Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Líkt og farfuglar að vori birtast þrumufuglar á götunum þegar veturinn víkur. Þar er átt við Ford Thunderbird. Aðalsteinn Stefánsson sölu- maður á einn slíkan af árgerð 1965. „Ég flutti þennan bíl inn fyrir réttu ári frá Oregon í Bandaríkjunum. Fann hann á netinu og náði að krækja í hann meðan dollarinn var í lægstu lægðum. Mér leist vel á hann á myndum, og líka lýsinguna og seljandann,“ segir Aðalsteinn sem er að taka Ford Thunderbird-bílinn sinn út úr skúrnum og skola af honum rykið eftir veturinn. Aðalsteinn býr í Mosfellsbænum og starfar sem sölumaður byggingavara. Hefur hann greinilega vit á viðskiptum enda telur hann sig hafa gert góð kaup þegar hann fjárfesti í Fordinum. „Bíllinn hafði lengi verið í eigu sömu fjölskyldu enda kom á daginn að hann var heill og óslitinn og í góðu lagi. Allt upp- runalegt eins og það átti að vera.“ Hann brosir að spurningu um hvort hér sé um bensínhák að ræða. „Hann eyðir því sem maður setur á hann. Eða eins og góður maður sagði sem spurður var um svipaðan bíl: „Hann eyðir svona 80 lítrum – á ári.“ Þessir bílar ganga nefnilega ekki svo mikið að það skipti miklu um lítrann til eða frá.“ Þar sem engin númer eru á bílnum er Aðalsteinn spurður hvort hann taki hann af skrá á veturna. „Ég var nú bara að skipta um númeraplötu og ætla að setja á hann gamalt steðjanúmer eins og við megum hafa á fornbílunum. Þessi fær einkennisstafina T 65, T fyrir Thunderbird og 65 fyrir árgerðina.“ Aðalsteinn telur um tólf til fimmtán bíla til af Ford Thunderbird á Íslandi, af mismunandi árgerð- um. „Þetta voru geysilega dýrir bílar á sínum tíma og það voru ekki margir sem eignuðust þá. En þeir voru líka ótrúlega fullkomnir. Þú sérð það á þessum sem er frá 1965 að hann var töluvert á undan sinni samtíð. Hann er með rafdrifnum rúðum, sætum og samlæsingum. Hann er líka fyrsti bíllinn sem kom með diskabremsum að framan. Það þótti mikið tækniundur á sínum tíma. En þetta eru lágir bílar, enda hugsaðir sem götutæki, og ég býst ekki við að minn bíll hafi nokkru sinni á malarveg komið. Hann hefði að minnsta kosti ekkert átt að gera við að fara út á vegina hér árið 1965.“ gun@frettabladid.is Ótrúlega fullkominn Aðalsteinn pantaði sér eðalvagn af gerðinni Ford Thunderbird á netinu og var heppinn. Hér er hann að pússa bílinn eftir veturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRAFTUR OG KVENLEIKI Húmor og súrrealismi og kraftur og kvenleiki er það sem veitir fata- hönnuðinum Evu Maríu Árnadóttur innblástur. TÍSKA 4 Á FRAMANDI SLÓÐUM Víetnam og Kambódía njóta vax- andi vinsælda og eru ofarlega á heimslista ferðamanna að sögn Sigmundar M. Andréssonar fararstjóra. FERÐIR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.