Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 28

Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 28
 14. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fl utningar Fæstir eiga sendibíl eða kerru til að grípa í við flutninga. Víða er þó hægt að leigja sér kerrur af ýmsum stærðum, til dæmis þegar staðið er í búslóðaflutningum eða flytja þarf rusl í Sorpu. Varast skal að leigja of litla kerru ef flytja þarf mikið og þungt og einnig geta litlar vörutrillur komið sér vel við þungaflutninga upp og niður tröppur. Þá er hægt að leigja lokaðar kerrur þegar rignir, þannig að margt er í boði. Kerrur til flutninga Þegar byrjað er að pakka niður komast margir fljótt að því hversu mikið þeir eiga og oft verður tilhugsunin um að koma öllum eigunum í kassa yfirþyrmandi. Ef tími gefst til er mjög gott að geta farið í gegnum allar eigurnar og gefið eða hent því sem ekki er notað. Hagnýtt viðmið er að henda flík eða hlut sem hefur ekki verið notaður í meira en ár og enginn hefur saknað. Einnig skiptir miklu máli að pakka rétt í kassa. Ekki dugir að henda einhverju saman, heldur þarf að huga að stærð kassanna og þyngd hlutanna sem á að pakka, hvort þeir séu brothættir og þar fram eftir götunum. Til dæmis skal nota litla kassa undir þunga hluti eins og bækur, leirtau, potta og pönnur eða stóra og brothætta skraut- muni. Þegar pakka á brothættum hlutum þarf að búa vel um þá. Til þess að spara pláss og pappír er sniðugt að nota tuskur, visku- stykki og handklæði heimilisins til að pakka gler- og leirmunum inn í. Stærri kassar henta betur undir léttari hluti. - kka Góð ráð við flutninga Huga þarf að stærð kassa og þyngd hlutasem á að pakka. NORDICPHOTOS/GETTY Variant 3504MR- tækjakerra frá N1, lengd 449 cm. og breidd 172 cm. Hún er leigð í tvo klukkutíma á 3.750 krónur. Dagsleiga er 8.500 krónur. Einnig er hægt að leigja kerr- una í hálfan dag og yfir helgi. Upplýsingar um leiguverð á www. n1.is. Búslóðaflutningakerra frá BYKO, lokuð og þétt. Hálfur dagur kostar 4.560 krónur og heill dagur 9.120 krónur. Burð- argeta kerrunnar er 750 kíló. Tveggja hásinga kerra frá Húsa- smiðjunni. Hálfur dagur kostar 4.290 krónur en sólarhringsleiga er á 7.722 krónur. Þessa kerru frá Húsasmiðjunni er hægt að fá tveggja og þriggja metra langa. Hálfsdagsleiga á tveggja metra kerrunni eru 1.830 krónur en 3.140 krónur fyrir þriggja metra kerruna. Einnig er hægt að leigja þær í sólarhring, tveggja metra kerruna fyrir 3.294 krónur og þriggja metra kerruna á 5.652 krónur. Vöru- og tröpputrilla frá BYKO. Hálfur dagur kostar 870 krónur og dagurinn 1.740 krónur. Einnig er hægt að leigja tröpputrilluna í viku á 4.350 krónur. Dalery Rabek 1, lokuð boxkerra frá N1. Lengd 300 cm., breidd 155 cm og hæð 160 cm. Tveggja tíma leiga er 2.100 krónur og dagsleiga 3.950 krónur. Einnig er hægt að leigja í hálfan dag og yfir helgi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.