Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 19 BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Jóhann J. Ólafsson skrifar um efnahags- mál Hugmyndin um þjóð-arsjóð er ekki á réttum tíma. Ef við myndum safna í þjóðar- sjóð núna myndi það aðeins dýpka þá kreppu, sem við erum að fara í gegnum í þessum skrifuðum orðum. Við ættum að vera að taka út úr slík- um sjóði í þeim efnahagslegu þrengingum, sem nú fara yfir, ef hann væri til. Þessi sjóðshugmynd er einni gósentíð of seint á ferðinni. Það er auðvitað rétt hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra að skuldlaus ríkissjóður er ígildi varasjóðs fyrir þjóðina. Það eru líka til margs konar varasjóðir í eigu landsmanna, en þeir eru flestir eyrna- merktir sérstökum hlut- verkum. Lífeyrissjóðir ásamt séreignarsjóðum eru varasjóðir gegn minnk- andi aflahæfi ellinnar. Tryggingastofnun rík- isins er varasjóður vegna sjúkdóma, elli, slysa o.þ.h. Atvinnu- leysissjóður gegn atvinnuleysi. Ofanflóðasjóður og viðlagasjóður gegn náttúruham- förum. LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóður ríkisins eru öflugir sjóðir. Tryggingafélög eru með digra varasjóði gegn alls kyns vá, óhöpp- um og slysum. Flestir þessara sjóða eru því marki brenndir að eigendur þeirra eru mjög ógreini- legir, stundum ríkissjóður, sveita- félög eða önnur félög, eða sjálfseignarstofnanir eins og líf- eyrissjóðirnir. Nokkurs konar fé án hirðis. Nú er spurningin sú hvort nauðsynlegt sé að koma upp enn einum sjóðnum, og það engri smásmíði, sem fari sömu leið og allir hinir sjóðirnir. Mætti ekki alveg eins koma upp varasjóði hjá hverjum og einum á þann hátt að ríkið örvaði sjóðsmyndun hjá sér- hverjum með skattaívilnunum? Á þenslutímum örvaði ríkið fyr- irtæki og einstaklinga til að leggja í varasjóð með skattívilnunum. Þegar að kreppti féllu þessar íviln- anir niður svo að drægi úr söfnun og eigendur notuðu sjóðinn til að jafna efnahagssveiflurnar. Heild- areignir allra í slíkum sjóðum væru svo birtar af Hagstofu Íslands og gengi heildarupphæðin undir nafninu Þjóðarsjóður. Menn nefna í þessu sambandi olíusjóð Norðmanna sem fyrir- mynd. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lífeyrissjóðir Íslendinga eru hlutfallslega stærri en norski olíu- sjóðurinn. Íslendingar eru í fyrsta sæti hvað varðar lífeyriseign á mann (Hollendingar eru í öðru sæti). Mikið var rætt um fátækt í fyrra. Það er spurning hvort öll þessi sjóðasöfnun komi ekki verst niður á hinum efnaminni. Væri ekki betra að hinir efnaminni ættu meira af þessu fé sjálfir í stað þess að safna þessu í sjóði, sem þeir fá “kannski” greitt úr. Stærst- ur hluti sjóðanna eru millifærslur til og frá til manna með meðaltekj- ur, þannig að þeir standa á núlli. Tekjuhæstu mennirnir sem síst þurfa á greiðslum að halda drýgja þannig háar tekjur sínar, en tekju- lægsta fólkið fær oftast of lítið. Er ekki hægt að gera einstakl- ingana virkari í þessum sjóðum öllum svo menn geti betur fylgst með því hvernig hlutirnir gerast? Væri ekki hægt að jafna efna- hagslega stöðu manna „neðan frá“ með því að greiða hinum efna- minni höfuðstól í staðinn fyrir bætur, lán og styrki, a.m.k. jafn- framt? Menn hafa of miklar áhyggjur af hinum efnameiri. Það er óþarfi. Margir hinna fram- sæknu efnamanna eru drifkraft- urinn í efnahagslífinu. Eins og tón- skáldið Richard Wagner sagði um stjórnun tónlistar: „Hugsið vel um litlu nóturnar, stóru nóturnar sjá um sig sjálfar og koma á eftir.“ Höfundur er heildsali. Þjóðarsjóður JÓHANN J. ÓLAFSSON Efnahagsvandinn leystur með pennastriki Steinunn Steinþórsdóttir náms- maður skrifar: Útlitið er svart í heiminum í dag og ekki er Ísland undanskilið því. Ráðamenn og hugsandi fólk reynir að úthugsa lausn á málunum en fáir virðast huga að því augljósa, kletti okkar Íslendinga; sjávarút- veginum. Ef ég væri sjávarútvegs- ráðherra í dag þá myndi ég leysa efnahagsvanda Íslendinga með einu pennastriki. Já, svo auðvelt væri það. Hvernig? Jú, með því að auka þorskveiðiheimildirnar um 150 þúsund tonn strax í dag! Það eitt myndi bæði bæta efnahag og sálarlíf fólks út um allt land og draga fram bjartsýnisandann þar sem viðskiptahallinn myndi minnka með auknum útflutningi. Gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar myndu aukast og er það ekki það sem við þurfum í dag? Engin áhætta og enginn tilkostnaður! Er nokkur auðveldari leið en þetta? Öll þjóðin myndi njóta góðs af og hugsið ykkur margfeldisáhrifin sem þetta myndi leiða af sér! Í dag er ástandið á miðunum þannig að elstu menn muna ekki eftir annarri eins fiskgengd og hafa jafnvel orð á því að það sé hægt að ganga Breiðafjörðinn þurrum fótum þar sem hann sé troðfullur af fiski. Sjómenn geta ekki athafnað sig við veiðar á ýsu og öðrum fisktegund- um vegna mikillar þorskgengdar en Hafró boðar útdauðum stofni; hvað veldur? Hvort það er vitlaus tími rannsókna eða bara röng aðferð greininga á fiskistofnum í sjónum er ei auðvelt að svara. En allir sem migið hafa í saltaðan sjó eru sam- mála því að nóg sé af fiskinum. Þetta er lausn fyrir þjóðfélagið allt í heild sinni. Eykur útflutning og skapar gjaldeyri, minnkar viðskipta- hallann og, síðast en ekki síst, eykur tiltrú og bjartsýni fólks á lífið og tilveruna. Bara eitt pennastrik: auka þorskveiðiheimildirnar um 150 þúsund tonn. Jákvætt spor í rétta átt. Áhættan er engin! Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com 575 1230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.