Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 11
NOREGUR Norðmaðurinn Arne
Treholt, sem á níunda áratugnum
var dæmdur fyrir landráð og
njósnir fyrir
Sovétríkin, mun
fyrir hönd
rússnesks
fjárfestingar-
félags fara
fyrir nýjum
fjárfestingar-
sjóði sem mun
starfa í
samræmi við
sjaríalög
múslima. Þetta upplýsti norska
viðskiptablaðið Dagens Nærings-
liv.
„Sjóðurinn verður skráður í
Bahrain og mun fá startkapítal
upp á 100 milljónir (norskra)
króna,“ hefur blaðið eftir Treholt,
sem býr á Kýpur og stýrir þar
eigin verðbréfafyrirtæki.
Að starfa samkvæmt sjaría
takmarkar í hvers konar fyrir-
tækjum sjóðurinn má fjárfesta.
Það gerir hann vænlegri kost
fyrir aðila í Mið-Austurlöndum.
- aa
Fyrrverandi norskur njósnari:
Fer fyrir nýjum
sjaría-sjóði
ARNE TREHOLT
DÓMSMÁL Áhöfn þyrlu Landhelg-
isgæslunnar, TF-GNÁ, stóð
norska línuveiðiskipið Gayser
Senior að meintum ólöglegum
veiðum á sunnudagskvöld. Skipið
var þá statt inni á lokuðu svæði í
Skaftárdjúpi undan Suðaustur-
landi.
Svæðið er lokað á þessum
árstíma vegna friðunar hrygn-
ingarþorsks og skarkola.
Stýrimaður þyrlunnar seig um
borð og kannaði afladagbækur og
önnur skjöl. Að því loknu var
skipið fært til hafnar í Vest-
mannaeyjum. Verið er að
verðmeta veiðarfæri og fer
aflinn á fiskmarkað. Játi
skipstjóri bíður hans sekt. - kóp
Ólöglegar veiðar í Skaftárdjúpi:
Norskt skip tek-
ið í landhelgi
BUNDINN VIÐ BRYGGJU Togarinn í Vest-
mannaeyjahöfn. MYND/ÓSKAR
GSM Kvíabryggja er komin með
GSM-samband eftir að nýr sendir
var gangsettur á Klakki við
Grundarfjörð í síðustu viku.
Í tilkynningu frá Vodafone
segir að fjórðungur þeirra GSM-
senda sem ráðgert er að tækni-
menn fyrirtækisins setji upp á
árinu sé nú þegar kominn í
notkun. Ellefu nýir sendar voru
gangsettir í síðustu viku og hafa
aldrei fleiri sendar verið teknir í
notkun í sömu vikunni.
Í tilkynningu frá Vodafone segir
að uppbyggingunni verði haldið
áfram út árið og á næstu vikum
muni íbúar á völdum svæðum
finna áþreifanlega breytingu. - kg
Nýir GSM-sendar gangsettir:
GSM-samband
á Kvíabryggju
Bylting með ruslbaggavél
Með nýrri böggunarvél í móttökustöð
Fjarðabyggðar á Reyðarfirði verður
hægt að setja um 25 tonn af endur-
vinnanlegum úrgangi í gám sem er
fluttur til útlanda beint frá Reyðarfirði.
Áður var verið að flytja fjögurra til
fimm tonna gáma til Reykjavíkur á
bílum og þaðan var úrgangur fluttur
út til vinnslu. Þetta kemur fram á
heimasíðu Fjarðabyggðar.
FJARÐABYGGÐ
AUSTURRÍKI, AP Josef Fritzl, 73 ára
Austurríkismaður, hefur játað fyrir
lögreglu að hafa í nærri aldarfjórð-
ung haldið dóttur sinni fanginni í
kjallaraholu heima hjá sér í bænum
Amstetten og níðst á henni kynferðis-
lega.
Hann viðurkennir einnig að hafa
brennt líkið af einu þeirra sjö barna
sem hann eignaðist með dóttur sinni
Elizabethu. Öll fæddust þau í
kjallara holunni, en eitt þeirra lést
fáeinum dögum eftir fæðingu.
Þrjú þeirra voru alin upp í prís-
undinni og fengu aldrei að sjá dags-
birtu fyrr en elsta dóttirin, sem nú
er nítján ára, veiktist hastarlega 19.
apríl síðastliðinn. Faðir hennar
flutti hana á sjúkrahús, og á laugar-
daginn var leyfði hann loks Eliza-
bethu og hinum börnunum, tveimur
drengjum, fimm og átján ára göml-
um, að koma út undir bert loft.
Hin þrjú börnin – tvær stúlkur,
sem nú eru 14 og 15 ára, og drengur
sem er 13 ára – ólust upp hjá Josef
og eiginkonu hans, sem segist ekk-
ert hafa vitað af því sem fram fór í
kjallaranum.
Elsta dóttirin liggur enn þungt
haldin á sjúkrahúsi en hin börnin
fimm og móðir þeirra eru undir
handleiðslu sálfræðinga.
Natascha Kampusch, sem nú er
orðin tvítug, hefur boðist til að
hjálpa fjölskyldunni, bæði fjárhags-
lega og með samtölum. Fyrir
tveimur árum tókst Kampusch að
sleppa úr prísund mannræningja,
sem hafði haldið henni fanginni í
níu ár. - gb
Lögreglan í Austurríki segir að Josef Fritzl hafi tekist að blekkja alla:
Austurríski faðirinn hefur nú játað allt
KJALLARAHOLAN Hluti þeirra þröngu
húsakynna sem Elizabeth og börn henn-
ar máttu hírast í. NORDICPHOTOS/AFP
JOSEF FRITZL Tókst að blekkja umheim-
inn. NORDICPHOTOS/AFP