Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 78
54 3. maí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skák 6. í röð 8. skýra frá 9. af 11. hæð 12. vesæll 14. visna 16. einnig 17. blessun 18. fálm 20. sjúkdómur 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. hitta 3. bardagi 4. lögtak 5. læsing 7. viss 10. keraldi 13. hár 15. gegna 16. tíðum 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. æö, 8. tjá, 9. frá, 11. ás, 12. aumur, 14. gulna, 16. og, 17. lán, 18. fum, 20. ms, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. hæfa, 3. at, 4. fjárnám, 5. lás, 7. öruggur, 10. ámu, 13. ull, 15. ansa, 16. oft, 19. mó. Guðlaugur Þór Þórðarson Aldur: 40 ára. Starf: Heil- brigðisráð- herra. Fjölskylda: Giftur Ágústu Johnson, saman eiga þau tvö börn. Foreldrar: Þórður Sigurðsson, fyrrverandi yfir- lögregluþjónn, og Sonja Guðlaugs- dóttir, sem rekur bókhaldsskrifstofu. Búseta: Logafold, Reykjavík. Stjörnumerki: Bogmaður. Guðlaugur Þór Þórðarson stóð í ströngu í vikunni, en lúffaði að lokum fyrir geisla-, skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingum á Landspítala sem hótað höfðu að ganga út á miðnætti 1. maí. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, kemur að skipulagningu mikillar Íslands- veislu sem slegið verður upp í Belgrad þegar íslenski Eurovision-hópurinn hefur komið sér þar fyrir. Grétar Örvarsson, umboðsmaður Eurobandsins og framkvæmdarstjóri RIGG, segist vonast til að geta boðið öðrum Eurovisionförum og Serbum upp á íslenska músík og mat, en meðal annarra sem koma að skipulagningu veislunnar eru ræðismaður Serbíu hér á landi og ræðismaður Íslendinga í Serbíu. Sendiráðið í Svíþjóð fer með sendiráðsmál Serbíu og það skýrir aðkomu Guðmundar Árna. Íslenski hópurinn verður önnum kafinn við veisluhöld næstu daga því þau Friðrik Ómar og Regína Ósk ætla að kveðja land og þjóð í Smáralind- inni þann 10. maí. „Platan verður sem betur fer komin áður en við förum út og okkur þótti því við hæfi að halda góða kveðjuveislu áður en við höldum af stað,“ segir Grétar en Eurovisi- onfararnir halda til Serbíu þann tólfta maí. Grétar segir engan bilbug á keppendunum að finna þótt þau hafi verið á ferð og flugi nánast síðan lagið This is My Life var kosið framlag Íslands til Eurovision. Þetta fylgi einfaldlega keppninni. „Við erum sífellt að keppa út fyrir landsteinana og þá helst í gegnum netið. Endaspretturinn ræður þessu auðvitað og við vonum að það verði auðvitað góður flutningur sem fleyti okkur langt því lagið er grípandi,“ segir Grétar. Sendiherra til liðs við Eurobandið Á FERÐ OG FLUGI Regína Ósk og Friðrik Ómar hafa verið á ferð og flugi síðan að This is my Life var kosið framlag Íslands. SENDIHERRA Guðmundur Árni kemur að skipulagningu Íslands- veislu í samstarfi við RIGG- umboðsfyrirtækið. „Nei, þeir eru nú ekki á hóteli, við fundum fyrir þá sitt hvora íbúðina í miðbænum og ég veit ekki betur en að þeir uni sér bara vel,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi kvikmyndarinnar The Good Heart. Stórleikararnir Brian Cox og Paul Dano komu til landsins á sunnudaginn en þeir leika einmitt aðalhlutverkin í myndinni. Dano og Cox fengu lítinn tíma til að koma sér fyrir í nýjum híbýlum sínum því tökur hófust strax á þriðjudaginn í Loftkastalan- um. Varla geta stjörnurnar kvartað mikið undan vistarverunum sínum því oftast nær eru leikarar úti í hinni stóru Ameríku látnir dúsa í hjólhýsum. Myndinni er sem kunnugt er leikstýrt af Degi Kára Péturssyni og á vafalítið eftir að vekja mikla athygli, enda verður meðal annars sýnt frá raunverulegri hjartaaðgerð. Myndin segir frá reynslumikl- um barþjóni sem tekur að sér ungan heimilisleysingja með óvæntum afleiðing- um. Þórir sagði fyrstu tökudagana hafa gengið vel en leikararnir hefðu ekki fengið mikið næði til að spóka sig í höfuðborginni á þessum fyrstu alvöru vordögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fyrsti frídagurinn ekki fyrr en á sunnudaginn, en þá má gera fastlega ráð fyrir því að ungstirnið Dano láti sjá sig á einhverjum af börum borgarinnar. Dano og Cox með íbúð í 101 TÖKUR HAFNAR Paul Dano og Brian Cox komu til landsins á sunnudag- inn og fóru strax í tökur á þriðjudag. Þeir fá frí á sunnudag og má þá fastlega gera ráð fyrir að þeir rann- saki margrómað en umdeilt næturlíf höfuðborgarinnar. „Þetta var í rauninni mín stærsta fótboltaferð frá upphafi. Það verður erfitt að toppa þetta,“ segir sjón- varpsmaðurinn Auðunn Blöndal, sem er nýkominn heim eftir mikla pílagrímsför til Eng- lands þar sem hann fór á þrjá fótboltaleiki. Hann sá báða und- anúrslitaleikina í Meistaradeild Evr- ópu á milli Manchester United og Barcelona annars vegar og Chelsea og Liverpool hins vegar og einnig stórleik Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge, heima- velli Chelsea. „Þetta var algjör draum- ur, sérstaklega Manchester United-Barcelona. Það var algjör hátíð,“ segir Auð- unn, sem er mikill United- aðdáandi. Komst liðið með 1-0 sigri sínum í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 1999 og mætir þar Chelsea, sem hefur aldrei áður náð í úrslitin. Ferðin var þó ekki eintóm gleði fyrir Auðun því honum var hent út af leik Chelsea og United fyrir að fagna jöfnun- armarki sinna manna. „Ég var í Chelsea-stúkunni og fagnaði og þá ætluðu ein- hverjir tjallar að ráðast á mig. Þannig að ég sá ekki þegar Chelsea komst í 2-1. Ég var skít- hræddur og hélt það ætti að drepa mig. Það var einn sem ætl- aði að slá til mín.“ Honum var í framhaldinu fylgt í burtu af öryggisvörðum. „Ég fagnaði, en samt ekki hátt. Ég stóð ekki upp og öskraði ekki neitt en það sást að ég var ánægður. Þeir fyrir framan mig sáu það og öskruðu á mig og þá tók öll stúkan við sér,“ segir hann og þakkar fyrir að hafa komist heill út úr því ævintýri. Þrátt fyrir hrakfarirnar er Auðunn hvergi banginn því hann hefur þegar tryggt sér miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu 21. maí. Væntanlega mun hann þó hugsa sig tvisvar um áður en hann fagnar marki sinna manna, fari svo að United skori gegn Chel- sea í leiknum. Ýmislegt er fram undan hjá Auð- uni á sjónvarpsskjánum. Í haust birtist hann í gamanþáttunum Rík- inu ásamt Sveppa, Eggerti Þorleifs- syni, Þorsteini Bachmann og fleir- um og eftir það taka við þættir þar sem hann tekur hús á nokkrum af okkar þekktustu atvinnumönnum. Á meðal þeirra eru Eiður Smári Guð- johnsen, Ólafur Stefánsson, Her- mann Hreiðarsson, Jón Arnór Stef- ánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. freyr@frettabladid.is AUÐUNN BLÖNDAL: FÓR Í MIKLA PÍLAGRÍMSFÖR TIL ENGLANDS Auðuni Blöndal fylgt út af Stamford Bridge AUÐUNN BLÖNDAL Auðunn er nýkominn heim úr mikli pílagríms- för til Englands þar sem hann sá þrjá fótboltaleiki. PAUL SCHOLES Auðunn sá Paul Scholes skora sigurmark Manchester United gegn Barce- lona í Meistaradeild Evrópu. Meðal annarra starfa sem Láru Ómarsdóttur bauðst eftir að spurðist að hún væri á lausu var að gerast sérleg- ur talsmaður vörubílstjóra. Sjálfur Sturla Jónsson hringdi í Láru og reyndi að koma henni í skilning um að þetta væri það eina rétta í stöðunni en Lára afþakkaði gott boð. Sigmundur Ernir Rúnarsson er að venju með sinn ágæta þátt Mannamál að kvöldi sunnudags- kvölds. Í næsta þætti verður það Guðni Ágústsson sem mætir í viðtal sem aðalgestur. Guðni mun koma heitur af miðstjórnarfundi Framsóknarflokks- ins þar sem gera á upp Evrópumálin. Ætli menn að um kunningjaspjall Sigmundar og Guðna verði að ræða í ljósi þess að Sigmundur skrifaði ævisögu Guðna nýverið vaða þeir villu og svíma. Heyrist að Sigmundur vilji nú hjóla í formanninn á breiðu dekkjunum svo mjög að hann kallar komandi þátt Brúnastaðabar- dagann. Stefán Máni, spútnikkinn í rithöfundastétt, verður með bók í jólabókaflóðinu í ár og hefur skilað inn handriti til útgefanda síns. Vinnuheitið er Ódáðahraun og er í svipuðum anda og Skipið sem vakti verðskuldaða athygli þegar bókin sú kom út fyrir tæpum tveimur árum. Styttist nú í að ZikZak hefji tökur á mynd byggðri á bókinni Svartur á leik sem Stefán skrifaði árið 2004 en sú bók fjallar um undir- heima Íslands. Í framhaldi af því er ZikZak búið að tryggja sér kvikmyndarétt á Skipinu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.