Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 36
● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók þessa mynd á heimili Svanhvítar Valgeirsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR Ég heyrði andköf innan úr eldhúsi þar sem verið var að raða í kassa og nokkrum mínútum síðar mætti mér svarthærð og skeggjuð vera böðuð ljósi með opna bók og fannst mér sem að úr bókinni flæddi birta yfir andlit hans. ● heimili&hönnun Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Nýr frelsari Fjóla María Ágústsdóttir vinnur krefjandi starf hjá Capacent en þar er hún ráðgjafi í stefnumótun, ár- angurs- og mannauðsstjórnun. Auk þess rekur hún fyrirtæki og hannar tölvutöskur úr íslensku roði. Frí- tímann notar hún til að hlaða batteríin og líður henni sérstaklega vel í stofunni. „Ég hef valið mér mjög ljós húsgögn en mér finnst þau róandi. Með þeim hef ég persónulega, fallega og litríka muni sem gleðja mig. Ég vel yfirleitt látlaus húsgögn en held í smá rómantík,“ segir Fjóla. Flest- ir hlutir á heimili hennar eiga sér einhverja sögu og þykir henni sérstaklega vænt um þá sem hún hefur fengið að gjöf frá vinum og vandamönnum. Fjóla segist hafa mjög gaman af því að bjóða gest- um í heimsókn en stofan hennar er laus við sjónvarp, sem hún segir mikinn kost. „Ég er með sérstakt sjón- varpsherbergi og get því átt betri stofu sem er lítið notuð, eins og fínar húsmæður áttu í gamla daga,“ segir Fjóla og brosir út í annað. Úr einu horni stofunnar getur hún fylgst með sól- inni setjast. Þar er hún með hvítan sófa sem hún segir sérlega mjúkan og kósí. „Mér finnst gott að sitja og lesa góðar bækur, blöðin eða bara hugsa,“ segir Fjóla. Hún segist gjarnan kveikja á kertum og þykir vænt um kertastjaka sem bróðir hennar og mágkona keyptu í Barcelona. „Þeir eru litríkir og hafa verið á sófaborðinu mínu í mörg ár.“ Í glugganum fyrir ofan sófann er falleg orkídea sem Fjóla fékk í innflutningsgjöf frá vinkonum sínum þegar hún keypti fyrstu íbúðina sína fyrir þremur árum. „Hún er alveg yndisleg og hefur að- eins einu sinni fellt blöðin. Það var þegar ég flutti með hana í þessa íbúð. Hún var líklega bara að mót- mæla umskiptunum en tók íbúðina fljótlega í sátt og hefur blómstrað síðan,“ segir hún glöð í bragði. - ve Líður best í ljósu umhverfi ● Fjóla María Ágústsdóttir nýtur sín best í sparistofunni sem er björt og falleg. Fjóla lætur fara vel um sig í betri stofunni. Þar hvílir hún lúin bein, horfir á kvöldsólina, les eða lætur hugann reika. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fjóla hefur átt sömu orkídeuna í þrjú ár og hefur hún aðeins einu sinni fellt blöðin. É g hafði næstum gleymt fyrirbærinu brauðtertu. Í mínum huga tilheyrðu þær fermingarveislum 9. áratugarins – majónes, skinkutæjur á milli og ananas og kirsuber á topp. Allt þar til að ég kynntist sambýlismanni mínum. Í hans huga voru rækjukok- teilar og heitir saumaklúbbsréttir í alvörunni eitthvað sem hann útbjó sér þegar hann vildi gera sér glaðan dag. Aleinn, heima hjá sér, opnaði hann Ora-aspasdós og smurði majónesi ofan á fransktbrauð. Og bauð upp á í kvöldmat, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Síðustu árin hafa verið hanukkah matar-upp- ans og því hef ég alltaf haft ótrúlega gaman að stælalausum og heiðarlegum matarsmekk sam- býlismannsins. Og fundist það eitthvað sérstak- lega karlmennskulegt að horfa á hann taka stóra bita af hangikjötssamlokum í stað þess að hann narti í mangósneiðar-kjúklingsspjóts-sætra kart- aflna-metrórétti. (Og hér koma auðvitað mínir fordómar í ljós: karlmaður sem á djúsvél er ekki karlmaður). Mín rómantíska sýn á karlmann heimilis- ins með majónesdolluna sína er hins vegar eitt- hvað að kárna. Ástandið ætlar þessa dagana um þverbak að keyra og hófst það allt þegar við fluttum okkur í nýtt húsnæði á dögunum. Þegar farið var að pakka dótinu niður kom nefnilega í ljós að í einum skápnum leyndist fjársjóður. Ég heyrði andköf innan úr eldhúsi þar sem verið var að raða í kassa og nokkrum mínútum síðar mætti mér svarthærð og skeggjuð vera böðuð ljósi með opna bók og fannst mér sem að úr bók- inni flæddi birta yfir andlit hans. Brauðréttir Hagkaupa heitir bókin. Gefin út fyrir nokkrum árum, Jói Fel tók saman. Síðan þá hefur Biblíunni á náttborðinu verið skipt út fyrir Brauðréttabókina og á hverju kvöldi fyrir svefninn spáir hann og spekúlerar hvaða brauðrétt hann ætli að gera næst, les og lætur sig dreyma. Brauðréttir á stangli hér og þar, á nokkurra mánaða fresti, voru ágætir en nú er nýtt formbrauð keypt einu sinni í viku og trúar- brögðin boðuð daglega með Gunnars-majónes í broddi fylkingar. Það sem var bara nokkuð skemmtilegt og fyndið fyrir einhverjum mánuðum er nú orðið grátt gaman. Sér í lagi þegar restin af fjölskyldu og vinum er farin að gleypa hið nýja guðsorð og það stefnir allt í eilífðar brauðtertu- þema í sumar. 3. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.