Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 18
18 3. maí 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um lög- gæslu Umræðan um varalið lögreglu er, hjá mörgum sem um málið tjá sig, á hreinum villigötum. Á viðbrögðum sumra alþingismanna sýnist manni helst að þeir viljandi kjósi að afvegaleiða umræðu um góða hugmynd. Við heyrum upphrópanir um hervæðingu, vopnaburð og skrið- dreka í þessu sambandi. Reynt hefur verið að gera dómsmálaráðherra tortryggilegan á sama tíma og þeir sem til þekkja hjá viðbragðsaðil- um eru sammála þessari leið ráðherrans. Villandi umræða af þessu tagi er mikið ábyrgðarmál. Hér er á ferðinni mikilvægt samfélagslegt öryggismál sem ætti að ræða af alvöru. Stofnun varaliðs lögreglu er nauðsynleg og hagkvæm leið til að styrkja löggæslu í landinu. Á undanförnum árum höfum við oft búið við það að sjálfboðaliðar björgunarsveita hafa þurft að ganga í gæslustörf sem ættu að vera á hendi lögreglunnar. Björgunarsveitir landsins eru varalið lögreglu og landhelgisgæslu þegar kemur að leit og björgun. Til þess verkefnis hafa sveitirnar útbúið sig og þjálfað. Hagkvæmni þessa fyrirkomulags þarf ekki að vefjast fyrir neinum. Engum sem til þekkir í þessum málaflokki dettur í hug að blanda þessu hlutverki saman við umræðu um varalið lögreglu. Varalið lögreglu þarf þjálfun í þeim almennu lögreglustörfum sem lögreglan sinnir auk einkennisfatnaðar sem hæfir störfum þeirra. Það þarf að vera í stakk búið til að sinna grunnþjónustunni þegar fastaliðið er upptekið í sérhæfðari störfum. Það þarf lagaramma um starfsemi þess sem tekur á réttindum og skyldum þeirra sem kjósa að ganga til liðs við lögregluna á þessum vettvangi. Líklegt er að einhverjir af þeim sem í dag starfa í björgunarsveit- um gangi í varalið lögreglu og af því væri augljós fengur vegna almennrar þjálfunar þess fólks. En sú ákvörðun verður tekin af einstaklingum en ekki björgunarsamtökunum. Aðrir viðbragðsaðilar mættu taka sér samstarf lögreglu, landhelgisgæslu og björgunarsveita sér til fyrirmyndar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur t.d. ekkert til þess þjálfað varalið til að aðstoða við slökkvistörf þegar mikið liggur við. Þess hefur verið þörf og slík ráðstöfun gæti eflt liðið og aukið mjög á hagkvæmni við rekstur þess. Höfundur er alþingismaður. Varalið lögreglu JÓN GUNNARSSON Framarar fögnuðu 100 ára afmæli sínu hinn 1. maí. Kökur og kaffi í Safamýri og Kjartanar tveir úr ráðhúsi mættir með afmælisgjöf upp á 2,5 milljarða. Félagið flytur senn í Úlfarsárdal. Bakvið ræðupúltið hékk félagsfáninn á slá, ævaforn og nett upplitaður silkigripur sem kallaði fram minningar. Ég sá hann síðast sjö ára gamall í litla skúrnum sem stóð við hornið á gamla malarvellinum í Skipholti, hvar Pítan stendur nú. Klettarnir undir Sjómannaskólanum gáfu honum fallega umgjörð. Ef gerði skúr á miðri æfingu hlupum við undir hamravegginn og hímdum þar í vari, sautján litlir dvergar á bláum peysum með reimuð hálsmál, sem dreymdi um að verða Elmar Geirsson eða Jói Atla. Eftir æfingu var kvik- myndasýning í skúrnum: Svarta perlan skoraði undramörk á hvítu tjaldi. Pele var okkar Laxness. Nokkrum árum síðar vorum við orðnir bestir. Fimmti flokkur A var kominn í úrslitakeppni á Íslandsmótinu. Með Gumma Bald, besta markvörð í heimi, Rabba Rafns á miðjunni og Atla Hilmars í senternum. Sjálfur var ég lítill eftir aldri, dreymdi um að verða hægri innherji en var settur í fúllbakkinn. Í þá daga máttu bakverðir aldrei fara fram yfir miðju, áttu bara að passa kantmanninn í hinu liðinu. Undanúrslitaleikurinn gegn Hugin frá Seyðisfirði var minnisstæður, einkum vegna búninga þeirra Austfirðinga. Svartar stuttbuxur voru greini- lega ekki seldar í Kaupfélagi Héraðsbúa og sveinarnir voru flestir í svörtum terlínbuxum sem klippt hafði verið neðan af. Sumar voru jafnvel með belti og kantmaðurinn sem í minn hlut kom bar hníf í vasa. Hann beitti honum þó ekki í leiknum, en tók fram og sýndi mér þar sem við eyddum tveimur hálfleikum saman við miðlínu vallarins. Leikurinn var einstefna okkar manna og boltinn barst aldrei til okkar. Við höfðum því fátt annað að gera en spjalla. „Hvernig er veðrið búið að vera fyrir austan í sumar?“ „Það hefur verið svarta helvítis þoka.“ „Og getið þið alveg æft í þoku?“ „Já já. Æfum bara stuttar sendingar.“ Þeir spiluðu svokallaðan „þokubolta“. Stutt þríhyrninga- spil sem aldrei komst útúr eigin vítateig. Við spiluðum hinsvegar „hitabolta“. Þjálfarinn okkar, hinn magnaði Sveinn Kristjánsson, var harður liðsstjóri og stóð jafnan á miðjum velli, eins og dómari, og hrópaði á okkur skipanir hægri vinstri. Eftirlætis setning hans var: „ER BOLTINN HEITUR?!“ Enn í dag velti ég fyrir mér merkingu hennar. Var þjálfarinn að skamma okkur fyrir að halda boltanum of lengi, þar sem yfirleitt var fremur kalt á æfingum, og því gott að orna sér við knöttinn? Eða var hann að skamma okkur fyrir að þora ekki að snerta boltann, líkt og við héldum að við gætum brennt okkur á honum? En Svenni var góður þjálfari. Og kom okkur alla leið í úrslita- leikinn gegn KR á Melavellinum. Leikirnir urðu reyndar þrír. Tveir fyrstu enduðu 0-0. Sá þriðji var leikinn í ísköldu norðanroki. Svenni dró þá leynivopn úr tösku; flösku fulla af „lærhitandi“ vökva nefndum „slóans“. (Alltaf í hitaboltanum.) Við fíluðum okkur eins og atvinnumenn þegar við hlupum inn á völlinn með lærin glansandi af þessum piparmyntul- íkkjör. Hann dugði þó ekki til. Vindurinn skoraði 4 mörk fyrir KR í fyrri hálfleik en í þeim síðari hafði lægt örlítið og því urðu rokmörkin okkar aðeins 3. Fyrsta áfall bernskunnar var staðreynd. Og ævilangt hatur á KR hófst. Þannig ljóma nokkur minninga- brot úr sögu knattspyrnufélags. Hver kynslóð á sín mörk og misnotuð færi. Og svo heldur sagan áfram. Í verkalýðsblíðu maídagsins rölti ég með börnin á milli íþrótta- húss og Sprengjuhallar, og heilsaði gömlum fótboltafélögum sem lífið hafði breytt í banka- menn. Tveggja ára dóttir mín fann sér bláan bolta og lék honum fram völl sem eitt sinn var malar en er nú þakinn gervigrasi. Þegar hún nálgaðist markið Miklubraut- armegin lét hún vaða. Hún hitti í markið en hróp hennar — „Ve vann!“ (Ég vann!) — hitti mig í hjartastað. Ég mundi allt í einu að sjálfur hafði ég skorað í þetta sama mark með þriðja flokki B. Þá var ég orðinn senter; stalst inn í sendingu varnarmanns til markmanns og hamraði knöttinn í netið. Og hamraði hann svo aftur í netið. Vegna þess að þetta var gegn KR. Ég heyri enn bílana flauta. Allir eiga sitt félag og lítinn kafla í sögu þess. Þess vegna eru öll félög landsins frábær á sinn hátt. Nema auðvitað KR. Aftur til FRAMtíðar HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Fótboltasaga Heima og heiman Borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristj- ánsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru á heimleið eftir að hafa setið hið árlega skipulagsþing á vegum American Planning Association, sem að þessu sinni var haldið í Las Vegas, fyrr í vikunni. Gísli Marteinn segir ferðina hafa verið afar gagnlega og snúa borgarfulltrúarnir heim drekkhlaðnir af hugmyndum. Á sama tíma og bandaríska skipulagsþingið fór fram hélt Arkitektafélag Íslands málþing í Norræna húsinu um bygging- arlist og borgarskipulag. Gísli, Hanna og Dagur forfölluð- ust af skiljanlegum ástæðum en athygli vakti hins vegar að enginn hinna borgarfulltrúanna mætti í Norræna húsið á miðvikudag. Formaðurinn víðs fjarri Samtök hernaðarandstæðinga (áður herstöðvaandstæðinga) fylktu venju samkvæmt liði í kröfugöngu 1. maí. Í gönguna vantaði þó sjálfan formann- inn, ofurróttæklinginn og friðar sinn- ann Stefán Pálsson, sem hafði öðrum hnöppum að hneppa því knattspyrnufélagið Fram átti hundrað ára afmæli sama dag. Stefán, sem er einlægur áhangandi Fram, lét sig vitaskuld ekki vanta í veisluhöld- in og fékk sér köku meðan verkalýðurinn gekk niður Laugaveg og bað um brauð. Í bál og brand Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, hefur látið Guðlaug Þór Þórðarson heyra það fyrir að hleypa öllu í bál og brand á Land- spítalanum og hefur bent á deilu hjúkrunarfræðinga í því sambandi. Í gær tókust aftur á móti samningar milli hjartalækna og samn- inganefndar heilbrigðisráðu- neytisins. Þetta eru langþráð tímamót fyrir hjartasjúklinga því hjartalæknar hafa verið samningslausir í tvö ár – það er frá því að Siv Friðleifsdóttir var heilbrigðisráðherra. bergsteinn@frettabladid.isÞ að er örugglega rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, að minnkandi fylgi við ríkisstjórnina tengist erfiðri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Auðvitað er þyngra að sækja fram í mótvindi en þegar byrinn er í bakið. Öllu ótraustara er hins vegar það stöðumat Ingibjargar að ástand efnahagsins komi frekar niður á Samfylkingunni en samstarfs- flokknum. Þvert á móti ætti óstöðugleikinn miklu frekar að reynast Sjálfstæðisflokknum þungur í skauti. Í þeim flokki eru þó þeir ráð- herrar sem helst geta sýnt frumkvæði og kraft í stöðunni, forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra. Að auki er fyrrverandi formaður flokksins frekur til fjörsins í Seðlabankanum, sem nýleg skoðana- könnun Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar hefur á tak- markað traust. Framganga þessara helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins virðist samt ekki hafa teljandi áhrif á fylgi flokksins, eins og það birtist í nýjustu könnun Capacent. Og að sama skapi virðist Sam- fylkingin lítið njóta einingar innan sinna raða og staðfestrar stefnu í Evrópumálum. Möguleg aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru hefur þó verið á hvers manns vörum undanfarna mánuði. Hafa kannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar deilir þeim áhuga með Samfylkingunni að rannsaka – að minnsta kosti – hvort ekki sé að finna meiri stöðugleika og yfirvegun um borð í Evrópusam- bandinu en ein á báti íslensku flotkrónunnar, minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. En hvað er þá í gangi með Samfylkinguna? Hvað varð til þess að flokkurinn missti, samkvæmt könnunum Capacent, fimmtung fylg- is síns á tveimur mánuðum? Ef maður vill vera mjög huggulegur er hægt að benda á að í mars toppaði Samfylkingin í könnunum. Naut hún þá góðs á landsvísu af vitleysunni við valdaskiptin í Ráðhúsinu í Reykjavík. Foringi hennar í höfuðborginni, Dagur B. Eggertsson, var einhvern veginn sá eini af forystumönnum stjórnmálaflokk- anna sem slapp beinn í baki frá þeim hildarleik. Hann óx í augum stórs hluta þjóðarinnar og flokkur hans skoraði vel í kjölfarið. Það getur hins vegar aldrei orðið annað en skammvinn sæla þegar fylgi flokka þenst út vegna axarskafta annarra, en ekki eigin góðra verka. Í því samhengi má til dæmis vinda klukkuna aftur um fjögur ár og rifja upp þegar Samfylkingin reif sig um tíma yfir fjörutíu prósenta fylgi í könnunum út á afspyrnuvitlaust frumvarp Sjálfstæðisflokks um fjölmiðla. Þegar öllu er á botninn hvolft er langlíklegasta skýringin á fall- andi fylgi Samfylkingar nú ákveðin vonbrigði með frammistöðu flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sumir ráðherrar Samfylk- ingarinnar voru óþægilega fljótir að koma sér makindalega fyrir í stólum sínum og taka upp vinnubrögð sem höfðu hvorki yfir sér sérstakan umbóta- né frjálslyndan brag, en undir þessum kjörorð- um boðaði formaður flokksins að yrði starfað. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún segir að væntingar hafi verið gerðar til flokks hennar. Það tengdist þó ekki efnahags- málunum sérstaklega. Samfylkingin var spræk í stjórnarandstöð- unni, enda oftast auðveldara að finna að en framkvæma. Nú er hennar tími kominn og þá reynir á hvort getan til að koma hlutum í verk sé fyrir hendi. Fimmtungur stuðningsins er horfinn. Fallandi fylgi Samfylkingar JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.