Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 22
 3. maí 2008 LAUGARDAGUR G uðjón Karl Reynisson fer nú úr því að selja fólki mat og aðrar vörur, yfir í því að helga sig leikfangasölu. Hann tekur nú í mánuðin- um við starfi forstjóra Hamleys. Kunnugir segja að Guðjón sé mjög skemmtilegur maður. Honum er lýst sem skipulögðum manni, góðum leiðtoga sem eigi auðvelt með að hrífa fólk, hlýjum fjölskylduföður og keppnismanni sem sé hamhleypa til verka. Lilja Birna Arnórs- dóttir, eiginkona hans og félagi til tveggja áratuga, sá hann fyrst í World Class í Skeif- unni. Þar var hann við störf en hún við æfing- ar. Hún minnist þess- ara fyrstu kynna: „Það var engin kaffi- aðstaða hjá þeim leið- beinendunum og þeir fóru á Tommaham- borgara til að næra sig. Svo var það eitt sinn að ég gekk að afgreiðslunni til að fá aðstoð. Hann var þar og sneri í mig bakinu. Ég gerði vart við mig og þá lítur drengurinn við og með þennan mikla bleika sósutaum lekandi niður úr munn- vikinu. Svo ég held ég geti sagt að hann hafi vakið athygli mína þegar við sáumst fyrst,“ segir Lilja brosandi. Ásta María systir hans, sem er árinu eldri, segir að stóru systur hafi þótt hann vera uppátækjasamur prakkari þegar hann var yngri. „Og því verður ekki neitað að á vissum aldri varð ég stundum dálítið pirruð út í hann,“ segir hún og hlær. Hann er mikill keppnismaður. „Eigin- lega er hann með brjál- að keppnisskap. Og þetta byrjaði bara þegar hann var krakki.“ Hún segir einnig að fáir menn einbeiti sér meira að verkum sínum. „Hann getur orðið svo einbeittur að maður nær engu sam- bandi við hann.“ Ásta María bætir því við að þrátt fyrir þennan eiginleika leyfi börnin hans honum aldrei að gleyma sér. „Hann mætti nú vera meira með krökk- unum,“ segir Lilja, en hann reyni að fylgja þeim eftir. Tvö eldri börnin hafi mikið stundað fót- bolta og Guðjón reyni að ná leikjunum. Lilja segir að þau fjölskyldan eigi sumarhús í Grímsnesinu og þar hafi þau verið mikið saman og ekki síst með börnunum. Þá hafi þau hjón stundað líkamsræktina saman og golfið nú í seinni tíð. Guðjón hefur lengi unnið langan dag, og stundum svo langan að hann sást varla dögum saman. „Þetta er allt annað núna,“ segir Lilja. Hún bætir við einni einkunn. „Hann er svo góður og hlýr. Hann á mikinn kær- leika í sér.“ Lilja starfaði lengi sem flugfreyja, svo þrátt fyrir að verja miklum tíma utan heimilisins við vinnu hefur hann staðið með straujárnið og með hendur ofan í skúr- ingafötu. „Hann er líka ótrúlega góður kokkur, þegar hann nennir því,“ bætir Lilja við brosandi. Hallur Halldórsson, tannlæknir á Selfossi, þekkir vel til Guðjóns, en eiginkonur þeirra eru æskuvinkonur. „Ætli við höfum ekki þekkst í ein fimmtán ár.“ Hann segir Guðjón vera mjög skemmti- legan mann, skipu- lagðan og fylginn sér. „Hann hefur þennan hæfileika að sameina fólk til að stefna að markmiði og svo er hann góður hlustandi,“ segir Hallur. Hann nefnir bústaða- ferðir sem þau vina- fólkið hafa farið í saman, og einnig veiði- ferðir þeirra tveggja, en Guðjón nýtur þess bæði að skjóta fugl og veiða fisk. „Hann hefur verið í flugunni, maðki og hverju sem er, í rauninni öllu nema dýnamíti og reknet- um,“ segir Hallur hlæjandi. Hann minnist líka veiðiferðar þeirra tveggja í Laxá í Aðal- dal. „Við fengum hvorn 23 punda laxinn. Það gleymist seint.“ Vinnufélagar Guð- jóns lýsa honum sem góðum leiðtoga og röskum og duglegum manni. „Það var eftir- sjá að honum,“ segir Þórólfur Árnason, for- stjóri Skýrr, en þeir störfuðu saman hjá Tali. Þórólfur segir Guðjón vera skemmti- legan samstarfsmann sem féll vel inn í Tals- andann. Ásta María systir hans segir að endingu: „Við eigum í miklum samskiptum, enda bara tvö systkinin. Við eigum eftir að sakna hans og þeirra mikið þegar þau fara út.“ MAÐUR VIKUNNAR GUÐJÓN KARL REYNISSON ÆVIÁGRIP Guðjón Karl Reynisson er nýráðinn forstjóri Leikfanga- verslanakeðjunnar Hamleys í Bretlandi. Hann fæddist 13. nóvember árið 1963. Foreldrar hans eru Reynir G. Karlsson og Svanfríður María Guðjónsdóttir. Systir Guðjóns er Ásta María sem starfar í menntamálaráðuneytinu. Guðjón er fjölskyldumaður; kvæntur Lilju Birnu Arnórs- dóttur matvælafræðingi og eiga þau þrjú börn: Helenu, Arnór Örn og Kristján Karl. Guðjón Karl ólst upp í Kópavogi og gekk fyrst í Kársnesskóla og Þinghólsskóla áður en hann settist á skólabekk í Mennta- skólanum í Kópavogi, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1983. Þaðan lá leiðin í íþróttakennaraskólann að Laugarvatni. Hann starfaði sem íþróttakennari við grunn- og framhaldsskóla á árunum 1986 til 1990. Eftir það varð hann sölustjóri hjá Iðunni næstu átta árin, þegar hann hóf störf hjá Tali. Þar varð hann framkvæmdastjóri sölusviðs til ársins 2002, þegar hann varð framkvæmdastjóri 10-11 verslanakeðjunnar. Meðan hann starfaði fyrir Tal stundaði hann nám í rekstrar- og viðskiptafræðum við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og skellti sér síðan í MBA-nám við sama skóla, sem hann lauk með samnefndri gráðu árið 2002. Guðjón Karl hefur ekki verið alveg ósnortinn af félagsstörf- um og hefur meðal annars setið í stjórn Vinafélags ABC. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Guðjón Karl Reynisson var í fyrsta útskriftarhópi fólks með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. VISSIR ÞÚ … að Guðjón Karl þjálfaði kvennalið Breiðabliks í fótbolta sumarið 1991 þegar liðið landaði einum af fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum? Þá þjálfaði hann yngri flokka hjá lið- inu og einnig hjá Fylki. Sjálfur lék hann knattspyrnu á yngri árum og núna með „old boys“ og hefur meðal annars sótt Pollamót þeirra eldri borgara. Heilsteyptur og duglegur Íslendingur www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fasteig nasölu r eru s jálfstæ tt rekn ar og í einka eign Fasteig nablað 163. T ölublað - 6. ár gangur - 27. a príl 200 8 bls.12 FRAMÚ RSKAR ANDI S ÖLUFU LLTRÚ AR FRAMÚ RSKAR ANDI Á RANG UR ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSS. 512 5441 hrannar@365.is S. 512 5426 vip@365.is RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar. Vélgreinamenntaðir starfsmennVegna aukinna umsvifa leitar öflugt og rótgróið fyrirtæki á sviði vélaþjónustu aðvélgreinamenntuðum starfsmönnum.Fyrirtækið sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði vélahönnunar og smíði ásamtþjónustu- og viðhaldsverkefnum innanlands og erlendis.Um er að ræða störf við nýsmíði, almennt viðhald og viðgerðir. · Menntun á sviði vélvirkjunar, vélstjórnunar, bifvélavirkjunar eða rennismíði RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Hæfniskröfur Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar. MeiraprófsbílstjóriEitt stærsta sölu- og markaðsfyrirtæki landsins óskar eftir að ráðameiraprófsbílstjóra í full starf.Starfið felst í akstri á vörum til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu.Vinnutími er frá kl. 07.30 - 17.00 mánudaga til föstudaga. · Góð þjónustulund · Stundvisi og metnaður · Viðkomandi þarf að hafa meirapróf eða gamla ökuprófið sem veitir réttindi á allt að 5 tonna farm HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sí Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Hulda Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport maí 2008 VALSFJÖLSKYLDA INGI BJÖRN ALBERTSSON ER BÆÐI MEÐ SONINN OG TENGDASONINN Í VAL SPORT FÉKK AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ ÞEGAR GUÐJÓN SENDI LEIK- MENN ÍA Í ÍSKALT ÍSBAÐ. GUÐJÓN SEGIR BAÐIÐ GEFA GÓÐA RAUN OG ÞAÐ FARI EKKI Í FRÍ Í SUMAR ÍSBAÐIÐ FRÆGA ENGIN PRESSA LOGI ÓLAFSSON S AÐ KR SÉ GAMLIR EN GÓÐIR SÓKNARMENN FH ELDAST EN EIGA NÓG EFTIR Gunni og Felix rífast aldrei en tuða oft eins og gömul hjón - Félagarnir fara yfi r fi mmtán ár í blíðu og stríðu. Ísland: Hið ljúfa líf - Eru Íslendingar hamingjusamastir allra þjóða? Dönsk hönnun og arkitektúr - Ný borgarsvæði og menningarhús í Kaupmannahöfn Sport fylgir Fréttablaðinu á sunnudaginn Guðjón Þórðarson og ÍA-strákarnir í ísbaði. Markakóngurinn í Kópavogi keyrir um á Harley Davidson. Ingi Björn Albertsson með soninn og tengdasoninn í Val. Elsta framlína landsins – bikarmeistarar FH stilla upp einstakri sóknar- línu. Pressan í Vesturbænum – KR með fi mm nýja leikmenn. Ætla að berja frá sér – framherjar Fylkis hafa mikið að sanna í sumar. Sport Útboð.is er sérhannaður þjónustuvefur til meðhöndlunar útboðs á hvers kyns vöru og þjónustu Útboð ehf • utbod@udbod.is • sími 553 0100 Vorverkin að fara í gang? Hafðu samband við okkur Tryggir hagkvæm kaup Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.