Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 58
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR GRINDVÍKINGUM 12. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 26 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR > LYKILMAÐURINN Scott Ramsey átti frá- bæra endurkomu í boltann síðasta sumar og þótti flestum hann vera besti leikmaður 1. deildarinnar. Ramsey skoraði 8 mörk í 21 leikjum og bjó til fjölmörg mörk til viðbótar með frábærum rispum sínum upp kantana. > X-FAKTORINN Nýir útlendingar Grindavík verður að minnsta kosti með fjóra nýja erlenda leikmenn í sumar og það er ljóst að þeir þurfa að vera mjög heppnir ætli liðið að forðast fallbaráttuna. Gjörbreytt Grindavíkurlið Íþróttablaðamenn Fréttablaðsins spá Grindavíkur liðinu 12. og neðsta sætinu í Lands- bankadeild karla í sumar. Grindavík vann 1. deildina í fyrra en liðið hefur gjörbreyst á einu ári og því erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir styrk þess. Milan Stefán Jankovic, þjálfari liðsins, fór í verslunarleiðangur til heimaslóða sinna í Serbíu og fann þar tvo Serba en eins hefur liðið fengið til síns fyrrverandi landsliðsmann Slóveníu og franskan framherja og allt eins líklegt að fleiri útlendingar bætist í hópinn. Grindvíkingar hafa misst þrjá „karakter-leik- menn” á stuttum tíma, fyrst Sinisa Kekic á miðju tímabili 2006 og svo bæði Óla Stefán Flóvents- son og Paul McShane fyrir þetta tímabil. Liðið féll úr efstu deild á fyrsta ári án Kekic og það er okkar trú að liðinu takist ekki að vega upp á móti brotthvarfi hinna reynslumiklu og fjölhæfu Óla Stefáns og Paul McShane, sem áttu mikinn þátt í að liðið komst upp í fyrrasumar. Bjartsýni Grindvíkingurinn vonast til þess að nýir útlendingar falli vel inn í liðið og bæjarlífið í Grindavík og ungu strákarnir hafi náð sér í fína reynslu úr 1. deildinni síðasta sumar. Gangi allt upp hjá Grindavík gæti liðið komist upp í miðja deild og forðast fallbaráttuna. Sá svartsýni í Grindavík efast um að Grinda- víkurliðinu takist að búa til nægilega sterka liðsheild úr þessum sundurleita her og þá er óvíst að nýjum útlendingum takist að laga sig að íslenska boltanum. Liðið þarf einnig að finna nýja leiðtoga inni á vellinum til þess að leysa hlutverk þeirra Óla og McShane. GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 1. Sæti í B-deild 2006 9. Sæti 2005 7. Sæti 2004 7. Sæti 2003 6. Sæti 2002 3. Sæti AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 2 2 1RAY ANTHONY JÓNS-SON ORRI FREYR HJALTALÍN ANDRI STEINN BIRGISSON 8. sæti 12. sæti FÓTBOLTI Í kvöld kemur í ljós hvort al-enskur úrslitaleikur verði í fyrsta sinn í sögu Meistara deildar- innar í fótbolta þegar Manchester United tekur á móti Barcelona á Old Trafford. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Nou Camp í fyrri leiknum og liðið sem hefur betur í kvöld kemst í úrslitaleikinn í Moskvu á móti annað hvort Chelsea og Liverpool, sem mætast á miðvikudags- kvöldið. Mark á útivelli í þessari stöðu er gulls ígildi og Íslendingur- inn í liði Börsunga hefur upplifað það oftar en allir aðrir að skora hjá Manchester United á Old Trafford. Spænskir og enskir fjölmiðar búast allir við að Thierry Henry verði í byrjunarliði Barcelona í kvöld en Henry er með mun lakari árangur á Old Trafford en Eiður Smári Guðjohnsen. Frank Rijkaard setti Henry inn á í seinni hálfleik í fyrri leiknum en okkar maður sat þá allan tímann á bekknum. Það er vonandi að Rijkaard kynni sér frá- bæra frammistöðu Eiðs Smára í „Leikhúsi draumanna“. Henry hefur aðeins skorað 1 mark í 8 leikjum á vellinum en Eiður Smári hefur aftur á móti skorað 3 mörk í 7 leikjum þar af 3 mörk í þeim fjór- um leikjum sem hann var í byrjunar- liði Chelsea. Eiður Smári hefur skorað þessi 3 mörk á 417 mínútum sem þýðir 139 mínútna bið á milli marka en Henry hefur aðeins skorað 1 mark á 578 mínútum. Eina mark hans á Old Trafford kom í 1-6 tapi 25. febrúar 2001 en hann er síðan búinn að leik í 472 mínútur á vellinum án þess að skora. Það er líklega ekki von á mörg- um mörkum í kvöld því bæði lið hafa haldið hreinu í fjórum Evr- ópuleikjum í röð en eins er langt síðan liðin töpuðu í keppninni. United hefur ekki tapað í síðustu ellefu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni og Börsungar hafa ekki tapað í tólf síðustu Meistaradeildarleikjum sínum. Þetta er í þrettánda sinn sem Manchester United kemst í undan- úrslit í Evrópukeppni en félagið hefur aðeins þrisvar komist í úrslitaleikinn en unnið hann í öll þrjú skiptin. Barcelona hefur komist áfram úr 14 af 22 undanúr- slitaviðureignum sínum í Evrópu- keppnum. Sagan er hliðholl United því 14 af þeim 20 liðum sem hafa gert markalaust jafntefli á útivelli í fyrri leiknum hafa komist áfram. Bæði lið voru kannski með hugann við þennan risaleik í kvöld um helgina því United tapið 1-2 fyrir Chelsea á Stamford Bridge og Barcelona lá 0-2 gegn Deportivo Coruna á útivelli. Manchester United vonast eftir því að Wayne Rooney og Nemanja Vidic verði með en þeir meiddust báðir um helgina. Yaya Toure er meiddur á ökkla hjá Bracelona og þó að menn búist við því að Edmil- son taki stöðu hans á miðjunni gæti Rijkaard sett okkar mann inn á miðjuna. Rafael Marquez hjá Barcelona verður í leikbanni í leik kvöldsins og þá munu þeir Owen Hargreaves, Nani og Patrice Evra (Manchester United) Lionel Messi, Yaya Toure og Gabriel Milito (Bar- celona) allir missa af úrslitaleikn- um fái þeir spjald í leiknum í kvöld. ooj@frettabladid.is Eiður Smári hættulegri en Henry á Old Trafford Barcelona heimsækir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni undan- úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Eiður hefur skorað þrjú mörk á vellinum. SAMAN Á ÆFINGU Thierry Henry og Eiður Smári Guðjohnsen. NORDICPHOTOS/AFP HÆTTULEGUR Eiður Smári kann greini- lega vel við sig á Old Trafford. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var í fyrrakvöld kjörinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum atvinnumanna í knattspyrnu á Englandi. Þetta var annað árið í röð sem Portúgalinn snjalli hlýtur verðlaunin. Steven Gerrard og Fernando Torres hjá Liverpool, David James hjá Manchester City og Emmanuel Adebayor og Cesc Fabregas hjá Arsenal voru einnig tilnefndir. Fabregas fór þó ekki tómhentur heim því hann var valinn besti ungi leikmaðurinn tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Lið ársins var einnig valið og þar á Arsenal flesta fulltrúa, eða fjóra, en Manchester United kemur næst með þrjá fulltrúa. Engir leikmenn Chelsea komust í liðið í þetta skiptið. - óþ Leikmenn ársins á Englandi: Ronaldo bestur BESTUR Ronaldo hefur farið á kostum með United í vetur og skorað 38 mörk í öllum keppnum. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin Derby-Arsenal 2-6 0-1 Nicklas Bendtner (25.), 1-1 James McEveley (31.), 1-2 Robin van Persie (39.), 1-3 Emmanuel Adebayor (59.), 2-3 Robert Earnshaw (77.), 2-4 Theo Walcott (78.), 2-5 Emmanuel Adebayor (81.), 2-6 Adebayor (90.) Sænska úrvalsdeildin Helsingborg-Malmö 4-2 Norrköping-Örebro 0-0 Djurgården-Ljungskile 2-1 Sölvi Geir Ottesen kom inn á 62. mínútu og tryggði Djurgarden sigurinn á 88. mínútu. Gautaborg-Sundsvall 1-0 Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Gautaborg ar á 59. mínútu leiksins. Norska úrvalsdeildin Viking-Vålerenga 2-3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Valerenga í 2-0 á 12. mínútu. ÚRSLIT LIÐ ÁRSINS Á ENGLANDI Valið af samtökum atvinnumanna David James (Manchester City) Bacary Sagna (Arsenal) Rio Ferdinand (Manchester United) Nemanja Vidic (Manchester United) Gael Clichy (Arsenal) Steven Gerrard (Liverpool) Cesc Fabregas (Arsenal) Cristiano Ronaldo (Manchester Utd) Ashley Young (Aston Villa) Emmanuel Adebayor (Arsenal) Fernando Torres (Liverpool) HANDBOLTI Ólafur Haukur Gíslason, markvörður og fyrirliði Vals, hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Vals en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í gær. Nýr samningur Ólafs Hauks, sem er uppalinn í Val en hefur einnig leikið með Aftureldingu og ÍR, er til þriggja ára og hann mun því að öllu óbreyttu verða á Hlíðarenda í það minnsta til ársins 2011. Þetta eru gleðifréttir fyrir Valsmenn sem hafa nú samið við báða markverði sína því Húsvík- ingurinn Pálmar Pétursson framlengdi einnig samning sinn við félagið til ársins 2011 á dögunum. - óþ Ólafur Haukur Gíslason: Samdi til 2011 FÓTBOLTI Emmanuel Adebayor skoraði þrennu í seinni hálfleik í 2-6 sigri Arsenal á botnliði Derby í ensku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Derby náði að jafna leikinn í 1-1 og minnka muninn í 2-3 þegar 13 mínútur voru til leiksloka en Arsenal skoraði þrjú mörk í lokin. Adebayor kom inn á sem varamaður fyrir Robin van Persie sem hafði sjálfur lagt upp fyrsta markið fyrir Nicklas Bendtner og skoraði annað markið sex mínútum fyrir hálfleik. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Arsenal skoraði sex hjá Derby ÞRENNA Emmanuel Adebayor hefur nú skorað 24 mörk. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Valur vann KR 2-1 í Meistarakeppni KSÍ í fjörugum leik í Kórnum í gærkvöld og náði þar með að hefna fyrir tapið í úrslitaleik Lengjubikarsins á föstudag þegar KR vann 4-0. Valsstúlkur héldu boltanum betur innan liðs síns en KR og það blés heldur ekki byrlega fyrir KR þegar sóknarmaðurinn Hólm- fríður Magnúsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 25. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart hjá KR skoraði Valur strax í næstu sókn þegar Margrét Lára skallaði boltann af öryggi í markið eftir góðan undirbúning Thelmu Bjarkar Einarsdóttur. KR var þó ekki af baki dottið og náði að vinna sig ágætlega inn í leikinn. Á lokakafla hálfleiksins komst Katrín Ómarsdóttir af harðfylgi í gegnum vörn Vals og virtist vera brugðið innan teigs en ekkert var dæmt. Katrín náði hins vegar að standa upp og ná skoti á markið sem Pála Marie Einarsdóttir bjargaði á línu. Stað- an var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Valur var líklegra til að bæta við marki heldur en KR að jafna í upphafi síðari hálfleiks en það var ekki fyrr en á 67. mínútu sem Margrét Lára komst ein inn fyrir vörn KR og skoraði annað mark Vals. KR svaraði hins vegar að bragði strax á 68. mínútu þegar Fjóla Dröfn Friðriksdóttir lagði boltann snyrtilega í markið. Valur gerði harða hríð að marki KR í framhaldinu en inn vildi boltinn ekki þegar Margrét Lára átti skot í stöng. Hallbera átti svo skot og Katrín Jónsdóttir skalla sem varnarmenn KR björguðu á línu. Það var svo komið að KR að pressa stíft á lokakafla leiksins og Hrefna Huld Jóhannesdóttir fékk besta færi KR þegar hún skaut yfir markið á 85. mínútu. Lokatölur urðu 2-1 í skemmtileg- um leik sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. - óþ Íslandsmeistarar Vals lögðu bikarmeistara KR að velli 2-1 í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í gærkvöldi: Fjórði sigur Vals á síðustu fimm árum SÓTT AÐ MARKI VALS Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði mark KR gegn Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.