Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 8
 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR BEÐIÐ EFTIR AÐSTOÐ Nemandi í framhaldsskóla sem hrundi í Beichuan sinnir skóla- félaga sínum, sem bíður þess að björgunarmenn hjálpi honum upp úr rústunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA „Kínverjar eru mjög stoltir af ríkisstjórninni akkúrat núna,“ segir Arnar Ágústsson, ungur Íslendingur sem býr í Peking. „Samkvæmt mínum heimildum voru fyrstu hermennirnir sendir á staðinn klukkan 15 að staðartíma, aðeins hálftíma eftir skjálftann. Þetta eru töluvert betri viðbrögð en til dæmis þegar fellibylurinn Katarína reið yfir New Orleans í Bandaríkjunum.“ Sjálfur fann Arnar ekki fyrir skjálftanum á sunnudag, enda er Peking í 1.500 kílómetra fjarlægð frá upptökunum. Margir íbúar Peking fundu þó fyrir skjálftanum og byggingar voru margar hverj- ar rýmdar í höfuðborginni af ótta við eftirskjálfta. Fimmtíu þúsund lögreglumenn og hermenn unnu að því að bjarga fólki úr rústum skóla og annarra bygginga á jarðskjálftasvæðunum í Sechuan-héraði, þar sem tjónið varð mest eftir jarðskjálftann á mánudag. Skjálftinn mældist 7,9 stig og voru upptök hans skammt norðan við Chengdu, höfuðstað héraðsins. Stjórnvöld í Kína sögðu að minnsta kosti tólf þúsund manns hafa farið í þessu eina héraði, en líklegt þykir að tala látinna eigi enn eftir að hækka mikið. Hermenn, sem þurftu að fara gangandi til bæjarins Yinxiu, þar sem 9.000 manns hafa búið, segja að líklega hafi einungis um 2.300 bæjarbúa lifað af hildarleikinn. Vegir til bæjarins eru ófærir vegna skemmda af völdum jarð- skjálftans. Víða hefur fólk enn ekki hætt sér inn í þau hús sem enn standa, heldur bjó sig í gær undir að sofa úti aðra nóttina í röð af ótta við eftirskjálfta. Víða skipuðu stjórnvöld fólki að halda sig úti við og settu öryggis- verði á vakt til að fylgja því banni eftir. Aðkoman var víða skelfileg. Í Beichuan er til dæmis talið að um þúsund nemendur og kennarar í framhaldsskóla hafi farist þegar skólabyggingin hrundi. Í Dujiang- yan hrundi sömuleiðis skólabygg- ing, og er talið að þar hafi um 900 nemendur grafist undir. Í Gansu-héraði kviknaði í fjöru- tíu vagna flutningalest sem fór út af teinunum. Þrettán tankvagnar fullir af bensíni brunnu enn, meira en sólarhring síðar. gudsteinn@frettabladid.is Sífellt fleiri finnast látnir Björgunarstarf á skjálftasvæðunum í Kína fór hratt og vel af stað. Tugir þúsunda liggja enn grafnir undir rústum. Óttast er að margir þeirra séu látnir. STJÓRNMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ standa fyrir málþingi á föstudag klukkan 16. Þar verður skeggrætt um það hvernig lýðræði virkar í sveitarfélögum. Fjallað verður um með hvaða hætti sveitarstjórnir á Íslandi haga samstarfi við ólíka aðila í samfélaginu. Fjöldi fyrirlesara tekur til máls, meðal annarra Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar. Mál- þingsstjóri er Dagur B. Eggerts- son. Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðunni www.stjornsyslu- stofnun.hi.is. - kóp Málþing um lýðræði: Skeggrætt um lýðræðismál hjá sveitarstjórnum OLÍUSLYS Yfirfull safnþró gerði það að verkum að olíubrák barst að ósum Elliðaánna í gær. Um 300 til 600 lítrar af svartolíu fóru í sjóinn úr skipinu Medemborg við Vogabakka á mánudag. Slökkvi- lið eyddi deginum við hreinsistörf og nýtti safnþró á Gelgjutanga til að þrífa hreinsibúnaðinn. Vegna mikillar úrkomu yfirfylltist þróin í fyrrinótt með þeim afleiðingum að olía úr búnaðinum og hreinsiefni rak að ósum Elliðaánna. Höskuldur Einarsson, deildar- stjóri mengunarvarna slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir brýnt að aðstaða liðsins til þrifa verði bætt. „Við getum ekki tekið olíu- blautar dælur og þess háttar upp á slökkvistöð og smúlað þær þar því þá fer allt í niðurfallið, sem við vilj- um ekki. Aðstaða til að þrífa búnað eftir olíuslys er ekki til staðar. Þetta er mál sem allir aðilar, slökkvilið, Faxaflóahöfn, Umhverfisstofnun og fleiri, þurfa að finna lausn á í sameiningu.“ Í gær voru ekki merki þess að mengunin ógnaði lífríki Elliðaánna. Guðni Guðbergsson, deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun, vonast til að laxaseiði í ánni hafi sloppið. „Við vitum ekki hvort gönguseiðin eru lögð af stað en það gerist yfirleitt um þetta leyti. Hefði þetta gerst á miðjum göngutíma með tugi þús- unda seiða syndandi úti á sundum hefði þetta getað haft áhrif, en það er afar erfitt að giska á svona lagað. Það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári þegar seiðin verða fullorðnir laxar,“ segir Guðni. - kg Olía og hreinsiefni bárust að ósum Elliðaánna í gærmorgun: Aðstöðuleysi ástæða lekans HREINSUNARSTARF Olían lak úr Medem- borg, hátt í 600 lítrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk VERTU MEÐ ALLAR TENGINGAR Í LAGI HÚSVAGNATRYGGING VÍS Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða, skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt. Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu við á næstu þjónustuskrifstofu og fáðu nánari upplýsingar. F í t o n / S Í A HVERNIG Á AÐ BREGÐAST VIÐ KRÍSUM? Þegar slæmir hlutir henda góð fyrirtæki eða stofnanir getur gott orðspor glatast á einu augnabliki. Nauðsynlegt er að fyrirtæki hafi neyðaráætlun reiðubúna, jafnvel gagnvart fyrirsjáanlegum vandamálum eins og því slæma efnahagsástandi sem nú ríkir. Fyrirlesarinn er Mary Schnack, en hún hefur starfað sem sérfræðingur í almannatengslum og samskiptum í tæp 30 ár. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rekstri almannatengslafyrirtækja og er margverð- launaður rithöfundur, fréttamaður og ráðgjafi. MÁLÞING Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK 16. MAÍ Frekari upplýsingar og skráning: Lóa Ingvarsdóttir li@ru.is, sími 599-6350 Verð kr. 19.800,- Meðal umræðuefnis • Neyðaráætlun • Þjálfun í samskiptum við fjölmiðla • Frumkvæði í fjölmiðla-/samfélagstengslum • Lykilatriði í tilkynningum Stund: Föstudaginn 16. maí kl. 9:00 - 12:00 Boðið verður upp á morgunmat frá kl. 8:30 Staður: Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2, stofa 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.