Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 6
6 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR KÍNA, AP Í gær var enn verið að bjarga fólki lifandi úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðunum í Kína, tveimur sólarhringum eftir að skjálftinn mikli reið yfir. Með hverri stundinni sem líður minnka líkurnar á því að fólk finnist lifandi í rústunum. Það var þó ekki fyrr en í gær sem hjálpin barst til sumra þeirra svæða sem erfiðast er að komast til. Kínversk stjórnvöld segja að 15 þúsund manns hafi látist, svo vitað sé, en 26 þúsund sé saknað að auki. Rétt eins og í Búrma hafa kín- versk stjórnvöld neitað erlendu hjálparstarfsfólki um að fara inn á neyðarsvæðin. Kínverjar telja sig fullfæra um að sinna hjálparstarf- inu sjálfir. Stjórnin brást hins vegar hratt við og hefur sent tugi þúsunda manna á neyðarsvæðin til að sinna hjálparstörfum. Win Jibao forsæt- isráðherra hefur fylgst náið með hjálparstarfinu alveg frá byrjun og ríkisfjölmiðlarnir fylgjast náið með honum á vettvangi. Hann var til dæmist viðstaddur Beichuan í gær þegar þriggja ára stúlku var bjargað úr rústum heim- ilis síns eftir að hafa legið þar í 40 tíma undir látnum foreldrum sínum. Sýnt var frá björguninni í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fjölmiðlarnir í Kína hafa reynd- ar sýnt áður óþekkt tilþrif í að lýsa hörmungunum og virðast hafa alveg frjálsar hendur til þess. Þetta er afar ólíkt því sem áður hefur þekkst þegar náttúruhamfarir hafa orðið í Kína. Stjórnvöld leggja greinilega mikla áherslu á að sannfæra almenning í landinu um að við- brögð hins opinbera séu framúr- skarandi og eins að sýna umheim- inum að Kína hafi alla burði til að halda Ólympíuleikana í Peking í ágúst. „Miðstjórn Kommúnistaflokks- ins hefur ekki gleymt þessum stað,“ sagði Wen forsætisráðherra þegar hann kom til Wenchuan og tilkynnti jafnframt að 50 manns hefðu verið fluttir flugleiðis þaðan til að fá læknishjálp. Ríkisfjölmiðlar í Kína skýrðu frá því að tvö þúsund hermenn hafi verið sendir að Zipingku-stíflunni, sem er skammt frá borginni Duji- angyan, af ótta við að stíflan láti undan. Brestir séu komnir í stífl- una og ástandið sé „afar hættu- legt“. Kínastjórn sagði í gær að jarð- skjálftinn hafi valdið skemmdum á 391 stíflu í landinu, þar af tveimur stórum. gudsteinn@frettabladid.is Tugir þúsunda enn grafnir í rústunum Opinberar tölur segja 15 þúsund manns látna og að 26 þúsund að auki sé sakn- að. Kínverskir fjölmiðlar sýna áður óþekkt tilþrif. Win Jibao forsætisráðherra fylgist náið með björgunarstarfinu. Margar stíflur urðu fyrir skemmdum. HEILBRIGÐISMÁL Átján rúma deild fyrir heilabilaða á Landakoti, sem rekin er af hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Grund, tók til starfa í gær. Þegar er byrjað að flytja sjúklinga af Landspítalanum en ætlunin er að deildin verði fullsetin sjúklingum þaðan á föstudag. Eftir þá flutninga er áætlað að aðeins 21 aldraður sjúklingur, sem lokið hafði meðferð á spítalanum en komast ekki í hjúkrunarrými, verði þar eftir. Síðustu ár hefur sá fjöldi þó verið að meðaltali um 70 til 90 og hafa viðvarandi teppur verið á spítalanum vegna þess. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir gleðilegt að sjúklingar fái vistun og þjónustu við hæfi auk þess sem breytingin sé hagkvæm þar sem sjúklingar flytjast úr dýrum rúmum háskólasjúkra- húss yfir á hjúkrunarheimili sem ekki er nándar nærri jafn dýrt í rekstri. Þá létti mjög á álagi á spítalanum. Í janúar 2004 biðu um 140 mann, sem þó höfðu lokið meðferð, á Landspítalanum eftir vistun á hjúkrunarrými og er það sú mesta teppa sem orðið hefur á spítalanum að sögn Björns. - kdk Átján rúma einkarekin deild fyrir heilabilaða var opnuð í gær á Landakoti: Léttir álagi af Landspítala LÖGREGLUMÁL „Það er ekki vilji til þess að boðaðar breytingar nái fram að ganga,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um breyting- ar sem boðaðar hafa verið á lög- gæslumálum á Suðurnesjum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu dómsmálaráðherra um að skipta embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum upp. Uppskiptingin gerir ráð fyrir því að umsjón flugverndarverk- efna fari undir samgönguráðu- neyti, tollgæsla heyri undir fjár- málaráðuneyti en lög- og tollgæsla heyri áfram undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þingflokk- ur Samfylkingarinnar er á móti breytingar tillögunum. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, er máls- hefjandi utandagskrárumræðu um boðaðar breytingar á Suður- nesjum sem er á dagskrá þingsins í dag. „Ríkisstjórnin samþykkti að leggja málið fram fyrir sína þing- flokka. Ráðherrar Samfylkingar- innar hafa hleypt málinu í gegn en þingflokkurinn ekki, enda hafa þingmenn Samfylkingarinnar verið sömu skoðunar og við, það er talið uppskiptinguna óþarfa. Við ætlum að spyrja dómsmála- ráðherran ítarlega út í þessi mál á morgun (í dag),“ sagði Siv. Upphaflega var stefnt að því að tillögur um breytingarnar tækju gildi 1. júní en nú er alls óvíst að svo verði. - mh Boðaðar breytingar á löggæslumálum á Suðurnesjum í hnút: Munu ekki ná fram að ganga LÚÐVÍK BERGVINSSON SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR EYÐILEGGING Í MIANYANG Eldri kona í borginni Mianyang í Sichuan-héraði gengur þarna fram hjá rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Slæðudeila í stjórninni Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur gagnrýnt innflytjendamálaráðherrann Birthe Rönn Hornbech fyrir að setja sig opinberlega upp á móti banni við að danskir dómarar beri höfuðklút að sið múslima, en ríkisstjórnin er með laga- frumvarp þar að lútandi í smíðum. DANMÖRK Sex af tíu hafna ESB Andstaðan við inngöngu í Evrópu- sambandið, ESB, hefur aukist verulega í Noregi. Sex af hverjum tíu Norðmönnum, sem hafa tekið afstöðu, hafna aðild að ESB og er andstaðan við ESB-aðild þar með óvenjumikil. Þetta kemur fram í könn- un sem Gallup í Noregi gerði nýlega. NOREGUR Styður þú framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna? Já 27,7% Nei 72,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú komið til Flateyrar? Segðu þína skoðun á vísir.is LANDAKOT Forstjóri Landspítalans segir að í lok vikunnar verði um 20 aldraðir, sem lokið hafa meðferð en bíða eftir að kom- ast á hjúkrunarheimili, eftir á spítalanum. Það er mikill munur frá því sem verið hefur síðustu ár. UMHVERFISMÁL Náttúrufræðistofn- un og Háskólinn á Akureyri hafa undirritað tvo samstarfssamn- inga: annars vegar um að verkefni Náttúrufræðistofnunar og rannsóknir og kennsla HA tengist sérstaklega. Hins vegar um að efla formlegt samstarf á sviði sameindaerfðafræði. Sameiginlegir hagsmunir NÍ og HA eru að auka menntun í viðkomandi greinum vísinda, auka kynningu á íslenskum umhverfismálum og samnýta sem best þá aðstöðu og færni sem til er á hvorum stað og sameinast um uppbyggingu eftir því sem við á. - shá NÍ og Háskólinn á Akureyri: Samstarf aukið í náttúruvísindum KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.