Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 12
12 3. maí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 480 5.171 -0,77% Velta: 4.748 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,26 -0,28% ... Bakkavör 35,95 +0,28% ... Eimskipafélagið 21,25 -1,85% ... Exista 12,00 +0,08% ... FL Group 6,62 +2,32% ... Glitnir 17,10 +0,29% ... Icelandair Group 21,80 +0,46% ... Kaupþing 840,00 -1,52% ... Landsbankinn 29,65 -0,84% ... Marel 89,40 -0,33% ... SPRON 4,95 -0,40% ... Straumur- Burðarás 12,70 -0,70% ... Teymi 3,70 -0,54% ... Össur 96,50 -0,52% MESTA HÆKKUN FL GROUP +2,32% ATL. PETROLEUM +1,71% FØROYA BANKI +0,68% MESTA LÆKKUN 365 -3,68% EIK BANKI -3,13% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,85% Sissener í mál við Kaupþing „Heldur finnst mér sorglegt að þurfa að fara dómstólaleiðina til að fá þá til að virða við mig starfssamning,“ segir Jan Petter Sissener í viðtali við Dagens Næringsliv í gær. Tilkynnt var um það snemma í febrúar að Sissener hefði látið af störfum sem forstjóri Kaupþings í Noregi. Brotthvarf hans frá bankanum virðist ekki jafn slétt og fellt og tilkynningarnar á þeim tíma gáfu til kynna, því hann hefur nú höfðað mál á hendur Kaupþingi vegna efnda á starfslokasamningi. Dagens Næringsliv segir um vænar upphæðir að ræða, enda deilt um bónus- greiðslur, bæði fyrir þetta og síðasta ár, auk eftirlauna. Microsoft í fjandsamlega yfirtöku Líkur eru taldar á að Microsoft reyni fjandsam- lega yfirtöku á netfyrirtækinu Yahoo. Jafnvel er búist við tilkynningu í þá veru frá fyrirtækinu innan tíðar, að því er Wall Street Journal greinir frá. Fjandsamleg yfirtaka felur í sér að reynt er að ná undirtökum í fyrirtæki með uppkaupum á hlutafé þess án samstarfs eða samráðs við þá sem þar eru fyrir ráðandi hluthafar. Microsoft hefur í þrjá mánuði átt í viðræðum við Yahoo um kaup á fyrirtækinu. Yahoo á hins vegar líka í viðræðum við Google um mögulega notkun á netauglýsingahugbún- aði. Slíkur samningur gæti styrkt Yahoo og þrýst á Microsoft um að hækka 44,6 milljarða doll- ara (3.300 milljarða króna) yfirtökutilboð sitt í Yahoo. Tíminn vinnur því ekki með hugbúnaðarrisanum í þessu máli. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARSeðlabanki Evrópu ætlar að auka aðgengi evrópskra banka að Bandaríkja- dölum. Bankinn tilkynnti um aðgerðina í gær, en hún er í samvinnu við Seðla- banka Bandaríkjanna og svissneska seðlabankann. Í gær var einnig upplýst um að Seðla- banki Bandaríkjanna ætli að auka pen- ingamagn sem ætlað er til þrautavara- lána til aðþrengdra fjármálafyrirtækja um 50 prósent, í 150 milljarða dala, eða vel yfir 11.200 milljarða íslenskra króna. Stjórn Flögu Group hefur óskað eftir því að félagið verði afskráð úr Kauphöllinni. Bogi Pálsson, stjórnarformaður, segir að lítil viðskipti með hluti í félaginu hafi sveiflað gengi þess mikið, og það sé hvorki til hagsbóta fyrir félagið né hluthafa þess. Yfirvöld í Kópavogi íhuga nú að grípa til aðgerða, til að koma í veg fyrir að fólk missi lóðir sem það hefur fengið úthlutað. Sautján lóðum af um 200 sem úthlutað var í Vatnsendahlíð fyrir skömmu hefur verið skilað til bæj- arins. Yfirvöld meta nú hvort hægt sé að aðstoða fólk til að koma í veg fyrir að það glati lóðunum vegna versnandi efnahagsástands. Það skýrist á næstunni hvað bær- inn gerir. Fram hefur komið að tugum ein- býlishúsalóða hefur undanfarið verið skilað til bæjaryfirvalda á höfuðborgarsvæðinu. Yfir tuttugu lóðum við Úlfarsfell hefur verið skilað til Reykjavíkurborgar og fimmtán prósentum lóða sem Hafnarfjarðarbær úthlutaði á Völlunum var skilað þegar kom að gjalddaga. Sala á lóðum í Leirvogstungu og í Helgafellslandi í Mosfellsbæ hefur einnig gengið treglega und- anfarið. Þar hafa einkaaðilar skipulagt íbúðahverfi. Dæmi eru um að fólk hafi hætt við að kaupa þar lóðir á síðustu stundu, vegna þess að bankinn hafi haldið að sér höndum. - ikh Kópavogsbær metur hvort bjarga skuli lóðahöfum FRÁ HELGAFELLSLANDI Tugum lóða hefur verið skilað til bæjaryfirvalda á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ræður ekki við lóðakaupin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kaupþing hefur þurft að afskrifa millj- arða króna vegna undirmálslána. Þau komu til vegna viðræðna um kaup á hollenska bankanum NIBC. Kaupþing banki afskrifaði 13 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins vegna undirmálslána. Aðaleigendur hollenska bankans NIBC tóku undirmálslánin þegar ákveðið var að fara í viðræður um sameiningu við Kaupþing. Það gekk ekki eftir sem kunnugt er. Lánið var síðan veitt félaginu JC Flowers sem tók við öllum undirmálslánum NIBC því vilji var til að hreinsa öll slík lán út úr bókum hollenska bankans. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins nam heild- arfjárhæð undirmálslánanna tæpum 690 milljónum Bandaríkjadala. Hlutur Kaupþings nam 280 milljón- um dala, eða sem nemur ríflega 21 milljarði króna, miðað við lokagengi gærdagsins. Vegna alþjóðlegu lánsfjárkreppunnar eru undir- málslánin nú nánast verðlaus. Því hefur Kaupþing þegar afskrifað 13 milljarða vegna þessa. Enn er greitt af lánunum og binda Kaupþingsmenn enn vonir við að fá eitthvað af þessu til baka. Kaupþing mun eiga fyrsta veðrétt af öllum greiðslum sem inntar verða af hendi. bjorgvin@markadurinn.is Milljarðar afskrifaðir vegna undirmálslána STJÓRNENDUR KAUPÞINGS Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri kynnir uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Bankinn afskrifar þrettán milljarða vegna undirmálslána. I. hluti - Skattskil (40 klst.) Markmið námskeiðsins er almenn innsýn í skattalög og reglur varðandi skatt-lagningu fyrirtækja og einstak- linga. II. hluti - Upplýsingamiðlun og upplýsingakerfi (31 klst.) Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á áhrifum upplýsingakerfa nútímans á reikningshald og á rafræn samskipti. Áhersla er lögð á notkun Excel við bókhaldsstörf. III. hluti - Reikningshald (40 klst.) Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. VIÐURKENNDA BÓKARA Námið hefst 22. ágúst og er alls 110 klst. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Símennt HR býður áhugasömum að sitja réttindanám fyrir bókara. Þeir nemendur sem standast prófin fá staðfestingu frá fjármálaráðuneytinu að þeir séu viðurkenndir bókarar, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. Námið skiptist í þrjá hluta: HAUST 2008 Frekari upplýsingar veitir: Birna Björnsdóttir Sími: 599 6316 birnabj@ru.is www.simennthr.is Umsóknarfrestur er til 15. maí RÉTTINDANÁM FYRIR A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, og uppþvottavél í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! A T A R N A Þú slærð í gegn með Siemens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.