Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 10
10 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
KÍNA, AP Að minnsta kosti sjötíu
manns fórust og á fimmta hundr-
að slösuðust í versta járnbrautar-
slysi sem orðið hefur í Kína í ára-
tug. Hraðskreið farþegalest rakst
á aðra farþegalest í austanverðu
landinu.
Kínverska fréttastofan Xinhua
sagði mannleg mistök hafa valdið
slysinu. Í kínverskri útgáfu fréttar-
innar er talað um vanrækslu.
Tveir yfirmenn lestafyrirtækis í
Sjandong hafa verið reknir.
Margir Kínverjar eru á ferðinni
þessa dagana, stuttu fyrir hátíðar-
höldin 1. maí, en þá verður löng
helgi í Kína.
Áreksturinn varð skömmu fyrir
dögun í Sjandong-héraði. Önnur
lestin var á leiðinni frá Peking til
Qingdao, en hin frá Yantai í
Sjandong til Xuzhao í Jiangsu-
héraði. Fyrrnefnda lestin fór út af
sporinu og rakst á aðra lest, sem
kastaðist út af teinunum en valt þó
ekki. Níu af fyrstu vögnum fyrr-
nefndu lestarinnar lentu hins
vegar úti í skurði.
„Flestir farþegarnir voru enn
sofandi, en sumir stóðu þó á göng-
unum og biðu eftir því að komast
út á Zibo-lestarstöðinni,“ sagði
einn farþeganna. „Skyndilega
fann ég þegar lestin valt eins og
rússíbanalest, af annarri hliðinni
og alveg yfir á hina hliðina. Þegar
hún fór loksins út af sporinu þá
féll margt fólk ofan á mig.“ - gb
Alvarlegasta lestarslys í Kína í áratug:
Nærri hundrað
manns fórust
ÖNNUR LESTIN LENTI ÚTI Í SKURÐI Tvær farþegalestir rákust á skömmu fyrir dögun í
gær í sveitahéraði austan til í Kína. NORDICPHOTOS/AFP
Jóhann Ólafsson & Co.
Eldhús fyrir eldhuga
Veltipönnur - gufupottar
eldavélar - kæliklefar
gufuofnar - háfar
Sundaborg 9-11 - 533-1900
www.olafsson.is
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
HJÁ ATVINNULÍFINU
KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ
Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf,
allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug-
búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á
fjölmörgum sviðum.
Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um-
hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn
og fyrirtæki.
• BSc í tölvunarfræði (90 einingar)
• BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar)
• BSc í stærðfræði (90 einingar)
• MSc í tölvunarfræði
• MSc í hugbúnaðarverkfræði
• MSc í máltækni
• PhD í tölvunarfræði
• Kerfisfræðigráða (60 eininga
nám í fjarnámi og með vinnu)
TÖLVUNARFRÆÐI
Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í
DRENGUR SKOÐAR LÍK Á umdeildri
sýningu í Sjenjang í Kína má nú sjá
fjölmörg lík, sem stillt hefur verið upp
á ýmsa vegu. Vöðvar og ýmis líffæri
sjást greinilega, en líkin útvegaði
kínverskur háskóli. NORDICPHOTOS/AFP
FÉLAGSMÁL „Oft er spurt hvers
vegna samfélagið eigi að taka þátt
í að greiða fyrir meðferð langt
leiddra fíkla. Með þessum tölum
er hægt að sýna að ein rök eru þau
að aðgerðir eru samfélaginu hag-
kvæmari en afskiptaleysi,“ segir
Þorgeir Ólason, forstöðumaður
Krýsuvíkursamtakanna.
Kostnaðargreining Ísmats sem
Fréttablaðið skýrði frá í gær sýnir
að kostnaður hins opinbera af
manneskju sem er í mikilli fíkni-
efnaneyslu og stundar ekki vinnu
er að meðaltali 317.489 krónur á
mánuði. Niðurstöður greiningar-
innar sem gerð var fyrir Krýsu-
víkursamtökin leiða hins vegar í
ljós að kostnaður við eitt
meðferðar rými hjá samtökunum
er 280.937 krónur á mánuði miðað
við gengi krónunnar í febrúar.
Þorgeir bendir á að við rann-
sóknina hafi ekki verið teknar inn
ýmislegar breytur sem verða í
kjölfar afbrota fíkniefnaneytenda
svo sem sálrænt tjón þeirra sem
verða fyrir barðinu á afbrotum
fíkniefnaneytenda og vinnutap.
„Þá er ótalinn sá ávinningur sem
verður fyrir fjölskyldur fíkilsins
og samfélagið allt nái hann tökum
á fíkn sinni,“ segir Þorgeir og
bendir að rannsóknir hafi sýnt að
Krýsuvíkursamtökin nái góðum
árangri við meðferð langt leiddra
fíkla sem stuðli að því að þeir snúi
aftur í samfélagið sem nýtir sam-
félagsþegnar. - kdk
Kostnaðargreining sýnir að hagkvæmara er að hafa fíkla í meðferð en á götunni:
Meðferð ódýrari en götulíf
ÞORGEIR ÓLASON Forstöðumaður
Krýsuvíkursamtakanna segir aðgerðir
samfélagsins í þágu fíkla hagkvæmari
en afskiptaleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Samninganefnd ríkisins
átti fundi í gær með samninga-
nefndum félaga innan BHM.
Fundum verður haldið áfram í
dag og á morgun.
Páll Halldórsson, formaður
Félags íslenskra náttúrufræð-
inga, átti fund með samninga-
nefnd ríkisins í gær. Hann segir
að tilboði ríkisins, sem er
sambærilegt samningunum frá
því í febrúar, hafi verið hafnað á
fundinum. „Við erum ekki til
viðræðu um samning til lengri
tíma en árs og þar að auki teljum
við að í þessu tilboði felist
kaupmáttarskerðing miðað við
verðbólguna,“ segir hann. - ghs
Kjaraviðræður:
Náttúrufræð-
ingar hafna