Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 32

Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 32
[ ]Undirfötin mega fara að taka mið af hækkandi sól eins og annað í fataskápnum. Líflegir litir og fallegar blúndur eru málið í sumar. Útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum lauk nú í vikunni en þar kenndi ýmissa grasa. „Húmor og súrrealismi í bland við kraft og kven- leika er það sem liggur á bak við línuna hjá mér,“ útskýrir Eva María Árnadóttir en hún var ein þeirra sem sýndu lokaverkefni sitt í fatahönnun á Kjar- valsstöðum. Eva María leitaði innblásturs til ljós- mynda Jean-Paul Goude af Grace Jones og bera flík- urnar merki breiðra axla. Litirnir eru sterk-gulur og bleikur ásamt gráu, svörtu og hvítu. „Það má segja að Grace Jones sé áhrifavaldur á bak við línuna hjá mér,“ segir Eva María. „Ég leik mér að andstæðum í vídd og mittin eru þröng og kvenleg á móti risastórum breiðum öxlum. Ég bjó til plast- skeljar innan í fötin til að búa til risaaxlir en axlirnar klæðir maður sig í sérstak- lega og þær eru líka brjósta- haldari, þetta eru sérstakar flíkur.“ Hugmyndavinnan fyrir lokaverkefnið byrjaði í janúar. Síðan tók við skissuvinna og svo var farið að sníða og sauma. Eva María gerði öll snið- in sjálf og fékk svo aðstoð fjölskyldu og vina við saumaskapinn. Hún er bjartsýn á framtíðina og ætlar einungis að taka sér stutt sumarfrí áður en hún hellir sér í meiri vinnu. „Ég ætla mér að finna vinnu í þessum bransa hérna heima og leitin mun hefjast á næstu vikum. Svo í framtíðinni er stefnan tekin á útlönd að vinna fyrir einhvern stóran. Ég vil byrja á að safna mér reynslu en ég var í starfsþjálfun í New York síðasta sumar hjá Marc Jacobs fatahönnuði og fór á fyrsta ári í skólanum til Parísar að vinna í mánuð fyrir tískuvikuna,“ útskýrir Eva María og er því búin að fá smjörþefinn af bransanum í útlöndum. Hvað flík- urnar í lokaverkefninu við LHÍ varðar segir hún þær fara í geymslu en hún tekur við pöntunum frá áhugasömum. heida@frettabladid.is Risaaxlir og mjó mitti Eva María leikur sér með andstæður í vídd og mittin eru kvenleg og þröng. Eva María Árnadóttir, nýútskrifaður fatahönnuður, stefnir á útlönd í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýir veggstenslar og litir. Magna Huld Sigurbjörnsdóttir hársnyrtir ( áður hjá Primadonnu ) Hefur hafi ð störf á ný á Hársnyrtistofu Grafarholts, Kirkjustétt 2-6, 2 hæð. Gamlir sem nýir kúnnar hjartanlega velkomnir. Tímapantanir í síma 567-5700 Nánari upplýsingar á fm957.is. SKEMMTUN YFIR HÆTTUMÖRKUM Miðasala í verslunum Símans og á midi.is. Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 24,5% 39,3% At vi nn ub la ð M or gu nb la ðs in s At vi nn ub la ð Fr ét ta bl að si ns

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.