frönsk skoðanakönnun: Óvinsældir Sarkozy aukast ÓVINSÆLL Samkvæmt könnunum er Sarkozy óvinsælasti forsetinn í mörg ár. EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld sýndu ekki nægilegt aðhald í peninga- og ríkisfjármálum á meðan á stórfram- kvæmdunum á Austurlandi stóð. Þess vegna eru stýrivextir nú mun hærri en áður var ætlað að þeir þyrftu að vera. Þetta er mat Seðlabanka Íslands sem birtist í svörum bankans við spurningum þingflokks Framsóknarflokksins um efnahagsmál. Spurt var hvort bankinn teldi ríkisstjórnina hafa gengið nógu langt í þá átt að draga úr þenslu. Í svarinu segir að á sínum tíma – þegar framkvæmd- irnar á Austurlandi voru í farvatninu – hafi verið talið að með hjálp aðhaldssamrar stefnu í peninga- og ríkisfjármálum mætti koma í veg fyrir langvar- andi frávik verðbólgu frá markmiði. Talið hafi verið að hækka þyrfti stýrivexti í nálægt tíu prósent. „Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda í kjölfarið hafa hins vegar orðið til þess að draga úr því aðhaldi sem opinber fjármál hefðu getað veitt,“ segir í svarinu. Tíndar eru til breytingar á útlánastefnu Íbúðalána- sjóðs, lækkun tekju- og neysluskatta og „nokkuð dýrar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamn- inga“. Þá hafi fjárfesting sveitarfélaga verið mikil. Að auki segir Seðlabankinn að við bætist „mikil útlánabylgja í kjölfar einkavæðingar bankanna sem þöndu efnahagsreikning sinn ört út í krafti einstak- lega órýrs erlends fjármagns.“ - bþs Seðlabankinn segir stjórnvöld ekki hafa sýnt nægilegt aðhald á uppbyggingarskeiði: Stjórnvöld stuðluðu að þenslu DAVÍÐ ODDSSON formaður bankastjórnar Seðlabankans. BANDARÍKIN, AP Flutningabílstjór- ar mótmæltu í gær verðhækkun- um á eldsneyti með hópakstri umhverfis verslunarmiðstöðina National Mall í Washington. Þeyttu þeir óspart flautur sínar með tilheyrandi fyrirgangi. Eftir hringaksturinn um verslunarmiðstöðina lögðu bílstjórarnir ökutækjum sínum við nálægan leikvang og héldu mótmælafund í miðborginni nálægt þinghúsinu. Bílstjórarnir vilja meðal annars að þingið hætti að styrkja stóru olíufélögin, losi um olíu úr varabirgðum og stöðvi útflutning á olíu frá Alaska til annara landa. - gar Vörubílstjórar í Washington: Óku í hóp gegn bensínhækkun GAZA, AP Palestínsk kona og fjögur börn hennar létu lífið þegar heimili þeirra sprakk í átökum Ísraelshers og Palestínu- manna í norðurhluta Gaza í gær. Hvorug fylkingin vill axla ábyrgð á sprengingunni og kenna báðir hinum um. Palestínumenn segja ísraelskt loftskeyti hafa lent á húsinu. Ísraelsmenn halda því hins vegar fram að sprengjur Palestínu- manna hafi hrokkið í gang í loftárás Ísraela og þannig valdið sprengingunni. Börnin voru á aldrinum fimm- tán mánaða til sex ára og létust samstundis. Móðir þeirra lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. - kg Átök í norðurhluta Gaza: Kona og fjögur börn létu lífið Konan sem lést eftir eldsvoða á Dalbraut á sunnudag hét Sigríður Ingimars- dóttir. Sig- ríður, sem var 84 ára gömul, var ekkja Vilhjálms Árnasonar hæstaréttar- lögmanns. Hún lætur eftir sig fimm uppkomin börn. Lést eftir elds- voða á Dalbraut SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.