Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 12
12 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
NOREGUR Lögð voru inn tilboð í gær frá tveimur
framleiðendum orrustuþotna, annars vegar Saab AB
og sænskum stjórnvöldum og hins vegar frá
Lockheed-Martin í Bandaríkjunum, í útboði norska
varnarmálaráðuneytisins í endurnýjun orrustuþotu-
flota norska flughersins. Stefnt er að því að kaupa
allt að 48 nýjar þotur í stað F-16 þotna flughersins
sem eru við það að úreldast.
Hvorki norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete
Ström-Erichsen né talsmenn framleiðendanna
tveggja vildu tjá sig um það hvaða upphæðir væri
um að ræða í tilboðunum. Ljóst þykir þó að banda-
ríska F-35 „Joint Strike Fighter“-þotan sé mun
dýrari valkostur en hin sænska JAS-39 Gripen.
Þriðji keppinauturinn um þennan stóra þotukaupa-
samning, hinn evrópski Eurofighter, heltist úr
lestinni í vetur eftir að framleiðendurnir komust að
þeirri niðurstöðu að Norðmenn hefðu í raun fyrir
löngu ákveðið að kaupa F-35-þotuna og því væri
tilgangslaust að taka frekari þátt í útboðinu.
„Það eru góðir keppinautar eftir og ég er sann-
færð um að við fáum góða samkeppni sem þrýstir
verðinu niður og gæðunum upp,“ hefur Aftenposten
eftir Ström-Erichsen. - aa
STÓRINNKAUP F-35-þotan bandaríska. Gert er ráð fyrir að
samningarnir um kaup á allt að 48 nýjum þotum muni nema
minnst 1.000 milljörðum ísl. króna. NORDICPHOTOS/AFP
Áfanga náð í 1.000 milljarða króna útboði í endurnýjun norska orrustuþotuflotans:
Ekkert upplýst um verð á nýjum þotum
LÖGREGLUMÁL Meirihluti öku-
manna, sem lögregla höfuðborgar-
svæðisins fylgdist með á tveimur
stöðum í Breiðholti á föstudag, ók
of hratt.
Fylgst var með ökutækjum sem
óku um Arnarbakka og Öldusel í
eina klukkustund. Í Arnarbakka
óku 57 prósent ökumanna of hratt.
Meðalhraði hinna brotlegu var
tæplega 48 kílómetrar á klukku-
stund, en þarna gildir þrjátíu
kílómetra hámarkshraði.
Í Ölduseli óku 64 prósent
ökumanna yfir leyfilegum
hámarkshraða. Þarna er einnig
þrjátíu kílómetra hámarkshraði en
meðalhraði hinna brotlegu var
liðlega 46 kílómetrar á klukku-
stund. - kg
Hraðamælingar í Breiðholti:
Meirihluti yfir
hámarkshraða
UTANRÍKISMÁL Það er fjarstæða að
evrópskar NATO-þjóðir leggi sitt
af mörkum til fjölþjóðlega gæslu-
liðsins sem NATO stjórnar í Afgan-
istan bara vegna þess að Banda-
ríkjamenn þrýsti á þær að gera
það. Það sé sameiginlegt mat
bandalagsþjóðanna beggja megin
Atlantshafs að mikilvægt sé fyrir
NATO að ná árangri í Afganistan.
Það krefjist viðveru í landinu til
lengri tíma og markvissara sam-
starfs við aðrar stofnanir og jafn-
vel frjáls félagasamtök.
Þetta segir Leo G. Michel, fræði-
maður hjá Institute for National
Strategic Studies í Washington, en
áður en hann gekk til liðs við þá
stofnun árið 2002 var hann yfir-
maður NATO-mála á stefnu-
mótunarskrifstofu bandaríska
varnar málaráðherrans.
Michel var ásamt Chris Holtby,
sem er háttsettur embættismaður
í breska utanríkisráðuneytinu,
frummælandi á málfundi um
erindi NATO í Afganistan sem
haldinn var á vegum Alþjóðamála-
stofnunar Háskóla Íslands í gær.
Í viðtali við Fréttablaðið segir
Michel „erfitt að trúa því að [evr-
ópsku NATO-ríkin beiti sér með
þeim hætti sem þau gera í Afgan-
istan] bara vegna þess að Banda-
ríkjastjórn sé að snúa upp á hand-
leggi þeirra.“
Michel bendir á að frumkvæðið
að því að NATO tók að sér stjórn
friðargæsluverkefnisins í Afgan-
istan árið 2003 hafi komið frá Evr-
ópumönnum. Sá ágreiningur sem
sé uppi um Afganistan-verkefnið
snúi meira að því hvernig byrðun-
um af erfiðustu þáttum þess sé
deilt. Sumar bandalagsþjóðirnar
neiti nefnilega alfarið að þeirra
hermenn taki þátt í hernaðinum
gegn uppreisnarmönnum í suður-
hluta landsins. Með fjölgun í her-
afla NATO á þeim svæðum náist
meiri árangur, afgönskum almenn-
ingi til hagsbóta. Með meira her-
liði sé til að mynda betur hægt að
gera upp á milli skotmarka svo að
dregið sé úr hættunni á að óbreytt-
ir borgarar lendi í skotlínunni í
bardögum við skæruliða. Það sé
hins vegar eftir sem áður mjög
vandasamt, þar sem talibanar
stundi það að dyljast meðal
óbreyttra borgara.
Spurður um mat sitt á framtíð
NATO segir Michel að ekki sé
ástæða til annars en bjartsýni.
„Á hverjum áratugi tilvistar
NATO hafa komið upp árekstrar
sem skóku bandalagið,“ bendir
hann á. Það sé því ekkert nýtt að
bandalagið þurfi að endurskoða
hlutverk sitt. Í nærri sex áratuga
sögu sinni hafi bandalagið ávallt
fundið lausnir á þeim vandamálum
sem upp hafi komið og tekist að
laga sig að breyttum aðstæðum.
„Sameiginlegir hagsmunir og
sameiginleg gildi hafa jafnan
reynst sterkari en það sem valdið
hefur ágreiningi,“ segir Michel.
Þetta sanni þá þörf sem eftir sem
áður sé fyrir NATO. „Væri það
ekki til þyrfti að búa það til.“
audunn@frettabladid.is
Telur NATO
ná árangri í
Afganistan
Bandaríski varnarmálasérfræðingurinn Leo G.
Michel segist sannfærður um að NATO muni ná
árangri í Afganistan, en það krefjist samstillts átaks
bandalagsþjóðanna og viðveru þar til lengri tíma.
Sparakstur með Volkswagen
7
Das Auto.
Skildu tengdó
eftir heima!
Tengdamömmubox og skíðagrindur á þaki bifreiða auka loftmót-
stöðuna og þar með eldsneytiseyðsluna meira en þig grunar. Þess
vegna er best að skilja tengdó sem oftast eftir heima.
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Skráðu þig á námskeið í sparakstri á
volkswagen.is. Aðgangur ókeypis,
takmarkaður fjöldi sæta í boði!
Skráðu þig núna!
Lau. 19/4, kl.
10:00 Fullt
Sun. 27/4, kl.
10:00 Fullt
Lau. 3/5, kl. 1
0:00 Örfá sæ
ti
Mið. 7/5, kl. 1
9:30 Örfá sæ
ti
Námskeiðin e
ru haldin
í HEKLU við L
augaveg.
Allir velkomnir!
Lögreglan
í herlausu landi
– framtíðarsýn
Hádegisverðarfundur í Valhöll
miðvikudaginn 30. apríl, kl. 11.45 – 13.15
Frummælendur:
Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
og Valtýr Sigurðsson,
ríkissaksóknari.
Fundarstjóri:
Bjarni Benediktsson,
alþingismaður og formaður
utanríkismálanefndar.
Að fundinum stendur
Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd.
LEO G. MICHEL Hélt erindi á málfundi í
Háskóla Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
HERSVEITIR Í AFGANISTAN Atlantshafsbandalagið tók að sér stjórn friðargæsluverk-
efnisins í Afganistan fyrir fimm árum.Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki