Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 10
10 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR KÍNA, AP Að minnsta kosti sjötíu manns fórust og á fimmta hundr- að slösuðust í versta járnbrautar- slysi sem orðið hefur í Kína í ára- tug. Hraðskreið farþegalest rakst á aðra farþegalest í austanverðu landinu. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði mannleg mistök hafa valdið slysinu. Í kínverskri útgáfu fréttar- innar er talað um vanrækslu. Tveir yfirmenn lestafyrirtækis í Sjandong hafa verið reknir. Margir Kínverjar eru á ferðinni þessa dagana, stuttu fyrir hátíðar- höldin 1. maí, en þá verður löng helgi í Kína. Áreksturinn varð skömmu fyrir dögun í Sjandong-héraði. Önnur lestin var á leiðinni frá Peking til Qingdao, en hin frá Yantai í Sjandong til Xuzhao í Jiangsu- héraði. Fyrrnefnda lestin fór út af sporinu og rakst á aðra lest, sem kastaðist út af teinunum en valt þó ekki. Níu af fyrstu vögnum fyrr- nefndu lestarinnar lentu hins vegar úti í skurði. „Flestir farþegarnir voru enn sofandi, en sumir stóðu þó á göng- unum og biðu eftir því að komast út á Zibo-lestarstöðinni,“ sagði einn farþeganna. „Skyndilega fann ég þegar lestin valt eins og rússíbanalest, af annarri hliðinni og alveg yfir á hina hliðina. Þegar hún fór loksins út af sporinu þá féll margt fólk ofan á mig.“ - gb Alvarlegasta lestarslys í Kína í áratug: Nærri hundrað manns fórust ÖNNUR LESTIN LENTI ÚTI Í SKURÐI Tvær farþegalestir rákust á skömmu fyrir dögun í gær í sveitahéraði austan til í Kína. NORDICPHOTOS/AFP Jóhann Ólafsson & Co. Eldhús fyrir eldhuga Veltipönnur - gufupottar eldavélar - kæliklefar gufuofnar - háfar Sundaborg 9-11 - 533-1900 www.olafsson.is Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug- búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um- hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. • BSc í tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í stærðfræði (90 einingar) • MSc í tölvunarfræði • MSc í hugbúnaðarverkfræði • MSc í máltækni • PhD í tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í DRENGUR SKOÐAR LÍK Á umdeildri sýningu í Sjenjang í Kína má nú sjá fjölmörg lík, sem stillt hefur verið upp á ýmsa vegu. Vöðvar og ýmis líffæri sjást greinilega, en líkin útvegaði kínverskur háskóli. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL „Oft er spurt hvers vegna samfélagið eigi að taka þátt í að greiða fyrir meðferð langt leiddra fíkla. Með þessum tölum er hægt að sýna að ein rök eru þau að aðgerðir eru samfélaginu hag- kvæmari en afskiptaleysi,“ segir Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkursamtakanna. Kostnaðargreining Ísmats sem Fréttablaðið skýrði frá í gær sýnir að kostnaður hins opinbera af manneskju sem er í mikilli fíkni- efnaneyslu og stundar ekki vinnu er að meðaltali 317.489 krónur á mánuði. Niðurstöður greiningar- innar sem gerð var fyrir Krýsu- víkursamtökin leiða hins vegar í ljós að kostnaður við eitt meðferðar rými hjá samtökunum er 280.937 krónur á mánuði miðað við gengi krónunnar í febrúar. Þorgeir bendir á að við rann- sóknina hafi ekki verið teknar inn ýmislegar breytur sem verða í kjölfar afbrota fíkniefnaneytenda svo sem sálrænt tjón þeirra sem verða fyrir barðinu á afbrotum fíkniefnaneytenda og vinnutap. „Þá er ótalinn sá ávinningur sem verður fyrir fjölskyldur fíkilsins og samfélagið allt nái hann tökum á fíkn sinni,“ segir Þorgeir og bendir að rannsóknir hafi sýnt að Krýsuvíkursamtökin nái góðum árangri við meðferð langt leiddra fíkla sem stuðli að því að þeir snúi aftur í samfélagið sem nýtir sam- félagsþegnar. - kdk Kostnaðargreining sýnir að hagkvæmara er að hafa fíkla í meðferð en á götunni: Meðferð ódýrari en götulíf ÞORGEIR ÓLASON Forstöðumaður Krýsuvíkursamtakanna segir aðgerðir samfélagsins í þágu fíkla hagkvæmari en afskiptaleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARAMÁL Samninganefnd ríkisins átti fundi í gær með samninga- nefndum félaga innan BHM. Fundum verður haldið áfram í dag og á morgun. Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræð- inga, átti fund með samninga- nefnd ríkisins í gær. Hann segir að tilboði ríkisins, sem er sambærilegt samningunum frá því í febrúar, hafi verið hafnað á fundinum. „Við erum ekki til viðræðu um samning til lengri tíma en árs og þar að auki teljum við að í þessu tilboði felist kaupmáttarskerðing miðað við verðbólguna,“ segir hann. - ghs Kjaraviðræður: Náttúrufræð- ingar hafna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.