Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 4

Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 4
4 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 BORGARMÁL Minnihluti borgar- stjórnar segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóra miðborgar, tjá sig sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og óskar álits Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns um ummæli sem Jakob hefur látið falla í fjölmiðl- um. Orð hans, meðal annars um Dag B. Eggertsson, borgarfulltrúa Samfylkingar, túlkar minnihlutinn sem svo að hann gæti ekki hlut- leysis sem embættismaður borg- arinnar og hugsanlega séu lög sem skilgreini réttindi og skyldur starfsmanna borgarinnar brotin. Jakob lét meðal annarra þau orð falla í þættinum Vikulok á Rás eitt og Mannamáli á Stöð 2 að Dagur væri bitur læknir sem uni ekki kollega sínum að sitja í stól borgarstjóra. Dagur segir minnihlutann hafa óskað eftir áliti borgarlögmanns vegna framgöngu Jakobs og svara sé beðið við níu spurningum varð- andi ráðningu hans sem fram- kvæmdastjóra miðborgar. Spurð- ur um persónuleg ummæli sem Jakob viðhafði um hann segist Dagur ekki ætla að munnhöggvast yfir þeim. „Mér finnst Jakob fyrst og fremst með þessari framgöngu og orðavali gera lítið úr þeim mál- flutningi borgarstjóra að hann sé faglegur embættismaður. Jakob virðist líta á sig sem pólitískan málsvara og það er í samræmi við það sem okkur hefur fundist ráðn- ing hans bera keim af allt frá upp- hafi.“ Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir að ef ummæli Jakobs teljist utan þeirra marka sem skilgreind séu í reglum um réttindi og skyldur starfs- manna Reykjavíkurborgar sé nauðsynlegt að fá úr því skorið með áliti borgarlögmanns. „Orð hans um borgarfulltrúa minnihlut- ans staðfesta að hann er pólitískur talsmaður borgarstjóra en ekki hlutlaus embættismaður. Rökræða við borgarstjóra um stöðu Jakobs Frímanns er óþörf, því hann hefur komið fram með mjög skýrum hætti sem talsmaður hans. Við þurfum ekki að fá úr því skorið heldur hvort Jakob sé að fara á svig við þær reglur sem hlutlausir embættismenn eiga að vinna eftir.“ Jakob Frímann segir umleitan minnihlutans til borgarlögmanns ekki þess eðlis að hann sjái ástæðu til að tjá sig um hana. Ekki náðist í borgarlögmann við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Segja Jakob Frímann pólitískan ráðgjafa Minnihluti borgarstjórnar óskar eftir áliti borgarlögmanns vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar um borgarfulltrúa. Spurt er hvort reglur hafi verið brotnar og hann sé ráðgjafi borgarstjóra en ekki hlutlaus embættismaður. DAGUR B. EGGERTSSON JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSONSVANDÍS SVAVARSDÓTTIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 19° 21° 9° 19° 22° 25° 26° 23° 21° 22° 25° 25° 26° 24° 22° 30° 28° 12 Á MORGUN Hæg, vestlæg eða breytileg átt. FÖSTUDAGUR Hægar, austlægar áttir. 9 12 13 8 14 15 10 11 10 11 4 6 8 6 2 910 HÆGVIÐRASAMT Fram á föstudag verður hægviðra- samt um mestallt land en um helgina eru horfur á að lægð gangi yfi r landið með vætu. Samfara því mun bæta í vind. Dagurinn í dag verður mildur með hita allt að 17-18 stigum til landsins en á morgun kóln- ar nokkuð norðan og austan til. 6 7 7 1412 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Bilaður neyðarsendir Þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var snúið við í gær eftir að hún hafði hafið leit að ítölskum ferðamanni. Sendir sem hann bar hafði farið af stað fyrir slysni. Lögregla mun taka skýrslu af manninum. LANDHELGISGÆSLAN LISTAHÁTÍÐ „Allur undirbúningur og miðasala gengur mjög vel,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningar- stjóri Listahátíðar í Reykjavík, en hátíðin verður sett í Hafnarhúsinu á morgun. Nær uppselt er á hljómleika bandaríska djasstónlistarmannsins Wayne Shorter í Háskólabíói þann 24. maí. Litlu virðist skipta að sama kvöld fer fram úrslitakeppni Eur- ovision í Serbíu, enda markhópur tónleika Shorter líklega annar en Eurobandsins. Einnig hefur verið rífandi sala á tónleika afrísku hljómsveitarinnar Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá og gengur miðasala á þá mjög vel. Super Mama Djombo, sem er ein vinsæl- asta hljómsveit Vestur-Afríku, tók upp hljómplötu hér á landi í nóvem- ber síðastliðnum. Egill Ólafsson syngur í einu lagi plötunnar og mun stíga á stokk með sveitinni á Nasa 30. og 31. maí. Guðrún segir mikla stemningu ríkja fyrir Listahátíð í ár. „Hátíðin er orðin að órjúfanlegum hluta af tilveru mjög margra, hvort sem um er að ræða menntaskólanema eða virðulega eldri borgara. Ég veit ekki hversu lengi hátíðin getur stækkað, en gæðin eru alltaf í fyrirrúmi.“ Best er að nálgast miða á við- burði á listahatid.is og miði.is. - kg Miðasala á atburði Listahátíðar í Reykjavík gengur vel: Mikill áhugi á Wayne Shorter SUPER MAMA DJOMBO Mikill áhugi er á tónleikum sveitarinnar frá Gíneu-Bissá á Nasa 30. og 31. maí. HAMFARIR Rauði kross Íslands hefur sent 20 milljónir til hamfarasvæðanna í Búrma. Síðar í vikunni er von á endurskoðaðri neyðarbeiðni frá Búrma. Í kjölfar hennar verður fjárþörfin metin. Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossinum segir ekki víst hvort Íslendingar fari til Búrma nú. Líklegra er að það verði í uppbyggingarstarfi næstu mánaða. Rauða krossinn í Kína hefur safnað 1,3 milljörðum íslenskra króna vegna jarðskjálftans þar. Ekki er víst hvort nauðsyn er á alþjóðlegri hjálparbeiðni. - kóp Rauði kross Íslands: Sendir 20 millj- ónir til Búrma GENGIÐ 13.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,4689 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,69 79,07 153,26 154,00 121,69 122,37 16,303 16,399 15,506 15,598 13,107 13,183 0,759 0,7634 127,38 128,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR UMHVERFISMÁL Leiðin til að skapa rými fyrir fólk í borgum er að ganga á rými bifreiða, sagði Jan Gehl, arkitekt og fyrrverandi prófessor við Kaupmannahafn- arháskóla, á fyrirlestri á vegum Félags íslenskra landslagsarki- tekta í gær. Gehl segir að fleiri og betri vegir og bílastæði merki aðeins meiri umferð og loft- mengun. Gehl hefur skrifað bók um hvernig Kaupmannahöfn hvarf frá því að vera bílaborg til þess að vera borg útilífs og útivistar. Hlutfall þeirra sem nú hjóla til og frá vinnu í Kaupmannahöfn er nú 36 prósent. Gehl sagði að leiðin til að bjarga borg undan bílnum væri að greiða götu gangandi og hjólandi með áberandi og áþreifanlegum hætti. - shá Fyrirlestur um borgir og bíla: Bílar víki fyrir fólki í borgum BÍLABORG Fólk á að ganga fyrir í skipu- lagsmálum borga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PALESTÍNA, AP Salam Fayyed, forsætisráðherra Palestínu- stjórnar, segir það óviðeigandi að Ísraelar skuli halda upp á 60 ára afmæli ríkis síns meðan Palest- ínumenn þjást. Fayyad þykir hófsamur og er ekki vanur að taka sterkt til orða, en sagði ekki rétt að halda hátíð meðan Ísrael er enn með herlið og landtökufólk á Vesturbakkan- um. Ísraelar fögnuðu 60 ára afmæli ríkisins með pompi og prakt í síðustu viku, en í dag minnast Palestínumenn upphafs þjáninga sinna árið 1948. Palestínumenn kalla þetta sextíu ára tímabil „nabka“ eða hamfarir. - gb Forsætisráðherra Palestínu: Hátíðahöldin ekki viðeigandi SALAM FAYYED STJÓRNMÁL „Ég mun fara yfir þetta mál ef beiðni kemur um eignarnám vegna virkjana,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra að loknum ríkisstjórnar- fundi í gær, en ekki liggur fyrir enn hvort forsvarsmenn Lands- virkjunar fari fram á eignarnám vegna virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Landeigendur við Þjórsá hafa neitað því alfarið að þeir ætli að semja við Landsvirkjun og því getur komið til kasta iðnaðarráð- herra. Hann var ekki tilbúinn til þess að gefa upp skoðun sína á málinu. „Ég mun taka á þessu ef til þess kemur og skoðun mín mun koma í ljós þá,“ sagði Össur. - mh Eignarnám vegna virkjana: Úrskurðar ef til þess verður þörf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.