Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 64

Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur ÞAÐ skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verð- launuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Kvæða- og sagnagerð lagði ég því snemma á hilluna enda biturt og leiðinlegt barn sem orti nær eingöngu um verðbólgu, loftslagsbreytingar, atvinnuleysi, landsbyggðina sem var að blæða út og kjör kennara og sjómanna. EN þótt kvæðin mín hafi ekki orðið ódauðleg eru yrkisefnin jafn við- eigandi í dag og þegar ég var á barnsaldri. Aftur er ég uggandi yfir fréttum af verðbólgu- draugnum, sem er að verða jafn feitur og hann var fyrir tæpum tuttugu árum. Í þetta skiptið ætla ég þó ekki að fá útrás fyrir ótta minn í kveðskap. Frekar vil ég vera bjartsýn og reyna að sjá heiminn með augum prófessors Altúngu, úr Birtíngi Voltaires, sem taldi að allt væri í allra besta lagi. VISSULEGA gæti ég ort ljóða- bálka um að allt sé að fara á hinn versta veg. Óánægja hjúkrunar- fræðinga, geislafræðinga, kenn- ara, lögreglumanna og vörubíl- stjóra með kaup sín vekja með mér ljótan grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í samfélag- inu. Sömuleiðis fyllist ég stundum heimshryggð þegar ég heyri af ofbeldisverkum hér og erlendis. En ég ætla ekki að fyllast vonleysi heldur treysta á að æðri máttar- völd bjargi málunum. Það að fólk taki málin í sínar hendur virðist ekki kunna góðri lukku að stýra, samanber mótmæli vörbílstjóra. EN þótt allt virðist í bölvuðu ólagi reynist allt vera í allra besta lagi þegar betur er að gáð. Harður skellur efnahagslífsins hefði til dæmis orðið miklu harðari ef hús- næðisverð væri ekki í botni og stöðnun á fasteignamarkaði. Og hvað með Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son? Allt virtist hafa farið á versta veg hjá honum hér um árið en í síð- asta þætti Spaugstofunnar kom hann fram og sýndi að honum þættu öll mistök sín með minnis- blöð og skuldbindingar borgarbúa fyndin og skemmtileg. Og sjá, áður en langt um líður gæti Villi aftur orðið borgarstjóri, verðbólgan hjaðnað með stýrivöxtum og byggðir á landsbyggðinni jafnað sig, hjúkrunarfræðingar orðið glaðir og það án þess að við lyftum hendi til að taka á málunum. GERUM bara eins og Villi og gerum grín að váboðunum. Þá hljóta þau að hverfa. Allt er í allra besta lagi Í dag er þriðjudagurinn 29. apríl, 120. dagur ársins. 5.05 13.25 21.46 4.39 13.10 21.43 Keyrðu upp framlegðina F í t o n / S Í A Atvinnubílar HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Transporter TDI® eyðir aðeins 7.5 l/100km TDI® eyðir aðeins 9.8 l/100km Caddy TDI® eyðir aðeins 6.1 l/100km Vinnubílarnir okkar eiga það sameiginlegt að eyða litlu enda fást þeir allir með hinni ótrúlega hagkvæmu VW TDI® dísilvél. Þá er viðhaldskostnaður lægri en gengur og gerist, til dæmis þarf ekki að smyrja bílinn fyrr en eftir 30.000 km. akstur* og þjónustuskoðun á Transporter er aðeins á 60.000 km. fresti. Sýndu fjármálavit í verki og fáðu Volkswagen strax í vinnu fyrir þig. Láttu Volkswagen Transporter vinna fyrir þig * fer eftir notkun bílsins. Eigum nú tak markað magn af hvítum Transp orter 1.9 TDI ® á verði frá 3.490.000 kr . Crafter Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.