Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 54
30 3. maí 2008 LAUGARDAGUR É g hefði aldrei komið til Vestfjarða ef ég hefði ekki haft trú á staðnum og landsbyggðinni,“ segir Grímur Atlason, bassa- leikari, tónleikahaldari og fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungar- vík. Honum var nýverið sagt upp störf- um sem bæjarstjóri eftir að meirihluti A-lista, Afls til áhrifa, og K-lista, sam- eiginlegs framboðs framsóknarmanna og samfylkingarfólks, sprakk. Afl til áhrifa, sem er klofningsfram- boð úr Sjálfstæðisflokknum, myndaði nýjan meirihluta með sjálfstæðis- mönnum og lauk þá Grímur störfum. Einblína á tækifærin Grímur flutti ásamt fjölskyldu sinni í Bolungarvík árið 2006 en nýr meiri- hluti sem tók við völdum á vormánuð- um sama árs réði hann til starfa. „Ég sé ekkert nema tækifæri í hverri þúfu, hverjum hól og hverjum manni,“ segir Grímur. „Þegar ég kom hingað fyrst heillaðist ég af þessum stað. Það var þó löng hefð fyrir því í Bolungarvík að leggja margt á herðar forvera minna sem síðan voru drif- krafturinn í öllum hlutum. Ég beitti mér fyrir því að fólk á staðnum horfði á jákvæðu hlutina sem við höfum en flestir aðrir hafa ekki, svo sem ein- staka náttúrufegurð. Mér fannst þetta takast vel, sem ég mæli meðal annars á því að hér hefur ekki fækkað milli ára því fólk hefur verið ánægt.“ Hann telur Vestfirði hafa farið illa út úr pólitískri umræðu. „Það sem skiptir öllu máli er að íbúarnir hafi sjálfsvirðingu. Þegar pólitísk umræða er farin að snúast um að það sé til eitt- hvað sem heitir Vestfjarðavandinn og um hann er svo unnin hver skýrslan á fætur annarri, þá þurfa menn að stoppa og hugsa málið. Vegna þess að það er ekki til neitt sem er Vestfjarða- vandi. Það er hreinn tilbúningur sem hefur skaðað mannlíf á Vestfjörð- um.“ Grímur segir það hafa verið skyn- samlega framtíðarsýn hjá sveitar- stjórnarmönnum á Vestfjörðum að stefna ekki að uppbyggingu stóriðju á svæðinu. Betra sé að efla innviði sam- félagsins heldur en að líta til stór- iðjunnar sem lausnarinnar á því að fólki fækki. Grímur segir umræðuna um hugs- anlega olíuhreinsunarstöð á Vest- fjörðum bera vott um að „Vestfjarða- vandinn“ hafi afvegaleitt suma sveitarstjórnarmenn á svæðinu. „Mér finnst það skynsamleg leið að marka skýra stefnu um að stóriðja verði ekki töfralausn. Þó að ég sé í grunninn á móti olíuhreinsunarstöð á Vestfjörð- um vegna umhverfisáhrifa, þá finnst mér undirbúningur málsins alls vera ófaglegur og leyndardómsfullur. Það er ekki hægt að sætta sig við að vinna að framgangi einhvers máls og kosta jafnvel til skattpeningum án þess að það sé ljóst hverjir standa að baki hugmyndinni. Það skiptir máli. Saga olíufyrirtækja, hvaðan sem þau koma, er ekki öll falleg og ég er ekki viss um að sveitarstjórnir vilji vera hluti af henni nema að vel athuguðu máli.“ Spurður hvort mögulegt sé að fjölga störfum á Vestfjörðum með einhverju öðru en stóriðju segist Grímur telja það vel vera hægt. „Það er líka það eina rétta að mínu viti. Ferðamennska og háskólastarf geta orðið helstu stofnar mannlífs á Vestfjörðum.“ Tromsö og Vestfirðir Grímur segir uppbygginu í Tromsö í Noregi vera góða fyrirmynd. Þar hafi innviðirnir styrkst og smám saman hafi það treyst búsetu og starfsemi á svæðinu. „Í Tromsö, sem er mjög norðarlega í Noregi, hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á ári í 35 ár. Það hefur ekki gerst vegna þess að stórum verksmiðjum hefur verið fundinn þar staður heldur hafa pólitískar ákvarð- anir um að byggja samfélagið upp innan frá, fyrst og fremst með mennta- stofnunum, skilað árangri,“ segir Grímur. „Meðal hliðaráhrifa þessarar uppbyggingar hefur verið mörg hundruð manna háskóli á Svalbarða, þar sem er nánast óbyggilegt. Ég sé fyrir mér að háskóli á Vestfjörðum, með áherslu á hafrannsóknir, gæti gert gríðarlega mikið gagn fyrir Vest- firði í heild og stuðlað að jákvæðum hliðaráhrifum. Ég tel líka að sprota- fyrirtæki geti fengið góðan efnivið til þess að vinna úr þegar háskólaum- hverfi verður til.“ Vannýtt auðlind Sjávarútvegur er helsti atvinnuvegur Vestfjarða og hefur verið frá upphafi byggðar þar. Hann hefur átt undir högg að sækja á undanförnum tveim- ur áratugum, einkum vegna þess að veiðiheimildir hafa smám saman verið seldar í burtu frá Vestfjörðum. Við þetta hafa tapast störf sem mörg sveit- arfélög á svæðinu mega illa við því að missa. Grímur segir það blasa við að sveit- Þegar pólit- ísk umræða er farin að snúast um að það sé til eitthvað sem heitir Vestfjarða- vandinn og um hann er svo unnin hver skýrsl- an á fætur annarri, þá þurfa menn að stoppa og hugsa málið. GRÍMUR ATLASON Hér sést Grímur við Ósvörina í Bolungarvík. Traðarhyrnan, eitt af einkennum Bolungarvíkur, sést í baksýn. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON GRÍMUR VIÐ STÖRF Hér sést Grímur við störf á skrifstofu sinni í Bolungarvík. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Vestfjarðavandinn er ekki til Grímur Atlason, sem nýhættur er sem bæjarstjóri í Bolungarvík, segir pólitíska umræðu um vandamál Vestfjarða hafa verið inni- haldslausa. Talað sé um að leysa vandamál sem sé ekki fyrir hendi. Í samtali við Magnús Halldórsson segir Grímur landsbyggðina geta spilað vel úr fjölmörgum tækifærum en til þess að þau nýtist sem best þurfi að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. arfélög á Vestfjörðum geti ekki nýtt fiskveiðiauðlindirnar eins og þau ættu að gera. „Auðvitað blasir það við að Vestfirðir ná ekki að gera sér eins mik- inn hag úr fiskveiðiauðlindinni og ætti að vera,“ segir Grímur og kallar eftir því að smábátasjómönnum á lands- byggðinni sé gefin rýmri heimild til veiða en nú tíðkast. „Fiskveiðistjórn- unarkerfið kemur í veg fyrir að lands- byggðin geti nýtt þessa auðlind eins vel og hún ætti að geta. Það er svo ein- falt. Smábátasjómenn ættu að geta fengið rýmri heimildir til þess að nýta auðlindina. Kvótakerfið hefur haft þau áhrif að menn sem græða á því að veiða fiskinn í nágrenni Vestfjarða eru búnir að veðsetja hann áður en hann er veiddur. Gróðinn af því að veiða fisk- inn skilar sér ekki til byggðanna nema að sáralitlu leyti og því þarf að breyta. Því fyrr sem það er gert, því betra.“ Tekjustofnar nægi Grímur segir sveitarstjórnir á Vest- fjörðum, eins og um allt land, finna fyrir því að tekjur nægi ekki fyrir útgjöldum. Þetta komi í veg fyrir að tækifæri sem blasi við geti nýst sem skyldi. „Tekjur duga ekki til þess að sinna lögbundinni þjónustu og það er auðvitað áhyggjumál. Það er lítil sann- girni í þessu fyrir lítil samfélög. Verð- mætin sem verða til á þessum litlu stöðum eru miklu meiri en þau sem eru innflutt á staðina. En þeir njóta þess ekki nægilega vel,“ segir Grímur og vill að tekjustofnarnir verði leið- réttir. „Við erum ekki að búa til við- skiptahallann. Héðan streyma millj- arðar inn í íslenska hagkerfið, frá tiltölulega fáum íbúum. Fjármálaráð- herrann verður að vakna. Tekjustofn- unum þarf að breyta þannig að þeir dugi fyrir þjónustustiginu. Annað er ósanngjarnt.“ Lífsgæði landsbyggðarinnar „Fólk á höfuðborgarsvæðinu skilur oft ekki lífsgæðin sem felast í því að búa á landsbyggðinni,“ segir Grímur. Hann eyddi sumrum fram að fjórtán ára aldri í sveit og hjá langömmu sinni á Raufarhöfn, Sumarlínu Gestsdóttur. „Ég held að það sé öllum hollt að upp- lifa þessi lífsgæði. Fólk í Reykjavík, meira að segja víðsýnt og vel upplýst fólk, gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikil lífsgæði geta verið fólgin í því að búa á landsbyggðinni. Hjá full- orðnu fólki bætast stundum við tvær til þrjár klukkustundir með börnunum á hverjum degi. Það er ómetanlegt.“ Grímur segir einnig afþreyingu barna á landsbyggðinni að sumu leyti ólíka því sem gengur og gerist á höfuð- borgarsvæðinu. „Ég missti aðeins af fimm ára gömlum syni mínum um dag- inn en fann hann loks þar sem hann var niðri á bryggju að aðstoða sjómenn sem voru að skera hákarl á hafnar- bakkanum. Ætli ég hefði ekki fundið hann í boltasundlaug í Kringlunni ef við hefðum verið í Reykjavík. Mér finnst meiri sjarmi yfir hákarlinum,“ segir Grímur og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.