Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 44
 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR Listahátíð í Reykjavík verð- ur formlega sett á morgun. Sem kunngjört var fyrir nokkru er megináhersla hátíðarinnar í ár á mynd- list; eitt af þeim myndlistar- verkefnum sem hátíðina prýða nefnist Module og er samvinnuverkefni átta íslenskra og erlendra lista- manna. Module er röð sýninga sem fara fram í færanlega galleríinu Lädan/ The Mobile Box, sem er einfald- lega hvítur kassi. Upphafsmaður þess er sænski listamaðurinn Mari Lagerquist, en hún fékk hugmynd- ina árið 2005 þegar henni bauðst að taka þátt í listaverkefni á götum Gautaborgar. Upphaflegi kassinn var tilraun til að auka við lista- flóru borgarinnar og breikka lit- rófið, en svo fór að verkefnið vatt upp á sig og síðan þá hefur Mari unnið að því að galleríið verði hluti af listalífi Gautaborgar. Þóra Gunnarsdóttir er einn skipuleggjenda verkefnisins hér- lendis og jafnframt einn þeirra listamanna sem sýna undir merkj- um Module. Hún segir eitt af markmiðum færanlega gallerísins vera að áhorfendur fái tækifæri til að upplifa list utan veggja hefð- bundinna sýningarrýma. „Þegar við hófum undirbúningsvinnuna að Module ákváðum við að hver listamaður skyldi velja sér svæði innnan borgarinnar til þess að sýna á. Listamaðurinn tengir síðan verk sitt við svæðið á einhvern hátt, þannig að þessi hvíti kassi verður í raun hluti af umhverfinu. Sýningar í kassanum hafa enda oft teygt anga sína út fyrir hann; það eru engin takmörk á þessu sýning- arrými og því verða verkin sem þar eru sýnd meira í ætt við gjörn- inga en hefðbundnar myndlistar- sýningar. Þau tengjast stund og stað og aðlagast umhverfi sínu.“ Verkefnið Module stendur yfir dagana 15.-23. maí. Á þessari viku sýna tíu listamenn verk sín í kass- anum og verður því dagskráin ansi stíf suma dagana. Eins og gefur að skilja nálgast listamenn- irnir sýningar sínar á ólíkan hátt, en Þóra segir þó ákveðna grunn- hugmynd sem tengir verkin saman. „Satt best að segja reynd- um við að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi þegar við völdum saman listamenn til þess að taka þátt í Module, þar sem okkur lang- aði til þess að bjóða upp á margar ólíkar sýnir á reykvískt umhverfi. En við tókum jafnframt tillit til stærsta verkefnisins á Listahátíð í ár, Tilraunamaraþonsins í Hafnar- húsinu. Maraþonið tengir saman vísindi og list, og við höfum farið svolítið svipaða leið með Module. Öll verkin takast á einhvern hátt við tengsl lista og vísinda við hið hversdagslega, en standa jafn- framt sjálf.“ Fyrsta sýning Module fer fram á morgun kl. 18 á Tryggvagötu við Hafnarhúsið. Þeim sem vilja kynna sér verkefnið nánar er bent á heimasíðu Listahátíðar í Reykja- vík: www.artfest.is vigdis@frettabladid.is Aðlögun að umhverfinu SAMSKIPTI Ljósmynd af gjörningi sænsku listakonunnar Mari Lagerquist, en hún tekur þátt í verkefninu Module. FJÖLHÆFUR KASSI Lädan/The Mobile Box hefur ferðast um götur Gautaborgar og víðar og fært fólki list á óhefðbundinn hátt. Í Nýlistasafninu á Laugavegi stendur nú yfir skráning á verk- um safnsins frá þeim þremur ára- tugum sem það hefur verið starf- andi. Það letur samt ekki safnið til að taka þátt í Listahátíð sem hefst á morgun, en á föstudaginn verður sýning á Laugaveginum á verkum Karl Holmqvist opnuð í Nýlistasafninu, innan um saf- neign og skjalasafn Nýlistasafns- ins sem verið er að skrásetja. Listamaðurinn vinnur markvisst inn í það vinnuferli sem hefur verið í gangi í safninu. Hluti inn- setningarinnar beinir sjónum sínum að sögu safnsins, og er nokkurs konar játningaklefi, hinn er úthverfari, svið og míkrófónn þar sem verður að hluta skipu- lögð dagskrá. Sviðið verður opið öllum eftir að Karl er búinn að flytja sinn gjörning, sem hann kallar Boomtown. Karl Holmqvist er fæddur í Svíþjóð og býr og starfar í Berlín. Frá því á níunda áratugnum hefur Karl fengist við tilraunir með tungumálið í verkum sínum og birtast þær helst í formi bók- verka, ljóðlistar og upplestra. Karl hefur einnig unnið með inn- setningar og myndbandsverk. Karl Holmqvist hefur haldið einkasýningar í Berlín, London og Stokkhólmi. Hann tók þátt í Utopia Station á Feneyjatvíær- ingnum 2003, Performa Bienalin- um í New York 2005 og 2007 og mun taka þátt í Manifesta 7 í Trento á Ítalíu á næsta ári. Sýning Karls í Nýlistasafninu er fyrsta einkasýning hans hér á landi, en hann dvaldi þrjá mánuði í gesta- vinnustofu Nifca hér á landi árið 2001. Meðfram sýningu Karls verður nýstofnað safn um íslenska gjörn- inga Nýlistasafnsins kynnt yfir Listahátíð. pbb@frettabladid.is Ný sýning í Nýló á Listahátíð MYNDLIST Nýlistasafnið í aðdraganda Listahátíðar, en þar verður sænskur myndlistar- maður með sýningu og gjörningar safnisns verða kynntir. MYND: FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Rithöfundurinn og þýðandinn Árni Bergmann heldur fyrirlestur í dag um Ígorskviðu, rússneskt hetjukvæði frá tólftu öld, en þýðing Árna á kvæðinu, ásamt ítarlegum skýringum, kom út hérlendis fyrir nokkrum árum. Árni mun einnig víkja að nýrri þýðingu sinni á Rússasögum, sem marka upphaf sagnaritunar í Rússlandi og greina frá því sem menn snemma á tólftu öld töldu sig vita um fyrstu aldir rússneskrar sögu. Í erindinu verður gerð grein fyrir þýðingu þessara merku texta fyrir rússneska menningu og hugmyndir Rússa um upphaf eigin sögu. Einnig og ekki síður verður fjallað um ástæður þess að ráðist er í að koma þessum fornu rússnesku ritum á íslensku, en þau ættu að vekja áhuga margra þar sem saga og menning norrænna þjóða er einmitt nátengd Rússum á þeim tíma sem um ræðir. Fyrirlestur Árna fer fram í stofu 201 í Odda og hefst kl. 16.30. - vþ Forn rússneskur skáldskapur ÁRNI BERGMANN Fjallar um þýðingu sína á Ígorskviðu í Odda í dag. Lau. 17 maí Sun 18 maí Fim 22 maí Fös 23 maí Fim. 29. maí kl. 20 Fös 30. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Lau 31. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Sun 1. juní kl. 20 Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason sýn. fim. 15/5 uppselt, fös. 16/5 uppselt, lau. 17/5 örfá sæti laus Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 16/5 örfá sæti laus lau. 17/5 ATH. síðasta sýning Skoppa og Skrítla e. Hrefnu Hallgrímsdóttur sýningar lau. 17/5 uppselt sýningar sun. 18/5 örfá sæti laus Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um hel(l)gina ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.