Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 53
ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 21 Kammerkór Mosfellsbæjar heldur vortónleika sína í Bókasafni Mosfellsbæjar á fimmtudag kl. 16. Yfir- skrift tónleikanna er Salut d´Amor, en óvenju margar söngperlur eru á efnisskránni að þessu sinni sem eru frá sjö mismunandi löndum. Á tónleikunum mun kórinn syngja verk frá ólík- um tímabilum, allt frá endurreisninni fram til dags- ins í dag. Á meðal þeirra verka sem kórinn flytur má nefna tvö lög úr Flamenco-messu eftir Paco Pena og frönsku danslögin Belle qui og Tourdion. Einnig eru á efnisskránni lög eftir tónskáld á borð við G. F. Händel, W. A. Mozart og E. Elgar. Úr íslensku flórunni koma verkin Haldið’ún Gróa hafi skó eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson. Kórinn fagnar sumri með flutningi glaðlegs gospel-lags, Ride on, King Jesus, í útsetningu Moses Hogan. Einsöngvari á tónleikunum er Auður Árnadóttir, en hún leikur jafnframt á flautu, og meðleikari er Arnhildur Val- garðsdóttir. Einnig kemur fram Eva Þórdís Ebenezers dóttir fiðluleikari og strengja- og slag- verksnemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar er Símon H. Ívarsson. -vþ Tónlist frá sjö löndum KAMMERKÓR MOSFELLSBÆJAR Heldur tónleika í Bókasafni Mosfellsbæjar á fimmtudaginn. Það hefur aldrei ríkt lognmolla í kringum franska rithöfundinn Michel Houellebecq. Bækur hans eru umdeildar, en hann hefur einnig staðið í ritdeilum við ýmsa aðila, enda óhræddur við að láta skoðun sína tæpitungulaust í ljós. Nýjasta deila Houellebecq kann þó að reynast honum ofviða enda þarf hann að mæta sjálfri móður sinni. Rithöfundurinn hefur aldrei leynt andúð sinni á foreldrum sínum, sem skildu hann eftir hjá ömmu hans á meðan þau ferðuðust um Afríku í nokkur ár. Houellebecq byggði meðal annars persónu kynóðrar og sjálfselskrar móður í bókinni Öreindirnar á sinni eigin móður. En nú hefur Lucie Ceccaldi, hin 83 ára móðir Houellebecq, gefið út sjálfsævisögu, en í henni fer hún hörðum orðum um hegðun sonarins. Nokkuð erfiðlega gekk að finna útgefanda að bókinni þar sem Houellebecq er ein skærasta stjarna franska bókmenntaheims- ins og vildi enginn eiga á hættu að móðga hann. Enn sem komið er hefur Houellebecq lítið gefið fyrir skrif móður sinnar og segist ekki hafa í hyggju að lesa bók hennar. - vþ Mamma hefnir sín MICHEL HOUELLEBECQ Hefur lítið álit á móður sinni. Í tilefni af 40 ára afmæli Nor- ræna hússins efnir það til veiga- mikillar og metnaðarfullrar dag- skrár, Byggingarlist í brennidepli – Mannlíf í miðborg, sem stendur fram í miðjan maí. Dagskráin samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og sýningum. Viðburð- urinn er samstarf milli Norræna hússins, Arkitektafélags Íslands, Listaháskóla Íslands, Center for Icelandic Art og Listasafns Reykjavíkur. Það er einmitt Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir fyrir- lestrum og umræðum sem fara fram í Norræna húsinu í dag kl. 17 undir titlinum Menningar- stefna og uppbygging – Stefnu- mótun í byggingarlist og borgar- skipulagi. Þar taka til máls þau Halldóra Vífilsdóttir arkitekt, Magnús Árni Skúlason fram- kvæmdastjóri, Einar Ólafsson arkitekt og Dennis Davíð Jóhann- esson arkitekt, en að loknum erindum þeirra taka við pallborð- sumræður undir stjórn Jóns Kaldals, ritstjóra Fréttablaðsins. - vþ Menningarstefna og byggingarlist Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu, eys úr viskubrunni sínum í síðarnefnda safninu í dag kl. 12.05. Hún ræðir um klæðaburð Íslendinga eins og hann birtist á ljósmyndum á sýningunni Til gagns og til fegurðar – sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði 1860- 1960. Sýningin byggist á rann- sóknum Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings. Íslendingar hafa lengi notað ljósmyndir, þjóðbún- inga og tísku til að búa til mynd af sjálfum sér. Ljósmyndirnar á sýningunni gefa vísbendingu um hvernig þjóðin leit út og hvernig hana langaði til að líta út. - vþ Fötin skapa manninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.