Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 30
 14. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR Geymslur bjóða upp á fjölmarg- ar geymslulausnir fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Fyrirtækið er til húsa á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar í Miðhrauni 4 í Garðabæ og hins vegar á Fiskislóð 11 í Reykja- vík. Samtals er um að ræða yfir 6.000 fermetra geymsluhúsnæði með um 700 geymslum, sem eru frá einum fermetra og upp úr. „Viðskiptavinir okkar eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og nýtir fólk geymslurnar með margs konar hætti. Í þeim eru geymdar búslóðir, bókhaldsgögn og skjöl, lagerar og margt fleira,“ segir Þorgeir Jóhannsson, rekstr- arsjóri Geymslna, og nefnir dæmi um hvernig geymslurnar eru nýttar. „Þær geta hentað smærri fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur. Þá er hægt að geyma lager eða önnur gögn hjá okkur í stað þess að fjárfesta í stóru versl- unar- eða skrifstofuhúsnæði. Eins hafa einstaklingar nýtt geymsl- urnar í stað þess að fjárfesta í stærra húsnæði.“ Fólk hefur ótakmarkaðan að- gang að geymslunum á opnun- artíma og fær það lás og lykil. „Húsin eru upphituð, búin bruna- varnarkerfi, þjófavarnarkerfi, vatnsskynjara í gólfum og eftir- litsmyndavélum, og ætti fólk því að vera öruggt um eigur sínar,“ segir Þorgeir. Lágmarks leigutími á geymslunum er einn mánuður og er mánaðar uppsagnarfrestur. Minnstu geymslurnar kosta frá 3.990 krónum í skammtímaleigu en afsláttur er veittur af langtíma- leigusamningum. - ve Eigurnar á öruggum stað Þorgeir Jóhannsson, rekstrarstjóri Geymslna, segir geymslurnar nýjan valkost í þjónustu á Íslandi sem sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki nýti sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.