Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 24
24 3. maí 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 26. APRÍL. Ókeypis kollhnís og dömur með dýran smekk Fór í húsdýragarðinn með litlu Sól og Helgu vinkonu. Helga er 6 ára en Sólveig er 4 ára. Ég er að velta því fyrir mér hvort þær eru neytendur að upp- lagi eða hvort þegar hefur tekist að innræta þeim neyslu. Þær létu það þreytulega eftir mér að kíkja ókeypis á seli, geitur, svín og belju. Ég viðurkenni að öll þau dýr hafa þær séð áður, en ég lít á skepnur eins og manneskjur að því leyti að það getur verið gaman að sjá þau oftar en einu sinni. Þegar dýraskoðun var lokið glaðnaði yfir þeim stöllum. Þær reyndu að leita uppi allt sem kost- aði peninga og fundu strax járn- brautarferð og hringekju. Það var skynsamleg forgangs- röðun að ná af mér peningum meðan ég var enn óþreyttur og í sólskinsskapi. Þegar þær komu úr hringekjunni spurðu þær hvort ekki væri eitthvert notalegt veit- ingahús á svæðinu þar sem við gætum sest niður og fengið okkur hressingu. Þá þóttist ég vera orð- inn heyrnarlaus. Best skemmtu þær sér þó ókeyp- is við að hoppa eða stinga sér koll- hnís á hinum frábæra ærslabelg sem er greinilega vinsælasta leik- tækið þarna. Mikið vildi ég að íslenskum listamönnum væri fengið það verkefni að hanna glæsilegan og frumlegan skemmti- garð handa börnum og foreldrum þar sem öll leiktæki væru ókeyp- is. Slíkur skemmtigarður væri einstakur í veröldinni og mundi vekja meiri alþjóðaathygli en virk utanríkisstefna og þúsund þreyt- andi flugferðir á Saga Class. Svo fórum við upp í hesthús og báðar stúlkurnar fengu að fara á bak hinum trausta og geðgóða Vini sem var nýkominn úr Heið- merkurferð með frú Sólveigu. Eftir svona mikið ókeypis grín voru dömurnar orðnar svangar og vildu finna góða sjoppu og þiggja veitingar. Sem betur fer er hvorug daman með lystar- stol. SUNNUDAGUR, 27. APRÍL. Ekki „álitsgjafi“ heldur venjuleg manneskja Mætti í Silfur Egils og talaði um vörubílstjóra, óánægju meðal þjóðarinnar, óréttlætanlega harð- neskjulegar lögregluaðgerðir, Evrópusambandið og fleira. Egill er ótrúlega skynsamur maður. Í staðinn fyrir að hafa ein- tóma pólitíkusa og sérfræðinga í þættinum býður hann óbreyttum kjósendum að koma og tjá sig. Þetta er sumum stjórnmálamönn- um heldur illa við og kalla það fólk „álitsgjafa“ sem lítur svo á að stjórnmál séu of mikilvæg til að eftirláta þau stjórnmálamönnum afskiptalaust. Ég er ekki „álitsgjafi“ heldur bara venjuleg manneskja sem hefur áhuga á umhverfi sínu, sam- ferðamönnum og hvert ferðinni er heitið. Ég hitti oft fólk sem segist vera mér sammála um hitt og þetta og segir að það þurfi að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem fengi hrein- an meirihluta í næstu kosningum. Flokk um þjóðarsátt handa þjóð sem er orðin mjög ósátt við stjórnmálamenn sína. Næg eru verkefnin. Ég mundi byrja á að: 1. Skipta út þeim sem ber eða bera ábyrgð á pen- ingastefnu Seðlabankans. 2. Fjarlægja Árna Mathiesen úr embætti fyrir fleiri afglöp en nauðsyn- legt er að rifja upp á þessu stigi málsins. Ég mundi samt ekki vera mjög vondur við hann því að ég vor- kenni honum að láta fara svona með sig. 3. Standa við fyr- irheit um að afnema hin spilltu eftirlaunalög sem Alþingi undir forystu Davíðs Oddssonar samþykkti sér til handa. Og afnema aðstoðarþingmannalögin í leiðinni. 4. Leggja niður vísitölubindingu lána, nema vísitölubinding komi einnig á laun. 5. Leggja niður stimpilgjöld. 6. Skera niður útgjöld til utan- ríkismála annarra en þróunarað- stoðar um 50% – til að byrja með. Segja upp aðild að Nató, kalla heim alla íslenska „friðargæslu- liða“ og skipuleggja varnarmál í samvinnu við Evrópusambandið. 7. Skera niður kostnað við rekst- ur ráðuneyta um 25%. 8. Taka upp alvöru gjaldmiðil í staðinn fyrir krónuna sem dugir ekki lengur. 9. Hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um heim- ild til að hefja aðildarvið- ræður við Evrópusambandið og fá úr því skorið hvort við eigum heima í þeim hópi. 10. Afnema skyldu- áskrift að Ríkis- sjónvarpinu. 11. Láta sér- sveitarmenn ganga almenn- ar lögreglu- vaktir að minnsta kosti 50% vinnu- tímans. Leggja niður emb- ætti Ríkislög- reglustjóra og efla hina almennu löggæslu. 12. Tryggja að auðlindir þjóðar- innar verði sameign hennar og setja ný lög um eignarrétt á landi (jörðum). Eftir að hafa komið þessu í verk væri ég sennilega kominn með sambland af stórmennskubrjálæði og ofsóknaræði og tímabært að ég hætti í pólitík. Vinir okkar Sólveigar frá Tékk- landi, þau Ía og Þórir, komu í heim- sókn. Þau komu hingað í helgar- heimsókn til að passa barnabarnið Þóri Inga. MÁNUDAGUR, 27. APRÍL. Kærkomnir farfuglar Þegar vinir manns koma frá útlöndum eru þeir eins og farfugl- ar sem gera manni glatt í geði. Sigrún Vignis kom í heimsókn frá Lundúnum þar sem hún hefur búið og starfað áratugum saman og tekið á móti okkur Sólveigu oftar en ég kann að rifja upp. ÞRIÐJUDAGUR, 28. APRÍL. Balzac og peysufatadag- urinn Fallegt veður en ískalt. Ég fann til með hinum fal- legu ungu stúlkum úr Verslunar- skólanum sem gengu Austurstræt- ið á peysuföt- um. Sjálfur kom ég dúð- aður á móti þeim og var þó ekki að fara lengra en upp í Bankastræti að hitta umsjónar- menn Eyjunnar, þar sem ég blogga stundum sjálfum mér til afþreyingar. Á netinu getur maður tekið þátt í umræðu um dæg- urmálin án þess að eiga það á hættu að lenda í handalögmál- um. Í dag var síð- asti kennslu- dagur hjá Hrafni, yngri syni okkar, sem er í Kvenna- skólanum. Dimission hjá honum á morgun. Allir hér fara að leggjast í próf- lestur nema litla Sól sem lítur á bókmenntir sem svefnmeðal og ég sem er að lesa ævisögu Balzacs. Það var nú meiri kallinn, þessi merkismaður sem bókmennta- fræðingar telja að hafi fundið upp nútímaskáldsöguformið hvort sem það er rétt hjá þeim eða ekki. Sérstaklega er gaman að lesa um bókmenntaklíkurnar í París á fyrri hluta nítjándu aldar. Þar mynduðu menn bandalög gagn- kvæmrar samúðar og skrifuðu lofsamlega ritdóma hver um annan, og þegar Balzac passaði ekki inn í einhverjar klíkur skrifaði hann einfaldlega rit- dóma um sjálfan sig. Og alltaf átti hann eftir að skrifa þrjár eða fjórar bækur til að verða í senn heimsfrægur og ódauðlegur og fimm eða sex bækur til að sjá fyrir endann á skuldahalanum. En það sem mér finnst þó merkilegast er að hann tók hið fyrirlitna bókmenntaform, vinnukonurómaninn og glæpasög- una, og hóf í æðra veldi og sýndi þar með að bókmenntaformið skiptir ekki meginmáli heldur innihaldið. Þetta hefur viljað gleymast og enn í dag verða sumir bókmennta- fræðingar sem lítið kunna í bók- menntasögu nokkuð drýldnir í sambandi við þessar greinar bók- menntanna. Munurinn á sonum mínum er til dæmis sá að Krummi sem eyddi ári í Brasilíu hefur engan áhuga á knattspyrnu en Þór eldri bróðir hans og ég kunnum hins vegar að meta þá fögru íþrótt og borðuðum kvöldmatinn fyrir framan sjón- varpið yfir æsispennandi leik tveggja liða sem allir fótbolta- áhugamenn þekkja og hinir kæra sig ekki um að heyra nefnd. Andri sem er 10 ára var að skrifa fína ritgerð um kristin- fræði. Nú eru tímar stílabókanna liðnir. Hann sendi kennaranum sínum ritgerðina í tölvupósti. FIMMTUDAGUR, 1. MAÍ. HÁTÍÐ- ISDAGUR VERKALÝÐSINS. UPP- STIGNINGARDAGUR. Rafbyssur sem kennslu- tæki Það er svo sjaldgæft að 1. maí og uppstigningardagur séu einn og sami dagurinn eins og núna, að næst gerist þetta ekki fyrr en árið 2160 svo að ég upplifi þetta tæp- lega aftur. Landssamband lögreglumanna á sér þann draum að allir lögreglu- menn fái rafbyssur til að draga úr slysahættu við störf lögreglu- manna. Ég ber djúpa virðingu fyrir störfum almennra lögreglumanna. Þeim er heimilt að beita skotvopnum ef aðstæður krefjast þess. Ef rafbyssur eru eins meinlausar og löggan heldur fram væri frekar ástæða til að heimila kennur- um notkun þeirra í skólum þar sem agavandamál eru mikil. Ég mundi þó ekki nota raf- byssur á mjög ung börn. Leik- skólakennar- ar yrðu að sætta sig við vatns- byssur. Þjóðarsáttarflokkurinn! Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá hugmyndafræði nýs stjórnmálaflokks, dömum með dýran smekk, ókeypis kollhnísum, rithöfundinum Balzac, próflestri og vatnsbyssum handa leikskólakennurum. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.