Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 40
20 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1643 Loðvík XIV tók við völdum í Frakklandi fjögurra ára gamall. 1912 Friðrik VIII Danakonungur fannst látinn í Hamborg. Það var ekki fyrr en dag- inn eftir að menn áttuðu sig á því hver þetta væri. Kristján X, sonur hans, tók við krúnunni. 1919 Átta klukkustunda vinnu- dagur var lögfestur í Dan- mörku. 1955 Varsjárbandalagið er stofnað í Varsjá í Póllandi. Stofnríki voru: Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýska- land, Tékkóslóvakía, Ung- verjaland, Rúmenía, Búlg- aría og Albanía. Tilgangur þess var að vera mótvægi við Atlantshafsbandalagið (NATO). SOFIA COPPOLA KVIKMYNDA- LEIKSTJÓRI ER 37 ÁRA. „Listir og kvikmyndir eru mikilvæg fyrirbæri í minni fjölskyldu og þar þótti sjálfsagt að rækta þá hæfileika. “ Sofia Coppola hefur sent frá sér myndir á borð við The Virgin Suicides, Marie Ant- oinette og Lost in Translat- ion, en fyrir þá síðastnefndu fékk hún Óskarsverðlaun fyrir handrit árið 2004. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, Sigríðar G. Schiöth. Starfsfólk á dvalarheimilinu Hlíð fær alúðarþakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Allir sem önnuðust tónlistar- flutning við útför hennar fá einnig hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Reynir Schiöth Þuríður Schiöth Margrét Schiöth Árni Sigurðsson Valgerður Schiöth Gunnar Jónasson og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjörleifur Þórðarson Skógarseli 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11-E. Útförin fer fram 15. maí kl. 13.00 í Bústaðakirkju. Jensína Guðrún Magnúsdóttir Þórður Georg Hjörleifsson Emelía Blöndal Þórdís Hjörleifsdóttir Haukur Þór Bjarnason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurveig Sigurðardóttir lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. maí kl. 13.30. Sverrir Hjaltason Guðrún Eyja Erlingsdóttir Sigurður Hjaltason Aagot F. Snorradóttir Anna Hjaltadóttir Guðmundur Þorsteinsson Þorvarður Hjaltason Ólafía Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Jónasar Aðalsteinssonar Brúarlandi, Þistilfirði, sem lést laugardaginn 19. apríl. Arnþrúður Margrét Jónasdóttir Sigurvin Hannibalsson Eðvarð Jónasson Kristjana Benediktsdóttir Jóhannes Jónasson Svanhvít Kristjánsdóttir Sigrún Lilja Jónasdóttir Rúnar Guðmundsson Sólveig Þórðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Árbæjarsöfnuður var stofnaður á því herrans ári 1968 og fagnar því fjörutíu ára afmæli í ár. Af því tilefni tók Frétta- blaðið séra Þór Hauksson sóknarprest tali. „Söfnuðurinn var sem fyrr sagði stofnaður árið 1968 og varð að sér- stöku prestakalli í byrjun janúar árið 1971. Fyrsti sóknarpresturinn var séra Guðmundur Þorsteinsson, en hann varð síðar dómprófastur. Fyrstu árin bjó hann við ákveðið aðstöðuleysi, en fékk fljótlega starfsaðstöðu í Árbæj- arskóla, þar sem hann var með guðs- þjónustu, sunnudagaskóla og æsku- lýðsstarf. Síðan fór fór starf safnaðar- ins einnig fram í litlu húsi við Hlaðbæ sem þáverandi Framfarafélag hverf- isins átti,“ segir Þór og heldur áfram: „Safnkirkjan í Árbæjarsafni kom einn- ig í góðar þarfir og af henni fengust afnot, svo og af dómkirkjunni þar sem meðal annars var fermt, en fram að því höfðu allar athafnir í sóknni farið fram í safnkirkjunni“ Um 1960 var byggðin í Árbæ að farin að myndast að einhverju leyti og taldi kannski um tvö til þrjú hundruð íbúa, að því er Þór telur. Þegar söfnuðurinn tók til starfa var hins vegar kominn ágætis skriður á byggð og Þór segir meðlimi Árbæjarsafnaðar fyrstu árin hafa verið á bilinu eitt til tvö þúsund talsins. „Söfnuðurinn hefur stækkað gríðar- lega og í dag eru meðlimir um tíu þús- und talsins. Aðsókn hefur aukist gríð- arlega síðastliðin ár og starfið er nú mun fjölbreyttara en fyrr,“ segir Þór og nefnir þar meðal annars öflugt starf fyrir börn og unglinga auk eldri borg- ara. „Æskulýðsstarfið er í miklum blóma, bæði sunnudagaskóli og ann- ars konar starf fyrir börn og unglinga. Þar get ég einnig nefnt að við erum svo heppin að hafa alltaf verið í góðu sam- starfi við leik- og grunnskóla frá upp- hafi safnaðarins. Þess vegna fer nokk- uð mikið af æskulýðsstarfi fram í skól- um hverfisins þar sem við höfum góða aðstöðu,“ segir Þór sem nefnir einn- ig gríðarlega öflugt starf eldri borg- ara. „Við erum með tvo fulltrúa eldri borgara hér í fullu starfi við söfnuð- inn. Þar er einnig blómleg starfsemi og má þar nefna opið hús einu sinni í viku og hin ýmsu ferðalög. Þessi hópur er mjög duglegur að sækja þjónustu til okkar og sumir hafa fylgt söfnuðinum í fjölda ára, jafnvel frá upphafi. Enda sést að fólki þykir gott að búa í Árbæn- um og nú eru heilu kynslóðirnar að koma sér þar fyrir. Unga fólkið hleyp- ir gjarnan heimdraganum og kaupir sína fyrstu íbúð annars staðar, en snýr síðan aftur heim í Árbæinn,“ segir Þór og nefnir auðvelt aðgengi að náttúr- unni sem helsta kost hverfisins. „Þetta er svona samblanda af borg og sveit. Hefur hvoru tveggja. Það er stutt að fara út í guðsgræna náttúruna og njóta þess sem hún hefur að gefa, og síðan er borgin með öllu sem hún hefur að bjóða,“ útskýrir Þór sem hefur nú hug á að ná tengslum við nýjan hóp. „Bæði eldri borgarar, börn og unglingar eru dugleg að sækja í söfnuðinn, en á af- mælisárinu langar okkur að reyna ná í þennan millialdur og ætlum við að fara að vinna svolítið í því.“ Fram undan er safnaðarferð í Sól- heima sem verður farin næstkomandi sunnudag. Þór segir að markmiðið sé að brúa kynslóðabilið, enda allir vel- komnir með. „Ferðinni er heitið í Sól- heima þar sem við heilsum upp á fólk þar, kíkjum í kaffi á Grænu könnuna og verðum með guðsþjónustu kl. 14. Það er alltaf voðalega gaman að fara í svona ferðir með söfnuðinum og ég held þessi verði engin undantekning.“ segir Þór sem reiknar með að afmæl- inu verði fagnað í kringum kirkju- daginn sem verður haldinn hátíðlegur seinna á árinu. Allar nánari upplýsingar um Árbæj- arsöfnuð má finna á: www.arbaejar- kirkja.is rh@frettabladid.is ÁRBÆJARSÖFNUÐUR: FJÖRUTÍU ÁR FRÁ STOFNUN Langar að brúa kynslóðabilið SÖFNUÐUR Í BLÓMA Safnaðarstarfið er öflugt í Árbæjarkirkju og aðsókn hefur aldrei verið meiri, að sögn séra Þórs Haukssonar sóknarprests. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rauðu herdeildirnar var nafn vinstrisinnaðra þýskra hryðju- verkasamtaka öfgamanna. Þau urðu til í Vestur-Þýskalandi snemma á sjötta áratug síðustu aldar, en voru formlega lögð niður árið 1998. Samtökin stóðu fyrir fjölda hryðjuverka, sprengjutilræða, íkveikja, bankarána, mannrána, gíslatöku og morða á áberandi stjórnmálafólki, embættismönn- um og viðskiptafólki í Þýska- landi. Árið 1977 ollu samtökin mikilli ringulreið í þýsku samfé- lagi vegna þessara voðaverka og er það talið eitt versta tímabil samtakanna. Fyrirmyndir Rauðu herdeildarinn- ar voru meðal annars vinstrisinnaðir suður-amer- ískir öfgahópar, og má þar nefna Tupamaros í Úrúgvæ. Markmiðið var að beita vopn- um í baráttu við „kerfið“, kapítal- ismann og amerískan imperíal- isma. Einnig héldu þeir fram að NATO-löndunum, sérstak- lega þáverandi Vestur-Þýskaland, væri stjórnað af fasistum. Aðal- sprautur samtakanna voru Andr- eas Baader og Ulrike Meinhof, en undir því nafni gengu einnig samtökin: Hryðjuverkasamtök- in Baader-Meinhof. Flestir for- sprakkarnir náðust og árið 1977 skýrðu yfirvöld frá því að Mein- hof hefði svipt sig lífi. Í kjölfarið fylgdi Baader sömu leið. Eini upphaflegi meðlim- ur samtakanna sem er á lífi er Irmgard Möller. ÞETTA GERÐIST: 14. MAÍ 1970 Rauðu herdeildirnar stofnaðar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.