Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 60
36 3. maí 2008 LAUGARDAGUR Eyvi: Ég bara fatta þetta ekki! Draumur um Nínu, uppáhalds Eurovision- lag Íslendinga, var sjötta lagið sem Íslend- ingar sendu í keppnina. Nokkrar vonir voru bundnar við lagið enda hafði Nei eða já með Siggu og Grétari lent í fjórða sæti árið áður. Keppnin var haldin í Róm og þangað fóru höf- undur lags og texta, Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, sem söng það með honum, og bakraddaliðið Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Richard Scobie og Eyþór Arnalds. Eyþór lék einnig á selló. Nokkuð fór að draga úr væntingum landans þegar fréttir bárust af lélegum spám veðbanka. Úrslitin komu því fæstum á óvart, lagið lenti í 15. sæti af 22, við fengum 26 stig, frá Svíþjóð (10), Ítalíu (7), Þýskalandi (5) og Sviss (4). Miðað við árangurinn úti eru vinsældir Nínu illskiljanlegar. Eyvi getur ekki útskýrt þær heldur. „Þetta er ferlega skrítið, ég bara fatta þetta ekki!“ segir hann. „Lagið bara dúkkaði upp fimm árum eftir keppnina eða eitthvað, og er búið að vera svona ofboðslega vinsælt síðan. Það er alls ekkert í uppáhaldi hjá mér af mínum lögum. Það hlýtur eitthvað að vera í því sem höfðar svona til landans. En ég skil það ekki. Textinn svona tristur og allt.“ Lagið var eitt af þeim tíu sem kepptu í forkeppninni á Íslandi. Eyvi segir það eitt af fáum lögum sem hann samdi sérstaklega fyrir Euro- vision. „Ég bjó í lítilli íbúð á Austurströnd á Seltjarnarnesi þegar ég samdi það. Píanóbyrjunin kom fyrst en svo kom restin af laginu á löngum tíma. Þegar lagið hafði unnið hringdi vinkona mín í næstu íbúð í mig og sagði að þetta lag væri þrælstolið. En þá hafði hún bara heyrt það svona oft í gegnum vegginn. Ég reyndi að fá Stebba til að semja textann en hann var of upptekinn með Sálinni og sagði mér bara að semja hann.“ Og hver er svo þessi Nína? „Engin sérstök. Ég fékk kannski nafnið lánað en allt hitt er skáldskapur. Ég þekki enga látna Nínu. Alveg satt!“ F réttablaðið lét kanna hug Íslendinga til íslensku Eurovision-laganna. Úrtakið var 800 manns og svöruðu 530, 66.3 prósent aðspurðra. Þrjú lög skera sig úr og raða sér í efstu sætin. Þetta eru Nína, All out of Luck og Gleðibankinn. Vinsældir Nínu meðal landsmanna eru torskildar, lagið náði jú engum sérstökum árangri 1991, og sjálfur höfundurinn skilur ekkert í vinsældun- um eins og kemur fram í viðtali hér annars staðar á síð- unni. Vinsældir All out of Luck og Gleðibankans eru auðskildari. All out of Luck er það lag sem bestum árangri hefur náð og Gleðibankinn var fyrsta lagið sem við sendum. Sé rýnt í niðurstöðurnar kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Hefðu karlkyns svarendur einir fengið að ráða hefði Gleðibankinn unnið, en ef konurnar hefðu mátt ráða hefði All out of Luck unnið. Nína sigrar fyrir það að bæði kynin nefna lagið jafnt til sögunnar sem besta lagið. Ef landsbyggðin væri spurð ein hefði Gleðibank- inn sigrað því fólk á landsbyggðinni er mun hrifnara af því lagi heldur en Nínu. Sé rýnt í niðurstöðurnar út frá stjórnmálaviðhorfi svarenda kemur í ljós að uppáhalds Eurovision-lag þeirra sem styðja bæði Samfylkinguna og Sjálfstæðis- flokkinn er All out of Luck. Kannski ekkert skrýtið að kjósendur þessara ráðandi flokka fylki sér um það lag sem bestum árangri hefur náð. Kjósendum Frjáls- lyndra finnst Gleðibankinn bestur, en Vinstri græn skiptast hnífjafnt á milli Gleðibankans og Nínu. Uppá- haldslag þeirra sem segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu í næstu kosningum er Gleðibankinn. Á eftir þessum lögum þremur koma tvö lög með 10 og 8,7 prósent atkvæða; Eitt lag enn, sem náði 4. sæti 1990, og nýjasta lagið, This Is My Life. Alls voru 32 lög nefnd í könnuninni, bæði lög sem voru fulltrúar þjóðarinnar í keppninni erlendis og lög sem tóku aðeins þátt í forkeppni innanlands. gunnarh@frettabladid.is Könnun: Besta íslenska Euro - vision-lagið frá upphafi Nína er best, en enginn skilur hvers vegna MARGT HEFUR HALDIÐ LÍFINU Í NÍNU ANNAÐ EN LAGIÐ SJÁLFT, TIL DÆMIS FÓTABURÐUR STEFÁNS OG HÖFUÐKLÚTUR EYVA. Stefán og Eyjólfur taka Nínu í íslensku undankeppninni. BESTI ÁRANGUR ÍSLANDS Selma og frakkaklæddu dansararnir. BESTU EUROVISION- LÖGIN – TOPP 10: 1. Nína 22,1% 2. All out of Luck 20% 3. Gleðibankinn 19,2% 4. Eitt lag enn 10% 5. This Is My Life 8,7% 6. Sókrates 5,3% 7. Minn hinsti dans 2,8% 8.-9. Hægt og hljótt 1,1% 8.-9. Valentine Lost 1,1% 10. Hvar ertu nú? 0,9% Æsispennandi stigagjöf All out of Luck eftir Þorvald Bjarna Þor- valdsson sem Selma söng í Jerúsalem 1999 var frá fyrsta degi í miklum meðbyr. Veðbankar og aðdáendaklúbbur spáðu lag- inu sigri en reyndar var sænska lagið aldrei langt undan í þeim spám. Úti var laginu og Selmu sýnd sérstaklega mikil athygli en söngkonan var niðri á jörðinni á keppnisdaginn. „Stefni aðeins á að halda okkur í keppninni“ voru varnaðarorð Selmu, sem reyndi að slá á væntingar landsmanna. Stigagjöfin var sérlega spennandi og nöguðu landsmenn neglurn- ar í sveittri spennu. Tuttugu og þrjár þjóðir voru að keppa þetta kvöld og var íslenska lagið efst lengi framan af. Þýskaland og Sví- þjóð sóttu þó fast að okkur og hin sænska Charlotte Nilsson tók þetta á lokasprettinum, fékk fullt hús frá þrem af þeim fjórum þjóðum sem síðast gáfu stig. Charlotte, sem reynir að endurtaka leikinn í ár, sigraði með 163 stigum á meðan Selma fékk 146 stig og var í öðru sæti. Svíar, Danir og Kýpverjar gáfu okkur tólf stig og sjö þjóðir gáfu okkur tíu stig. Selmu var vitanlega tekið sem þjóðhetju þegar hún kom heim og átti miklum vinsældum að fagna næstu misserin. Þegar hún sneri aftur í keppnina 2005 kom það landsmönnum öllum stórlega á óvart þegar hún komst ekki upp úr hinum voðalega undanriðli. Sigurviss þjóð fær kjaftshögg Eurovision-frumburður þjóðarinnar, Gleðibankinn, er landsmönnum enn hugleikinn, 22 árum síðar. Við höfðum horft á keppnina árum saman, en þegar við sjálf fengum að taka þátt var það bara formsatriði að fara út og hirða sig- urinn með frábæru lagi Magga Eiríks sem allir voru komnir með á heilann. Icy-hópurinn, í glæsilegum búningum Dóru Einars, mætti sig- urviss í Grieg-höllina í Bergen. Hinn 3. maí 1986 voru göturnar tómar því landsmenn ætluðu að gera sér glaðan dag og fagna sigri við sjónvarpstækin sín. Aðalumræða síðustu daga hafði verið hvar við ættum að halda keppnina á næsta ári. Í stigagjöfinni fór að syrta í álinn. Ekkert stig frá fimm fyrstu þjóðunum! Hvernig mátti það vera? Loks gáfu Hollendingar okkur fimm stig, þá komu tvö frá Tyrkjum og sex frá Spáni. Jæja, nú fer þetta allt að koma, hugsuðu landsmenn, en nei. Ekki eitt stig frá fimm þjóðum í röð, loks fjögur frá Kýpur og tvö frá Svíþjóð. Og ekki eitt einasta stig frá Norðmönnum né Dönum! Hvers lags samnorrænu vinir eru nú þetta?! Niðurstaðan var hryllileg, sextánda sæti af tuttugu mögulegum! „Úrslitin hálfgert kjaftshögg,“ sagði Helga Möller. Ýmsu var kennt um, helst ömurlegri frammistöðu norsku útvarpshljómsveitarinnar sem náði ekki hljómfalli lagsins. Þá þóttu búningarnir hálf glannalegir – svona eftir á að hyggja – sviðsframkoman fálmkennd, evrópsku dómnefndirnar asnalega skipaðar og lagið bara allt of nútímalegt fyrir þetta pakk. Eitt var þó alveg víst. Við myndum bursta þetta 1987. 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.