Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 2
2 3. maí 2008 LAUGARDAGUR Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK Addi Fannar, eruð þið búnir að pússa Buffaló-skóna? „Já, og bóna spoilerana... allt klárt!“ Hljómsveitin Skítamórall hefur boðað endurkomu sína í sumar eftir tveggja ára hlé, en sveitin heldur upp á tíu ára afmæli sitt í ár. Arngrímur Fannar Har- aldsson er gítarleikari sveitarinnar. LONDON Paul Aðalsteinsson, eða Ian Strachan, var sakfelldur í gær fyrir að reyna að kúga fé af meðlimi bresku konungsfjöl- skyldunnar. Paul, sem er hálfur Íslendingur, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann reyndi fjárkúgun við annan mann með upptöku af eiturlyfjaneyslu og kynlífssögum. Fyrir dómi sagði hann tilgang upptökunnar hafa verið að vara fólk við því „kynferðislega rándýri“ sem viðfangsefnið var. Sú vörn var ekki tekin gild og var hann dæmdur fyrir að hafa reynt að kúga fimmtíu þúsund pund út úr meðlimi konungsfjöl- skyldunnar. - kóp Paul Aðalsteinsson sakfelldur: Fjárkúgari fékk fimm ára dóm STJÓRNMÁL Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn verkefnisstjóri miðborgar Reykjavíkur- borgar. Þetta kemur fram á vefsvæði Reykjavíkur- borgar og Jakob Frímann staðfesti þetta sjálfur við Fréttablaðið í gær. „Það er nauðsynlegt að hafa miðborgina á viðvarandi dagskrá hjá Reykjavíkurborg,“ sagði Jakob Frímann en hann er jafnframt formaður hverfisráðs miðborgarinnar. Verkefnisstjóra er ætlað að hafa yfirlit yfir verkefni mið- borgarinnar og vinna að fram- gangi þeirra. Staða verkefnis- stjóra heyrir undir skrifstofu Ólafs F. Magnússonar borgar- stjóra. - mh Málefni miðborgarinnar: Jakob Frímann verkefnisstjóri JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON EFNAHAGSMÁL Íslenskt efnahagslíf er umfjöllunarefni forsíðufréttar Wall Street Journal í gær. Er samdráttur í sölu breyttra jeppabifreiða sagður til marks um versnandi ástand efnahagsmála, þar sem undanfarin uppgangsár hafi risastórir bensínhákar verið uppáhaldsleikföng þúsunda Íslendinga. Eru bílarnir sagðir gera Íslendingum kleift að aka yfir fjöll og firnindi, snjó og hraun með öskrandi krafti. En góðu tímarnir eru sagðir sjást hverfa í baksýnis- speglinum þar sem skuldir, eldsneytisverð og óstöðugur gjaldmiðill séu að eyðileggja annars ágæta skemmtun. - ovd Ísland í Wall Street Journal: Góðu tímarnir að baki á Íslandi SAMDRÁTTUR Í Wall Street Journal er haft eftir Emil Grímssyni hjá Arctic Trucks að um fjórir bílar séu pantaðir á viku í stað tíu til tuttugu pantana í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍSAFJÖRÐUR Skjót viðbrögð lögreglu hafa sennilega bjargað lífi konu sem hné niður með hjartastopp á Ísafirði í gær. Konan, sem er um fimmtugt, hné niður í miðjum leik á öldunga- móti Blaksambands Íslands. Læknar og sjúkraliðar voru staddir í húsinu og þegar lögreglu- bíl bar að garði voru lífgunartil- raunir þegar hafnar, því ekki mældist á henni púls. Lögregla hafði meðferðis hjartastuðtæki og tókst með því að kalla fram púls. Konan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Að sögn mótshaldara er líðan konunnar góð eftir atvikum. - kg Hjartastopp á Ísafirði: Lögregla bjarg- aði lífi konu AKRANES Karlmanni er haldið sof- andi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans í Reykjavík eftir alvarlegt vinnuslys sem varð í steypustöð BM Vallár við Höfðasel á Akranesi seinni part- inn á miðvikudaginn var. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins er búist við að honum verði haldið sofandi næstu daga. Slysið varð með þeim hætti að stórt 200-300 kílóa steypusíló féll úr fimm til sex metra hæð og fékk maðurinn, sem er á fertugs- aldri, það utan í sig. Maðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi en fljótlega þaðan með for- gangshraði á Landspítalann í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verka- lýðsfélagsins á Akranesi, undr- ast vinnubrögð Vinnueftirlitsins í málinu. Hann bendir á að slysið hafi verið til- kynnt til Neyðar- línunnar korter yfir fimm á miðvikudaginn. Fjór- um mínútum fyrir sex hafi vinnu- veitandinn tilkynnt slysið en feng- ið þau svör að fulltrúi Vinnueftirlitsins á Vesturlandi sjái sér ekki fært að koma strax í vett- vangsrannsókn. Hann komi á föstu- dagsmorgun, eða vel á annan sólar- hring eftir að slysið átti sér stað. Vilhjálmur segir að ugglaust séu eðlilegar skýringar á því að fulltrúinn hafi ekki getað komið strax en óskiljanlegt sé hvers vegna ekki hafi verið fenginn fulltrúi frá höfuðborgarsvæðinu þegar þar sé sólarhringsvakt. „Það er algjört lágmark að rann- sókn Vinnueftirlitsins sé hafin yfir allan vafa þegar jafn alvar- legt vinnuslys á sér stað enda getur það vart talist eðlileg vinnu- brögð að bíða með vettvangsrann- sókn í tæpa tvo sólarhringa frá því að slysið á sér stað,“ segir hann á vef félagsins. Verkalýðsfélag Akraness hefur haft samband við Vinnueftirlit ríkisins í Reykjavík og gert alvar- legar athugasemdir við þessi vinnubrögð. Vilhjálmur segir að félagið muni ekki sætta sig við slík vinnubrögð þegar jafn alvar- leg slys eigi sér stað. Eyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að sólarhringsvakt sé í Reykjavík og því hefði átt að vera hægt að sinna slysinu þaðan ef menn hefðu gert sér grein fyrir alvar- leika málsins. Tiltölulega nýlega hafi verið farið yfir vinnuregl- urnar. „Við munum taka þessa gagnrýni alvarlega og fara yfir allar okkar verklagsreglur út af þessu. Ég vil að öllu svona sé sinnt vandlega,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Haldið sofandi eftir alvarlegt vinnuslys Karlmanni er haldið sofandi á gjörgæsludeild LSH eftir alvarlegt vinnuslys á Akranesi á miðvikudag. Slysið ekki rannsakað strax heldur einum og hálfum sólarhring síðar. „Tökum gagnrýni alvarlega,“ segir forstjóri Vinnueftirlitsins. FLUTTUR Á LANDSPÍTALANN Stórt steypusíló féll úr fimm metra hæð utan í karlmann á fertugsaldri í steypustöð BM Vallár á Akranesi á miðvikudaginn. Maðurinn slasaðist illa og var fluttur með hraði til Reykjavíkur. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Myndin er úr safni. ÖRYGGISMÁL „Bréfberatöskur eiga aldrei að vera án eftirlits. Það er okkar vinnuregla,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðu- maður mark- aðsdeildar Pósts ins. Hún segir nokkur atvik hafa komið upp þar sem orðið hefur misbrestur á þessari vinnu- reglu. „Það er litið mjög alvar- legum augum og tekið á því með áminningum eða uppsögnum bréfbera.“ Ágústa Hrund segir bréfbera hafa leyfi til að skilja töskurnar eftir við hlið, grindverk eða lóðar- enda húsa en að þá eigi þær alltaf að vera í augsýn bréfberanna. „Auðvitað þökkum við fyrir allar ábendingar og það er frá- bært að fólk láti okkur vita af yfir- gefnum töskum enda eru þær þá sóttar strax.“ En hún segir nokkuð hafa borið á því að fólk hringi þegar bréfberinn er skammt frá töskunum. Í Fréttablaðinu í gær sagðist Jón Hlíðar Runólfsson, íbúi við Hring- braut í Hafnarfirði, ósáttur við að póstburðartöskur væru geymdar á palli við hús hans. Þá var hann einnig ósáttur við að starfsmenn Póstsins hefðu að minnsta kosti ekki leitað leyfis fyrir því að fá að geyma töskurnar á lóð hans. Ágústa Hrund segir að um mis- skilning hafi verið að ræða. Þau hjá Póstinum hafi strax og sagt var frá málinu í Fréttablaðinu kannað málið og að töskurnar verði ekki geymdar þar lengur. „Það hættir frá og með deginum í dag,“ segir Ágústa Hrund. - ovd Vinnureglur Póstsins segja að póstburðartöskur eigi aldrei að vera án eftirlits: Litið mjög alvarlegum augum ÓVAKTAÐUR PÓSTUR Póstburðartöskur eiga alltaf að vera í augsýn bréfberanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁGÚSTA HRUND STEINARSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL Langur biðlisti er nú eftir aðgerðum á augasteinum vegna skýs á auga. Í fréttabréfi landlæknis, kemur fram að í febrú- ar biðu 1.290 manns eftir slíkum aðgerðum. Þar af höfðu 992 beðið lengur en í þrjá mánuði. „Eftirspurn eftir augasteinsað- gerðum hefur aukist og ekki hefur tekist að anna henni,“ segir í Talna- brunni þar sem jafnframt er bent á að heilbrigðisráðuneytið hafi boðið út augnasteinsaðgerðir með því markmiði að stytta biðlistana. - gar Biðlistar á sjúkrahúsum: Nær 1.300 bíða með ský á auga EFNAHAGSMÁL Stjórn Samtaka atvinnulífsins, SA, telur afar brýnt að allir sem áhrif geta haft á fram- vinduna í efnahagsmálum á næstu mánuðum og misserum, bæði ríkis- stjórn, stjórnarandstaða, sveitarfé- lög og aðilar á almennum og opin- berum vinnumarkaði, stilli saman strengi sína með það að markmiði að draga úr verðbólgu og koma í veg fyrir að háar verðbólguvænt- ingar festist í sessi. Stjórnin hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að gæta hófs og aðhalds við verðlagningu í því umróti sem ríkir og bendir á að samdráttur sé fyrirsjáanlegur í eft- irspurn, eins og segir í frétt af fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar SA á vef samtakanna. Þar af leiðandi verði ekki unnt að velta öllum kostnaðar- hækkunum áfram út í verðlagið. Á fundinum komu fram þung- ar áhyggjur af efnahagsmálum. „Vandi á fjármálamörkuðum, hátt vaxtastig, fyrirsjáanlegur sam- dráttur í umsvifum og atvinnu, vax- andi verðbólga erlendis, veik staða krónunnar og mikil verðbólga inn- anlands vegna gengislækkunar eru þættir sem hafa gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækja og kjör launa- fólks. Fyrirsjáanlegt er að aðlögun að breyttum aðstæðum verði erfið og taki tíma,“ segir þar. „Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu og matvælum hefur rýrt kjör þjóðarinnar og á sama tíma þarf þjóðin að horfast í augu við að hátt gengi krónunnar undanfarin ár hélt uppi hærri kaupmætti en fékk stað- ist til langframa. Við núverandi aðstæður er yfirvofandi hætta á víxlverkandi hækkunum launa og verðlags og áframhaldandi veik- ingar gengis krónunnar sem allir tapa á. Þá atburðarás er hægt að koma í veg fyrir.“ - ghs Nýkjörin stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur þungar áhyggjur af efnahagsmálum: Hvetur til hófs í verðhækkun ÞÓR SIGFÚSSON VILHJÁLMUR BIRGISSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.