Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 13

Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 SJÁVARÚTVEGUR Árið 2007 nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 127 milljörðum króna og jókst um 2,8 prósent frá fyrra ári. Framleiðslan mæld á föstu verði dróst hins vegar saman um 2,3 prósent. Magn útfluttra sjávarafurða dróst saman um 6,3 prósent í tonnum talið. Útlutt afurðaverð- mæti allra aflategunda nema skel- og krabbadýrum og flatfiski jókst frá fyrra ári. Líkt og árið áður skiluðu frystar afurðir um helmingi útflutningsverðmætis. Af einstökum afurðum vó verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski þyngst, 12,7 milljarða króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru áttatíu prósent til evrópska efnahagssvæðisins, 6,2 prósent til Norður-Ameríku og 6,1 prósent til Asíu. - shá Útfluttar sjávarafurðir: Meiri verðmæti fyrir minni fisk ÚTSKIPUN Sjávarafurðir skila meiru í kassann þrátt fyrir minni afla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hillir undir sólstofu Næsti nágranni gestabústaðar for- setaembættisins hefur með samþykkt skipulagsfulltrúa færst einu skref nær því að fá að reisa sólstofu á lóð sinni. Borgaryfirvöld höfðu áður synjað honum um leyfi fyrir sólstofunni, þar sem ríkislögreglustjóri taldi hana ógn við öryggi í gestahúsinu. Úrskurðar- nefnd sagði það ekki næga ástæðu og felldi synjunina úr gildi. SKIPULAGSMÁL SUNDABRAUT Íbúasamtök Grafar- vogs og Laugardals hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau lýsa yfir vonbrigðum sínum með vinnubrögð samgönguráðuneytis- ins. Í tilkynningunni segir að samtökin lýsi yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun að kalla saman opinn fund um málefni Sunda- brautar með tveggja daga fyrirvara og án þess að gefa íbúum nokkurn ræðutíma. Fundurinn var haldinn í Ráðhhúsinu í síðustu viku. Íbúasamtökin krefjast þess að samráð við íbúa í málefnum Sundabrautar skuli virt. - kg Málefni Sundabrautar: Íbúasamtök vilja samráð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 0 8 1 0 Menningarlegir miðvikudagar í Bláa lóninu Alla miðvikudaga í maí kl. 19.30 verða menningarlegir viðburðir í boði fyrir baðgesti Bláa lónsins. www.bluelagoon.is Í KVÖLD! KLASSART Klassart á rætur sínar að rekja til Sand- gerðis og hefur vakið mikla athygli fyrir góða blústónlist. Fyrsta plata sveitarinnar sem kom út á síðasta ári ber nafnið Bottle of Blues og er önnur plata væntanleg í haust. Þau Smári og Fríða Dís Guðmunds- börn, forsprakkar Klassart, munu vera á rólegu nótunum í Bláa lóninu og flytja frumsamin lög í bland við annað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.