Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 22
22 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna NEYTENDAMÁL „Þetta er ágætis við- urkenning og ég er ánægður með hana, en mesta viðurkenningin er samt sú að fólk lesi Okursíðuna og sendi inn dæmi,“ segir Dr. Gunni, fyrsti handhafi íslensku neytenda- verðlaunanna. Dr. Gunni hefur síðustu átta mánuði haldið úti netsíðu sem er tileinkuð okri af öllu tagi. Alls hafa birst 600 dæmi á síðunni, sem gerir tvö og hálft okurdæmi á dag frá því síðan var stofnuð. Hann segir fólk á förnum vegi tengja sig mikið við þessa síðu. „Í búðum er ég oft spurður hvort mér þyki verðlagið á hinu og þessu vera okur. Um dag- inn lækkaði afgreiðslumaður í fiskbúð verðið um hundraðkall því hann vildi ekki lenda á okur- síðunni, þannig að ég hef stórgrætt á þessu nú þegar,“ segir hann og glottir. Dr. Gunni fór hörðum orðum um þá aðila sem hann telur bera ábyrgð á okri í þakkarræðu sinni í gær. Kallaði hann þá meðal annars okurhyski og bölvað helvítis pakk. „Það þarf að vekja hina sofandi neytendur til lífsins,“ segir hann. „Fólk verður að vera vakandi og láta ekki fara illa með sig. Ef þú vilt ekki láta okra á þér þá verður ekki okrað á þér.“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir Dr. Gunna vel að verðlaununum kominn. „Gunni hefur vakið marga til vit- undar um mikilvægi neytenda- mála síðustu misserin. Þessi verð- laun endurspegla það, auk þess að vera hvatning til áframhaldandi góðra verka,“ segir Björgvin. - kg Dr. Gunni fékk íslensku neytendaverðlaunin afhent á Grand Hótel í gær: Vekja þarf hina sofandi neytendur til lífsins Lára Björg Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, lumar á dásemd- ar húsráði sem sparar ómælda vinnu fyrir jól og páska. „Í stað þess að fægja silfrið legg ég álpappír í vaskinn og strái matarsóda í botninn. Legg síðan silfrið í vaskinn – tappinn er auðvitað í – og helli soðnu vatni yfir (alls ekki nota heita vatnið!). Þá set ég plötu yfir vaskinn og læt silfrið liggja í hálftíma. Við það myndast efnajafna sem gerir silfrið líkt og nýtt og skínandi eins og eftir tveggja klukkustunda puð við að fægja.“ GÓÐ HÚSRÁÐ MATARSÓDI Í VASKINN ■ Lára Björg Björnsdóttir gerir silfrið tandurhreint á hálftíma „Ég held að verstu kaup sem ég hef gert hafi verið þegar ég keypti Rainbow ryksugu. Kaup- in vildu þannig til að það kom sölumaður heim til mín og seldi mér þetta tryllitæki á raðgreiðslum. Þetta var óþjálasta og ömurlegasta ryksuga sem ég hef á ævi minni eignast en ég varð að kaupa hana því ef ég hefði ekki gert það væri hann ábyggilega enn heima hjá mér,“ segir Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari þegar hún er spurð um bestu og verstu kaup ævi sinnar. „Þetta var sölumaður dauðans og lífsreynslan að sitja uppi með hann skelfileg, enda hélt ég að hann ætlaði að flytja inn til mín þegar hann kom, hann var með svo mikið af töskum. Ryksugan er sem betur fer löngu komin á haugana.“ Minningarnar um bestu kaupin kalla þó fram öllu ljúfari mynd í huga Önnu Fjólu. „Ég hugsa að ljúfustu og fallegust kaup sem ég hef gert hafi verið þegar ég tók myndir í bók fyrir Sæmund Valdimarsson myndhöggvara. Í staðinn fyrir greiðslu fékk ég styttu að launum. Það er hlutur sem er mér mjög kær. Vitanlega gæti ég rifjað upp og röflað um einhver kaup á borð við gamlan bíl sem entist vel og svona, en þegar ég hugsa til þeirra hluta sem ég myndi síst vilja vera án þá kemur þessi stytta upp í hug- ann. Hún fylgir mér svolítið.“ NEYTANDINN: ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR LJÓSMYNDARI Lífsreynsla með ryksugusala skelfir Kr ón ur 80 9 89 9 76 4 1999 2003 2007 Útgjöldin > Meðalverð á vínarpylsum á landinu öllu í maí 1997-2007. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Ný skýrsla Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands leggur til að bætt neytenda- fræðsla Íslendinga verði sett í forgang. Einkum sé mikilvægt að fræða ung- menni á táningsaldri um neytendamál, þar sem sá aldurshópur sé sá líklegasti til að nota neysluvarning til að styrkja sjálfsímynd sína. „Bætt neytendafræðsla myndi sannarlega hjálpa til við að draga úr skuldum sem eru tilkomnar vegna vankunnáttu og efnishygg- ins gildismats, eða lífskapphlaupa- skuldum,“ segir dr. Ragna B. Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Ragna er einn höfunda skýrslunnar, sem unnin var fyrir viðskiptaráðuneytið og fjallar um stöðu neytendamála á Íslandi. Í skýrslunni segir að brýnt sé að auka skilning kennara á mikil- vægi víðtækrar neytendafræðslu og bæta úr skorti á kennsluefni um neytendamál. Enn fremur kemur fram að á hafi skort að sérhver skóli í landinu taki neyt- endafræðslu föstum tökum og innleiði í stundaskrá sína. Neytendafræðsla fellur undir lífsleiknikennslu í íslenskum skólum. Aðalnámskrá grunnskóla í lífsleikni frá 2007 kveður á um ýmsa neytendafræðslu sem nem- endur eiga rétt á, og í aðalnáms- krá framhaldsskóla kemur fram það lokamarkmið að nemandinn „...verði meðvitaður um ábyrgð sína sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi.“ Þetta þykir höfundum skýrslunnar afar opið orðalag sem leggi ekki skýr- ar línur um í hverju fræðslan skuli fólgin. Einnig kemur fram í skýrslunni að þrátt fyrir ágæt markmið séu líkur á því að neyt- endafræðslu í íslenskum skólum sé ábótavant. Þá er verulega fundið að fram- boði á kennsluefni um neytenda- mál í íslenskum skólum. Ragna segir nauðsynlegt að sá hluti verði ekki út undan í kennslunni. „Það er ekki nóg að kenna bara bókhald, það þarf líka að kenna fólki að greina á milli þess sem það langar í og þess sem það þarf. Það er hluti af fræðslunni, að inn- ræta ákveðin lífsgildi hvað varð- ar þessa neyslu, rétt eins og við viljum innræta börnunum okkar ákveðin lífsgildi hvað varðar neyslu á fíkniefnum eða hollum mat.“ kjartan@frettabladid.is Fræða þarf unglinga betur um neytendamál NEYTENDAFRÆÐSLA Í skýrslu Félagsvísindastofnunar segir að brýnt sé að auka skiln- ing kennara á mikilvægi víðtækrar neytendafræðslu. Nú er einhliða gjalddagi korthafa hjá Visa 2. hvers mánaðar en lengi vel gátu korthafar valið hvort þeir vildu borga mánaðarlegan Visa-reikning- inn 2. hvers mánaðar eða 15. hvers mánaðar. Hjá Valitor hf., sem áður hét Visa Ísland, fengust þær upplýsingar að lengi hefði legið í loftinu að fella niður annan mánaðarlega gjalddag- ann. Hér áður fyrr hafi ákveðnir hópar fengið launin sín greidd um miðjan mánuðinn og því hafi valreglunni verið komið á. Þeim aðilum sem nýttu sér þessa þjónustu hafi svo fækkað og töldu þeir undir lokin tæplega þrjú prósent af kúnnahópi fyrirtækisins. Visa fellir niður gjalddaga Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Auglýsingasími – Mest lesið HANDABAND Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra óskar Dr. Gunna til hamingju með verðlaunin. Ráðherra sagði Dr. Gunna hafa vakið marga til vitundar um mikil- vægi neytendamála síðustu misserin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.