Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 22
 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● kópavogsdagar Laugardaginn 3. maí verður blásið í fagnandi lúðra á Holt- inu, menningarhæð Kópavogs. Dagurinn markar upphaf Kópavogsdaga sem er lifandi og framsækin menningar- veisla í hinum blómlega kaup- stað Kópavogi. Eru landsmenn allir hvattir að mæta. „Töfrar Kópavogs felast í kaup- staðarbragnum sem enn heldur velli í þessum unga bæ, en ekki síst samkenndinni sem ríkir meðal fólks þrátt fyrir mikla ná- lægð við höfuðborgina sem iðar af lífi aðeins fáeinum fótsporum frá bæjarlæknum. Þannig kvikn- aði líka hugmyndin að Kópavogs- dögum. Við vildum hlúa að íbúum Kópavogs og leyfa þeim að finna að þeir tilheyra ungu, sterku og sjálfstæðu sveitarfélagi, um leið og við kynntum þá enn betur fyrir eigin kaupstað,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogs, þar sem hún nýtur kyrrðar og vor- blíðu í garðinum heima. Kópavogur hefur verið heimabær Sigurrósar síðastliðin þrjátíu ár. „Þegar ég flutti hingað voru móar í kring og hestar á beit í dalnum. Hér hefur mér alla tíð liðið vel og engin klisja að gott sé að búa í Kópavogi; það er ein- faldlega sannleikur,“ segir Sigur- rós, sem er forseti bæjarstjórnar og hlakkar mikið til að hitta sam- borgara sína í viðamiklum hátíða- höldum Kópavogsdaga. „Á þessari hátíð viljum njóta samveru við sem flesta. Megin- markmið daganna er að kynna mýmargar lista- og menningar- stofnanir Kópavogs fyrir Íslend- ingum á öllum aldri. Við höfum frá upphafi haft það sama að leiðar- ljósi; að leiða saman unga sem aldna með skemmtilegum viðburð- um við allra hæfi. Til þess nýtum við söfn og menningarstofnanir til hins ítrasta, en förum líka út í leik- og grunnskólana með leiksýning- ar og fleira skemmtilegt,“ segir Sigurrós sem vonar að landsmenn líti á Kópavog sem menningarbæ, fyrst og fremst. „Undanfarin ár höfum við gert mikið í því að efla menning- arlíf og erum hvergi hætt. Hér er mikið af listasöfnum, margir bestu listamenn þjóðarinnar búa í Kópavogi, Náttúrustofan er frá- bær og Salurinn einstakur í sinni röð. Punkturinn yfir i-ið verður Óperan sem fyrirhugað er að rísi á Listatúninu, en menningarstofn- anir okkar standa allar á Holtinu sem er okkar menningartorfa og hjarta Kópavogs,“ segir Sigurrós, sem hvetur alla til að njóta hátíða- halda Kópavogsdaga sem enda á afmælisdegi bæjarins, 11. maí. „Laugardaginn 3. maí blás- um við í lúðra og bjóðum til fjöl- breyttrar menningarveislu í söfn- um, á Listatúni og Hálsatorgi. Alla vikuna verða spennandi viðburð- ir í boði, en einnig opnar Ung- mennahúsið starfsemi fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára, sund- laug Kópavogs verður opnuð eftir stækkun og stúkan á Kópavogs- vellinum verður vígð. Síðast en ekki síst tilnefnum við heiðurs- listamann Kópavogs og úthlutum styrkjum lista- og menningarráðs til listamanna.“ - þlg Veisla á menningarhæðinni Sigurrós Þorgrímsdóttir er formaður lista- og menningarráðs Kópavogs. Hún vonast eftir miklum gestagangi í hjarta Kópavogs dagana 3. til 11. maí, en þá verða Kópavogsdagar haldnir með pompi og prakt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gönguferð á Þríhnúkagíg verður farin sunnudaginn 4. maí í fylgd með Hilmari Malmquist, for- stöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs. Farið verður á einka- bílum frá Náttúrufræðistofunni klukkan 13.30 upp í Bláfjöll og hist klukkan 14 við gönguslóðann sem liggur upp í Grindarskörð. „Þaðan ætlum við að ganga upp að Þríhnúkagígi og skoða svæðið þar í kring en ég geri ráð fyrir að ferðin taki um fjóra klukkutíma,“ segir Hilmar. Gangan er farin í tengslum við áætlanir um að gera svæðið að- gengilegra fyrir ferðamenn. Sú hugmynd kom upphaflega frá Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, og hefur smám saman undið upp á sig. „Hugmynd Árna fólst í því að gera göng inn í gíginn sem mundu leiða ferðamenn út á út- sýnispall inni í miðjum gígnum,“ útskýrir Hilmar. „Gígurinn er um 200 metra djúpur og mjög stór en þetta er einn stærsti gígur sinnar tegundar í heiminum.“ Hilmar lýsir gígnum eins og tómri gosrás þar sem efsti hluti eldstöðvarinnar hefur tæmst þegar gosið hætti og skilið eftir risahvelfingu. Hellirinn er ein- stakur og líklega annar stærsti hellir sinnar tegundar á jörðinni. Árið 2004 hóf verkfræðistof- an VSO Ráðgjöf rannsóknir á að- gengi við Þríhnúkagíg og hillir nú undir lok úttektarinnar en endanleg kynning á verkefninu er áætluð í haust. Miðvikudaginn 7. maí mun þó Einar K. Stefánsson verkfræð- ingur halda fyrirlestur um verk- efnið í fundarsal Náttúrufræði- stofu Kópavogs. Fyrirlestur Einars hefst klukkan 17 og er aðgangur ókeypis eins og önnur dagskrá Náttúrufræðistofu á Kópavogsdögum. „Dagskráin hjá okkur verður fjölbreytt en meðal annars verður flutt erindi um hlýnun Elliðavatns en við höfum verið á kafi í rann- sóknum á lífríki vatna úti um allt land,“ útskýrir Hilmar. Auk þess mun starfsfólk Nátt- úrufræðistofu flytja ævintýri um Val hval en það er fróðleik- ur og skemmtun fyrir börn í máli og myndum um sjávarspen- dýr. „Við verðum einnig í sam- starfi við Bókasafn Kópavogs og þar verður lesin saga fyrir börn- in sem tengist þessu efni. Svo enda krakkarnir á því að fara á hvalbak á uppblásnum gúmmí- háhyrningi í fullri stærð hér á Náttúrufræðistofu. Hér verður því nóg um að vera,“ segir hann. - rat Haldið inn í risahvelfingu Gengið verður um svæðið kringum Þríhnúkagíg á sunnudaginn og hvelfingin skoðuð. MYND/VSO RÁÐGJÖF Átján myndlistarmenn í Kópa- vogi munu opna vinnustof- ur sínar fyrir gestum og gang- andi helgina 3. til 4. maí. Ingi- berg Magnússon á Gilsbakka við Vatnsenda er einn þeirra, en hann hefur fengið Íslendinga heim í hlað frá upphafi Kópa- vogsdaga. „Mér finnst þetta ágætis til- breyting og gott framtak af bæjarfélaginu að hrinda þess- ari hugmynd í framkvæmd. Ég hef haft mikla ánægju af heim- sóknum á vinnustofuna og þetta verður þó til þess að maður tekur til hjá sér einu sinni á ári, að minnsta kosti, og heng- ir myndir á veggi sem annars standa í hrúgum,“ segir Ingi- berg, sem er jafnframt kennslu- stjóri listnámsbrautar við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, þar sem hann tekur veðrið utan við afskekktan bæ sinn við Elliða- vatn, en þar hefur hann búið í þrjátíu ár. „Þetta hefur mælst ákaflega vel fyrir og þótt hingað streymi ekki múgur og margmenni, koma alltaf nokkrir tugir manns í heimsókn. Flestir stoppa dá- góða stund, spjalla og skoða, og ég hef tekið eftir að í hópi þeirra sem koma eru alltaf nokkrir sem fara á alla staðina. Oftar en ekki er það fullorðið fólk sem hefur orð á því að það sé nú rétt að byrja og ætli að taka allan daginn í vinnustofurúnt og hefur greinilega mikla skemmt- un af þessu,“ segir Ingiberg, sem býður upp á léttar veitingar fyrir listelska gesti. - þlg Snuddað á vinnu- stofum listafólks Ingiberg Magnússon myndlistarmaður á vinnustofu sinni heima á Gilsbakka við Vatnsenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Art 11 Auðbrekku 4, 200 Kópavogi Skruggusteinn Auðbrekku 4, 200 Kópavogi Himneskir herskarar Auðbrekku 4, 200 Kópavogi Art Iceland Auðbrekku 6, 200 Kópavogi 25 Stúdíó Auðbrekku 6, 200 Kópavogi Jónas Bragi Jónasson Auðbrekku 7, 200 Kópavogi Hústaka á lögreglustöðinni Auðbrekku 10, 200 Kópavogi Rannveig Tryggvadóttir Álfhólsvegi 73, 200 Kópavogi Karl Jóhann Jónsson Grenigrund 18, 200 Kópavogi Kristín Þorkelsdóttir - Gallery Lindarhvammi 13, 200 Kópavogi Grímur M. Steindórsson Áhaldahúsi Kópavogs, Álalind 1, 201 Kópavogi Ingiberg Magnússon Gilsbakka við Vatnsenda, 203 Kópavogi Opin hús listamanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.