Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 32
[ ]Undirfötin mega fara að taka mið af hækkandi sól eins og annað í fataskápnum. Líflegir litir og fallegar blúndur eru málið í sumar. Útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum lauk nú í vikunni en þar kenndi ýmissa grasa. „Húmor og súrrealismi í bland við kraft og kven- leika er það sem liggur á bak við línuna hjá mér,“ útskýrir Eva María Árnadóttir en hún var ein þeirra sem sýndu lokaverkefni sitt í fatahönnun á Kjar- valsstöðum. Eva María leitaði innblásturs til ljós- mynda Jean-Paul Goude af Grace Jones og bera flík- urnar merki breiðra axla. Litirnir eru sterk-gulur og bleikur ásamt gráu, svörtu og hvítu. „Það má segja að Grace Jones sé áhrifavaldur á bak við línuna hjá mér,“ segir Eva María. „Ég leik mér að andstæðum í vídd og mittin eru þröng og kvenleg á móti risastórum breiðum öxlum. Ég bjó til plast- skeljar innan í fötin til að búa til risaaxlir en axlirnar klæðir maður sig í sérstak- lega og þær eru líka brjósta- haldari, þetta eru sérstakar flíkur.“ Hugmyndavinnan fyrir lokaverkefnið byrjaði í janúar. Síðan tók við skissuvinna og svo var farið að sníða og sauma. Eva María gerði öll snið- in sjálf og fékk svo aðstoð fjölskyldu og vina við saumaskapinn. Hún er bjartsýn á framtíðina og ætlar einungis að taka sér stutt sumarfrí áður en hún hellir sér í meiri vinnu. „Ég ætla mér að finna vinnu í þessum bransa hérna heima og leitin mun hefjast á næstu vikum. Svo í framtíðinni er stefnan tekin á útlönd að vinna fyrir einhvern stóran. Ég vil byrja á að safna mér reynslu en ég var í starfsþjálfun í New York síðasta sumar hjá Marc Jacobs fatahönnuði og fór á fyrsta ári í skólanum til Parísar að vinna í mánuð fyrir tískuvikuna,“ útskýrir Eva María og er því búin að fá smjörþefinn af bransanum í útlöndum. Hvað flík- urnar í lokaverkefninu við LHÍ varðar segir hún þær fara í geymslu en hún tekur við pöntunum frá áhugasömum. heida@frettabladid.is Risaaxlir og mjó mitti Eva María leikur sér með andstæður í vídd og mittin eru kvenleg og þröng. Eva María Árnadóttir, nýútskrifaður fatahönnuður, stefnir á útlönd í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýir veggstenslar og litir. Magna Huld Sigurbjörnsdóttir hársnyrtir ( áður hjá Primadonnu ) Hefur hafi ð störf á ný á Hársnyrtistofu Grafarholts, Kirkjustétt 2-6, 2 hæð. Gamlir sem nýir kúnnar hjartanlega velkomnir. Tímapantanir í síma 567-5700 Nánari upplýsingar á fm957.is. SKEMMTUN YFIR HÆTTUMÖRKUM Miðasala í verslunum Símans og á midi.is. Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 24,5% 39,3% At vi nn ub la ð M or gu nb la ðs in s At vi nn ub la ð Fr ét ta bl að si ns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.