Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 58
34 3. maí 2008 LAUGARDAGUR M egrunarlausi dagurinn er alþjóð legt gras- rótarverkefni sem hóf göngu sína í Bretlandi sem andsvar við megrunaráróðr- inum í samfélagi nútímans,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðing- ur og einn aðstandenda Megrun- arlausa dagsins. Jöfn virðing Sigrún segir tilganginn með Megrunarlausa deginum vera að vekja athygli á stanslausum áróðri um að fólk eigi að vera öðruvísi, en það er þar sem er ekki borin jöfn virðing fyrir fólki eftir líkams vexti. „Skilaboðin eru að grannur vöxtur sé flottastur og það sé hræði legt að vera feit- ur.“ Margs konar vandamál spretti upp frá þessu. „Eins og þunglyndi, slæm líkamsmynd, átraskanir og for dómar gagnvart þeim sem passa ekki inn í hug- myndir okkar um réttan líkams- vöxt.“ „Þetta er það sem ég vinn við alla daga,“ segir Sigrún sem er sálfræðingur í átröskunarteymi á Barna- og unglingageðdeild Land spítalans (BUGL). Hún vill þó taka skýrt fram að BUGL sé ekki aðili að Megrunarlausa deg- inum heldur sé um óformlegan áhugamannahóp um hugarfars- breytingu á þessu sviði að ræða. Víðtæk áhrif Sigrún segir mörgum finnast þeir ekki vera rétt vaxnir eða ekki frambærilegir hvað útlitið varðar. Skömm á eigin líkama hafi áhrif, bæði á andlega og lík- amlega heilsu. „Manneskja sem skammast sín fyrir líkama sinn dregur sig í hlé. Hún er síður lík- leg til að hreyfa sig, fara í sund eða út að ganga, af því hún vill frekar vera í felum.“ Þá hafi bandarískar rannsóknir á ungling- um sýnt að þeir sem eru óánægðir með lík- ama sinn lifi óheil- brigðara lífi en aðrir. Í ljós hafi komið að ungl- ingar sem höfðu slæma líkamsmynd í upphafi rannsóknar voru ólík- legri til að hreyfa sig fimm árum síðar og lík- legri til að stunda ofát og óheilbrigðar þyngd- arstjórnunar aðferðir eins og að sleppa mál tíðum, svelta sig, taka lyf og fleira. Sam- bærileg rannsókn hefur ekki verið unnin á Íslandi. „En við vitum frá íslenskum rannsóknum að lík- amsmynd unglinga hefur mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra.“ Einnig hafi nýleg athyglisverð bandarísk rannsókn sýnt fram á sterk tengsl eru milli líkams- myndar eða hvað fólki finnist um líkama sinn og fjölda veikinda- daga. Voru tengslin mun sterkari en við það hversu þungt fólk var í raun og veru. „Samkvæmt þessu tengist það að finnast maður vera feitur fleiri veikinda- dögum heldur en það að vera feitur.“ Brenglað gildismat „Gildismatið í þjóðfé- laginu og í vestrænum löndum yfir höfuð varð andi líkamsvöxt og þyngd er hlutdrægt,“ segir Sigrún. Hún segir að ekki sé borin jöfn virðing fyrir öllum heldur sé ákveðinn hópur upp haf inn. Grönnu fólki séu eign- aðir per sónueiginleik- ar sem það eigi ekki endilega skilið, eigin- leikar eins og sjálfsagi, dugnaður og hóf semi. „Margir eru kannski bara þannig frá náttúr- unnar hendi að þeir hald ast grannir, nokkurn veginn sama hvað þeir gera.“ Þeir geti jafnvel lifað mjög óheilbrigðu lífi, borðað óreglulega og reykt. „Samt sem áður eignum við þeim sjálf- krafa einhverjar dyggðir á meðan við eignum feitu fólki lestina, hvort sem það á það skilið eða ekki. Þá þykjumst við viss, bara með því að horfa á þann sem er feitur, að hann sé ekki duglegur að hreyfa sig, örugglega mat gráðug- ur og hafi lítinn viljastyrk.“ Sig- rún segir fjöldamargar er lend ar rannsóknir hafa staðfest þetta. „Það er að þessir fordómar ríkja almennt í vestrænum sam félög- um.“ Sigrún segir rannsóknir hafa sýnt að þessi hugsun, að grannur líkamsvöxtur sé afurð einhvers konar dyggða og að feitur vöxtur sé þá afleiðing rangrar hegðunar tengist hugmyndafræði mót mæl enda trúar um að vinnan sé dyggð. „Þú uppskerð eins og þú sáir. Hver er sinnar gæfu smiður og þú hefur eitthvað gert til að verðskulda þitt hlutskipti.“ Fordómar Fitufordómar hafa allt við sig til að verða mjög sterkir og víðtækir fordómar. „Þeir byggja á eigin- leika sem er sýnilegur, þannig að þú sérð strax hvort þér á að líka vel eða illa við manneskjuna.“ Segir hún þetta talda afleiðingu vilja stýrðrar hegðunar. „Þannig að þú getur réttlætt fyrir þér að vera illa við manneskjuna af því að hún hefur kallað þetta yfir sig sjálf.“ Það er með öðrum orðum mann eskjunni sjálfri að kenna. Hvað er hægt að gera? „Markmið dagsins er að vekja athygli á að staðan sé svona, að við séum öll með fyrirfram gefið gild- ismat sem við lærum af því að lifa í þessu þjóðfélagi og að þetta gild- ismat sé óréttlátt.“ Fólki sé mis- munað vegna þátta sem það hafi litla stjórn á. „Auðvitað höfum við einhverja stjórn á holdafari en hún er miklu minni en svo að við getum sagt að það sé spurning um val. Feitt fólk breytist ekki í grannt fólk bara af því að fara að hreyfa sig.“ Hugarfarsbreyting Sigrún segir Megrunarlausa dag- inn snúast um að vekja athygli á hversu óréttlátt gildismat þjóðfé- lagsins sé og með deginum sé ætl- unin reyna að vekja ákveðna hug- arfarsbreytingu. Hún segir þetta eins og alla aðra mann réttinda bar- áttu. „Markmiðið er að breyta gildismati þjóðfélagsins.“ Auðvitað sé markmiðið líka bar- átta gegn ákveðnum viðhorfum og neikvæðum öflum sem geri fólki lífið leitt og kalli oft fram mjög alvarlega vanlíðan. „En við viljum leggja þetta fram sem jákvæðan boðskap. Við erum í raun og veru að berjast fyrir líkamsvirðingu. Við viljum að það sé borin jöfn virðing fyrir fólki og öllum sé gert kleift að þykja vænt um líkama sinn og líða vel í honum, hvernig sem þeir eru vaxnir.“ Andsvar við megrunaráróðrinum Megrunarlausi dagurinn var stofnað- ur árið 1992 af Mary Evans Young, breskri konu sem átti við átröskun að stríða. Síðan þá hefur skipulögð dagskrá verið haldin víða um heim til að vekja athygli á þeim miklu þjáningum sem hljót ast af þrá- hyggju fólks um grannan vöxt. „Þetta er óformlegur áhuga manna - hópur um hugarfars breytingu á þessu sviði,“ segir Sigrún. „Það er engin yfirstofnun sem á einkarétt á þessu heldur er þetta ákveðin hug- mynd sem hefur gengið manna á milli og það fer algerlega eftir hvað hver og einn er tilbúinn að gera hversu stórt þetta verður.“ Er dagurinn nú haldinn í þriðja sinn á Íslandi hinn 6. maí næst kom- andi. Að þessu sinni verður ekki um hefðbundna dagskrá að ræða. Þegar eru farnar að birtast auglýs- ingar á strætisvögnum. Einnig verða gefin út póstkort sem ætlunin er að dreifa víðs vegar um bæinn. Þá verður boð skapnum komið til skila í skjá auglýsingum í kvikmyndahús- um. „Að vera með einhvern einn atburð á einum degi hefur takmarkað lífgildi, þannig að okkur langaði að gera eitthvað núna sem nær að vekja meiri athygli á málefninu og hefur möguleika á að lifa lengur.“ MEGRUNARLAUSI DAGURINN 6. MAÍ PÓSTKORT Póstkortum verður dreift víða um bæinn, meðal annars á kaffihús til að vekja athygli á boðskap áhugafólks um hugarfarsbreytingu gagnvart áróðri um að fólk eigi að vera öðruvísi en það er. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR Vill að öllum sé gert kleift að þykja vænt um líkama sinn og líða vel í honum, hvernig sem fólk er vaxið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skömm fólks á eigin líkama getur haft víð- tæk áhrif á andlega og líkamlega heilsu þess. Áróður um að fólk eigi að vera öðruvísi var uppspretta Megrunar- lausa dagsins sem hald- inn er á þriðjudaginn. Olav Veigar Davíðsson blaðamaður ræddi við Sigrúnu Daníelsdótt- ur, sálfræðing og einn aðstandanda verkefn- isins, um tilgang þess og áhrif sjálfsmyndar á heilsu. Að líða illa í eigin skinni virðist hamla því að maður hugsi vel um sig. Aðstandendur Megrunarlausa dagsins og kvennahlaupsnefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eiga í hugmyndafræðilegu samstarfi vegna kvennahlaupsins sem fram fer 7. júní í sumar. Þema hlaupsins í ár verður líkamsvirðing undir slagorðinu Hraustar konur, heilbrigt hugar far. Sigrún segir markmiðið vera að koma þeim skilaboðum til kvenna að hreyfing snúist ekki um ákveðinn líkamsvöxt heldur sé hreyf- ing uppbygging fyrir líkama og sál. „Þó ætlunin sé að huga að heilsunni þá þurfum við líka að hugsa um að hugarfar okkar sé heilbrigt og að við metum okkur sjálfar að verðleikum eins og við erum.“ SAMSTARF VIÐ KVENNAHLAUP ÍSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.