Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 74
50 3. maí 2008 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR KEFLAVÍK 8. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 6. sæti í A-deild 2006 4. sæti í A-deild 2005 4. sæti í A-deild 2004 5. sæti í A-deild 2003 1. sæti í B-deild 2002 9. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 3 3 GUÐMUNDUR VIÐAR METE HALLGRÍMUR JÓNASSON GUÐMUNDUR STEINARSSON > LYKILMAÐURINN Simun Samuelsen sló rækilega í gegn með Keflavíkurliðinu síðasta sumar. Þessi eldfljóti og skemmtilegi Færeying- ur fær enn stærra hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í sumar og þarf að vera leiðandi afl í sóknarleik liðsins. Simun skoraði sex mörk í Landsbankadeildinni síðasta sumar og lagði upp fleiri. Sim- un er metnaðarfullur leikmaður sem hefur hug á að fara í atvinnu- mennsku og hann reyndi meðal annars fyrir sér í Noregi í vetur en með takmörkuðum árangri. > X-FAKTORINN Miðjan hjá Keflvíkingum er stórt spurningarmerki. Keflavík missti akk- eri sitt, Jónas Guðna Sævarsson, til KR og áður hafði meðal annars Baldur Sigurðsson horfið á braut. Erfitt er að sjá hverjir eigi að leysa þessi hlutverk með sóma og gengi liðsins kemur að stóru leyti með því að ráðast á hversu sterk miðjan sé. Það er óhætt að segja að Keflavíkurliðið í sumar sé stórt spurningarmerki. Liðið hefur misst öfluga leikmenn á borð við Jónas Guðna, Kotilainen og Milisevic en fengið takmarkaðan liðsstyrk á móti. Þar ber helst að nefna Patrick Redo sem kemur frá Fram en hann sló ekki beint í gegn í Safamýrinni. Jón Gunnar Eysteins- son kom síðan frá Fjarðabyggð. Keflvíkingar virðast búa við þröngan fjárkost og þeir hafa neyðst til að selja marga af sínum bestu mönnum undanfarin ár. Því hefur verið mætt með kaupum á erlendum leikmönnum en lítið hefur borið á slíku í vetur. Kristjáni Guðmundssyni þjálf- ara er því nokkur vandi á höndum og verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst til með Keflavík í sumar. Það reynir virkilega á þjálfarann í sumar. Sumarið í fyrra var rysjótt hjá Keflavík, liðið byrjaði vel en allur botn datt úr leik þess eftir stríðið mikla á Akranesi sem aldrei nokkurn tíma mun gleymast. Þó svo að miðja liðsins hafi veikst mikið má ekki gleyma því að í liðinu eru reyndir og snjallir leikmenn á borð við Mete, Hall- grím Jónasson, Þórarin Kristjánsson, Simun Samuelsen og Guðmund Steinarsson. Breiddin er aftur á móti lítil og ungu strákarnir þurfa að stíga upp ef Keflavík á að ná einhverjum árangri, sem og að forðast fallbaráttu sem liðið gæti hæglega lent í ef menn eru ekki til í slaginn. Keflavík er spurningarmerki HANDBOLTI Lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik fer fram í dag þar sem annaðhvort Fram eða núverandi Íslandsmeistarar Stjörnunnar munu hampa titlin- um. Fram situr á toppi deildarinnar sem stendur með 41 stig og hefur þegar lokið keppni en Stjarnan fylgir Safamýrarliðinu fast á eftir með 39 stig og þarf sigur í lokaleik sínum gegn Val í Mýrinni í dag kl. 16 til þess að verja Íslandsmeist- aratitilinn. Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, kvað lið sitt tilbúið fyrir átök í dag. Við erum með örlögin í okkar höndum „Stjörnustelpurnar hafa sýnt frábæran vilja og samstöðu til þess að koma okkur í þá stöðu sem við erum komin í núna í dag og þær verða tilbúnar í átök gegn Val,“ sagði Aðalsteinn sem hvetur fólk til að fjölmenna í Mýrina. „Þetta er með stærri leikjum sem hafa verið og allt verður því lagt undir. Við erum með örlögin í okkar höndum og hömpum titlin- um ef við klárum verkefnið, ann- ars munu Framstelpurnar labba niður af pöllunum og taka við titl- inum. Hvernig sem fer þá mun það lið sem tekur titilinn eiga hann fyllilega skilið,“ sagði Aðalsteinn að lokum. Það er kominn tími til að Valur vinni Stjörnuna Ágúst Þór Jóhanns- son, þjálfari Vals, telur leikinn gegn Stjörn- unni að mörgu leyti mikilvægan þrátt fyrir að Valur eigi ekki lengur möguleika á að landa Íslandsmeistaratitl- inum. „Við erum búin að undirbúa okkur vel fyrir leikinn og mætum í Mýr- ina með það að mark- miði að vinna okkar síðasta leik,“ sagði Ágúst sem stýrir Val í sínum síðasta leik með liðið eftir þrjú ár á Hlíðarenda. „Það er klárt mál að ég og við ætlum að enda þetta á jákvæð- um nótum með tímabærum sigri á Stjörnunni þar sem við erum þegar búin að tapa tvisvar sinn- um gegn Garðabæj- arliðinu í N1-deild- inni í vetur,“ sagði Ágúst sem telur að það lið sem verði Íslandsmeistari, hvort sem það verði Fram eða Stjarnan, sé vel að titlinum komið. „Stjörnuliðið hefur komið gríð- arlega öflugt til baka eftir áramót og sýnt sterkan karakter og Fram hefur náð frábærum árangri með ungu og efnilegu liði og það yrði mikill sigur fyrir þær að vinna deildina, annars er ég ekkert að spá í þetta og hugsa bara um mitt lið,“ sagði Ágúst að lokum. omar@frettabladid.is Lokaátökin í Mýrinni í dag Úrslitin í N1-deild kvenna í handbolta ráðast í dag þar sem Stjarnan getur varið Íslandsmeistaratitil sinn með sigri gegn Val. Ef Stjarnan misstígur sig hins vegar í Mýrinni og gerir jafntefli eða tapar gegn Val verður Fram Íslandsmeistari. ÁTÖK Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, segir lið sitt tilbúið í átök gegn Val í dag. ALEKSANDAR DJOROVIC FYRIRLIÐINN Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar, hampar Íslandsmeistaratitlinum vinni Garðabæjarliðið Val í sannkölluðum stórleik í Mýrinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Miðjumaðurinn Heimir Örn Árnason er einhver eftirsóttasti hand- boltamaður landsins um þessar mundir. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að Heimir hafi fengið freistandi tilboð frá FH og nú berast þær fregnir að hann sé að ræða við Valsmenn. Sjálfur sagðist Heimir vonast til þess að klára mál sín um helgina eða fljótlega eftir helgi. Hann hyggst leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. - hbg Heimir Örn Árnason: Í viðræðum við Valsara FÓTBOLTI Íslenska U-19 ára landsliðið mun ekki leika í úrslitakeppni EM eftir 2-1 tap fyrir Búlgaríu í Noregi í gær. Leikurinn var hreinn úrslita- leikur um hvort liðanna færi í úrslitakeppnina. - hbg U-19 ára lið karla: EM-draumur- inn dáinn GUÐMUNDUR REYNIR GUNNARSSON KR-ingurinn efnilegi var í byrjunarliði U-19 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.