Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 68
44 3. maí 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Breiðar axlir hjá fatahönnuðum hafa ekki komið sterkar inn síðan á níunda áratugnum. Breskir hönnuðir eins og Giles, Gareth Pugh og Louise Goldin leyfðu öxlum að vera umfangsmiklar fyrir haust og vetur 2008, sem lætur mitti og mjaðmir líta út fyrir að vera agnarsmáar. Að vissu leyti minntu fötin líka á framtíðarmyndir eins og Blade Runner. Konur skulu sumsé sýna sterku hliðarnar næsta haust. amb@frettabladid.is BRESKIR HÖNNUÐIR SÝNA HINN NÝJA FÓKUS KVENLÍKAMANS: STERKAR HERÐAR GLAMÚR Glæsilegur koparbrúnn kvöldkjóll með fallegri bróderaðri herðaslá frá Roksöndu Ilincic. TÖFF Grátt vesti með miklum herðum við gráar aðsniðnar buxur frá Giles. Nú er vorið virkilega komið á Íslandi þrátt fyrir að sumarið sé væntanlega komið á flestum öðrum stöðum jarðkringlunnar. Það er því vert að fara að rýma fataskápinn af allra hlýjustu flíkunum og kápunum og fara að spá í hvað gengur í ellefu stiga hita í maímánuði. Það virðast tvær meginstefnur ríkja varðandi sumartískuna og báðar eru blessunarlega lausar við of mikla pastel- og hörstemningu. Sú fyrri einkennist af mynstruðum kjólum og flíkum, gjarnan með blóma- mynstrum eða jafnvel einskonar málningaræfingum og batik. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma hræðilega þá er þetta bara skemmtilega rómantískt og kvenlegt og upplagt að blanda þessu við svart til að gefa því aðeins grófara yfirbragð. Hin stefnan er rokkabillílúkkið sem er auðvitað alltaf svalt en kemur sterkt inn í sumar í formi stuttra leðurjakka sem eru settir við annað hvort buxur og bol eða kvenlegan kjól með víðu pilsi. Ökklastígvél og/eða ökklasokkar og svartur blautur eyeliner fullkomna svo lúkkið. Mér finnst alveg af og frá að konur fari að tína upp litríkar sumarflíkur í túrkísbláum, skærbleikum eða appelsínugulum tónum svo snemma sumars og reyndar finnst mér þessir litir aðeins ganga á suðrænum slóðum þar sem birtan er öðruvísi. Á landi þar sem er alltaf hálfgerður stinningskuldi finnst mér mun smartara að halda sig við hlutlausa litapallettu og poppa hana til dæmis aðeins upp með litríku veski eða klút. Ekkert finnst mér heldur kuldalegra áhorfs en að sjá stúlkur hlaupa um eftir miðnætti um götur miðborgarinnar berleggjaðar þrátt fyrir að það sé eðlilegt í öðrum evrópskum borgum. Hér heima er þetta bara ávísun á bláa fótleggi og blöðrubólgu. Prufið eitthvað dálítið öðruvísi við svartar leggings eða buxur, sokkar eru alltaf skemmtileg lausn, til dæmis hvítir blúndu- sokkar við himinháa hæla og svartar leggings eru í Prada-andanum og berist með „attitjúd.“ Það er í hæsta máta hægt að bera tásurnar við flottar síðbuxur ef þær eru fallega rauðlakkaðar. Hvað skótau varðar þá er auðvitað um að gera að njóta þess að slabbið sé loksins horfið á braut og nota alla fallegu hælaskóna sem maður á, nú, eða skella sér í ballerínuskó sem eru sætasti fótbúnaður sumarsins. En allavega, eins og vanalega gildir reglan minna er meira í sumar, að minnsta kosti þangað til að við fljúgum til fjarlægra stranda þar sem túrkisbikiníið og gullskórnir munu slá í gegn. Veturinn kveður >FER SLIMANE TIL DIESEL? Ofurhönnuðurinn Hedi Slimane yfirgaf tísku- húsið Dior í mars eftir rifrildi við yfirmenn fyrirtækisins Louis Vuitton Moet Hennessy. Hann hefur þó sést undanfarið á fundum með stjórnarformanninum Bernard Arnault og sögur eru uppi um að hann taki mögulega við hönn- un á Diesel-merkinu eða hanni sérstaka Hedi Slimane línu fyrir Diesel. Ítalska merkið, sem er þekktast fyrir gallabuxur, hefur ekki svarað sögunum enn sem komið er. ... armband sem myndi sæma egypskri drottningu frá Mawi, fæst í Systrum, Laugavegi. OKKUR LANGAR Í … LOÐFELDUR Fallegur kola - grár feldur með fyrirferðarmiklum öxlum og bleikum linda í mittið. PÚFF-AXLIR Dimmblár kjól sem minnir á dúnúlpu frá Giles. GEIMVERU- LEGT Framúr- stefnuleg klæði í ný- gotneskum stíl frá Gareth Pugh. FELDUR OG FIÐUR Stórfenglegur svartur jakki frá Giles fyrir haust/vetur 2008. ... glamúrgleraugu sumarsins frá Dior. Fást í Gleraugna- smiðjunni, Kringlu og Laugavegi. ... fallega opna rauða skó fyrir sumarið frá Sonia Rykiel. Fást í KronKron, Laugavegi. pars pro toto kynnir: nýtt dansverk í Iðnó FRUMSÝNT 1. MAÍ 2008 Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Höfundar og flytjendur: Ástrós Gunnarsdóttir Lára Stefánsdóttir Texti: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Guðni Franzson o.fl. Búningar: Dýrleif Örlygsdóttir Miðasala: midi.is og í Iðnó: idno@xnet.is s: 5629700 Einstök upplifun! Næstu sýningar: 3. maí 9. maí 10.maí 17.maí 23.maí 24.maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.