Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 58
38 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1756 Sjö ára stríð Breta og Frakka hefst. 1811 Paragvæ lýsir yfir sjálf- stæði frá Spáni. 1918 Finnska borgarastríðinu lýkur. 1929 Bruni í Cleveland í Banda- ríkjunum verður 123 manns að bana. 1932 Forsætisráðherra Japans, Inuki Tsuyoshi, er myrtur. 1935 Neðanjarðarlestakerfið í Moskvu er opnað. 1958 Sovétmenn skjóta Sputn- ik númer 3 upp í geim. 1987 Ungur þýskur flugmaður að nafni Mathias Rust kom til landsins til að æfa flug til Moskvu sem hann hlaut heimsfrægð fyrir. 1991 Edith Cresson verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Frakklands. Strætókórinn var stofnaður af nokkr- um starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur í maímánuði árið 1958. Þess vegna fagnar kórinn nú fimmtíu ára starfsafmæli sínu. Kórinn samanstendur af fyrrver- andi og núverandi starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur og einn af stofnendunum Frantz Pétursson er enn í dag í kórnum. „Starfið sem formaður felst í því að koma kórnum á framfæri og vera í sambandi við þá aðila sem eru að skipuleggja tónleika og þess hátt- ar. Einnig þarf að halda vel utan um kórinn og sjá til þess að allt sem kemur að honum sé í lagi,“ segir Guðmundur Sigurjónsson, formað- ur Strætókórsins, sem hefur verið í kórnum frá árinu 1983 og hefur á því tímabili starfað sem formaður kórsins með hléum. Saga kórsins nær aftur til ársins 1958 þegar átta starfsmenn Strætis- vagna Reykjavíkur stofnuðu kórinn sem var þá tvöfaldur kvartett. Árið 1963 fór kórinn á sitt fyrsta söngmót í Malmö í Svíþjóð. Árin eftir var kór- inn ekki mikið að syngja á tónleikum og var aðallega að syngja fyrir fyrir- tæki og þess háttar. Kórinn hittist og hélt starfinu gangandi og starfsem- in hætti aldrei. Frá árinu 1980 hefur kórinn verið starfræktur að fullu og ekki stoppað. „Hápunktur kórsins var þegar við héldum kórmót hérna í Reykjavík. Við tókum á móti allt að 250 manns. Við skipulögðum alla dagskrána sjálfir, sungum í Óperunni og svo var viðamikil setning kórmótsins þar sem formenn allra kóranna frá hinum Norðurlöndunum héldu tölu. Eftir setninguna var farið í skrúðgöngu frá Óperunni og niður í Ráðhús Reykja- víkur þar sem borgarstjórn bauð til veislu. Næstu dagana á eftir var mikið um dýrðir sem var skemmtilegt að taka þátt í,“ útskýrir Guðmundur. Annað sem hefur staðið upp úr á þessum fimmtíu árum er að á haust- mánuðum árið 2005 gaf kórinn út geisladisk sem hefur selst nokkuð vel og er kórinn afar stoltur af því fram- lagi. „Við vissum að í upphafi fer svona útgáfa alltaf vel af stað og salan er í kringum útgáfudag. En raunin er sú að enn erum við að selja diskinn og það er ekkert nema gott mál,“ segir Guðmundur. Markmið Strætókórsins er að vinnufélagar hittist og eigi ánægju- stundir saman. Kórinn er mjög fjölskylduvænn en nokkrum sinnum á ári hittast kórmeð- limir ásamt fjölskyldum sínum og verja saman ánægjustundum. Kórinn kemur víða fram, á árshátíðum, jarð- arförum og ýmsum kirkjutónleikum. Í dag, fimmtudaginn 15. maí, mun kórinn halda veigamikla tónleika í Ás- kirkju þar sem um heila tónleika er að ræða. Þar mun kórinn flytja yfir tuttugu íslensk lög og verður mikið um dýrðir. Aðgangur er ókeypis og eru flestir hvattir til þess að mæta og hlýða á Strætókórinn þenja radd- böndin af fullum krafti. Tónleikarnir í Áskirkju hefjast klukkan 20.00. mikael@frettabladid.is STRÆTÓKÓRINN: HÁLF ÖLD FRÁ STOFNUN KÓRSINS Syngjandi vagnstjórar hittast og eiga saman ánægjustund ÁNÆGJULEG STUND Guðmundur Sigurjónsson, formaður Strætókórsins, hefur starfað með kórnum í aldarfjórðung og hefur alltaf jafn gaman að. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EMILY DICKINSON LJÓÐSKÁLD LÉST ÞENNAN DAG 1886. „Sumir segja að orðið deyi þegar það er sagt. Ég segi að þá hefji orðið líf sitt.“ Emily Dickinson var bandarískt ljóðskáld sem öðlaðist verð- skuldaða viðurkenningu eftir lát sitt . Fyrsti McDonalds-skyndibitastaðurinn var opnaður í San Fransisco í Bandaríkjunum árið 1940 og voru það voru þeir Dick og MacDonalds sem stofnuðu skyndibitakeðj- una margfrægu. Fyrstu fimmtán árin opn- uðu alls níu aðrir McDonalds-staðir. Upp- byggingin var hröð og hver staðurinn spratt upp á fætur öðrum. Í dag er nánast ekki til sú borg þar sem McDonalds er ekki sjáanlegur. McDonalds er að finna í 119 löndum og eru staðirnir orðnir þrjátíu og eitt þúsund talsins. Hjá McDonalds starfa ein og hálf milljón manns og það verður að teljast nokkuð mikill fjöldi. McDonalds-skyndibitakeðjuna þekkir hvert mannsbarn enda engin furða því daglega leggja leið sína fimmtíu milljón manns á McDonalds. ÞETTA GERÐIST: 15. MAÍ 1940 McDonalds stofnað Móðir okkar, Stefanía Ruth Björnsdóttir Smáratúni 32, Reykjanesbæ, andaðist 28. apríl sl. á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Víðihlíðar fyrir frábæra umönnun. Björn Einarsson Oddný Elva Gerstner Sigurður Stefán Hannesson og fjölskyldur. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, tengdasonar, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jónasar G. Sigurðssonar, frá Brekkum, Lækjarbraut 2, Rauðalæk. Guðný Hammer Sigríður Jónasdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Sigurður Jónasson Ásdís Guðrún Jónsdóttir Herdís R. Þorgeirsdóttir Davíð B. Sigurðsson Kristjana Sigurðardóttir Gunnlaugur Gunnlaugsson Herdís Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Ólafur Beinteinsson síðast til heimilis í Hvassaleiti 58, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 2. maí. Útförin fer fram mánudaginn 19. maí í Fossvogskapellu kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindravinafélag Íslands. Sigurveig Hjaltested Lárus H. Ólafsson Kristín Jónsdóttir Ólafur B. Ólafsson Dagný Elíasdóttir Emilía Ólafsdóttir Bjarni Bjarnason Ingibjörg Ólafsdóttir Sigríður Beinteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Nanna Magnúsdóttir Borgabraut 4, Hólmavík, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Hrólfur Guðmundsson Magnús Bragason Elfa Björk Bragadóttir Úlfar Hentze Pálsson Valdimar Bragi Bragason barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.