Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 15. maí 2008 - lífið er leikur Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Opið í Kletthá lsi 13 alla lau gardag a í sumar kl. 12 -16. Mögnuð maítilboð Mótormax á ferðavögnum! Camp-let tjaldvagninn sem hefur verið uppáhaldsferðafélagi Íslendinga um áratuga skeið bjóðum við nú að auki með yfi rbreiðslu og mottu í fortjaldið! Starcraft fellihýsi standast þínar ýtrustu gæðakröfur. Í maí bjóðum við skjóltjald með í kaupunum frá Isabella, heimsþekktum framleiðanda. Öllum hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs fylgir nú 60.000 kr. bensínkort. Þú ferð hringinn tvisvar í sumar með nýja þýzka eðalvagninn þinn og borgar ekki krónu í bensín! 1 3 2 1 3 2 1 Fyrir þrjátíu árum voru orðin „hommi“ og „lesbía“ helst ekki sögð upphátt og samkynhneigðir hreinlega flúðu land. Í dag er öldin önnur. Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar í rétt- indabaráttu samkynhneigðra síðan Hörður Torfason hrökklað- ist til Danmerkur vegna fordóma samlanda sinna. Nú eru hommar allt í öllu í skemmtanalífinu. Páll Óskar sópar til sín verðlaunum, Friðrik Ómar er kominn til Bel- grad, Jónsi í Sigur Rós leiðir fræg- ustu hljómsveit landsins og Beggi og Pacas rótburstuðu hönnunar- og iðnaðarmannakeppnina Hæð- ina, og fengu yfir helming atkvæða. „Hvert er þetta þjóðfélag eigin- lega að fara?“ spyr Frosti Jóns- son, formaður Samtakanna 78. „Það lítur út fyrir að gay-mafían sé að taka yfir þjóðfélagið, sem var einmitt það sem sumir óttuð- ust hvað mest í gamla daga.“ Frosti er auðvitað að grínast og bætir svo við aðeins alvarlegri: „Þetta er náttúrlega alveg rosa- lega gaman. Samtökin halda upp á þrjátíu ára afmæli sitt á þessu ári og því er upplagt að líta til baka og hugsa um leiðina fram á við. Viðhorfin hafa breyst á stuttum tíma og aðstæður okkar batnað mikið. En viðhorf í þjóðfélaginu geta breyst mjög hratt. Því má ekki láta deigan síga svo ekki komi bakslag.“ Afmælinu verður fagnað með nokkrum atburðum, til dæmis Hinsegin hátíð í Listasafni Reykja- víkur 27. júní. Þá verður Gay Pride-gangan í ágúst og verður hún eflaust mikilfengleg, enda á hún tíu ára afmæli í ár. gunnarh@frettabladid.is Gay-mafían tekur völdin á Íslandi HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA? Beggi og Pacas rótburstuðu Hæðina, Páll Óskar er popp- stjarna Íslands og Friðrik Ómar keppir í Eurovision. „Mér heyrist þetta vera úr slepp- ingum sem Landsvirkjun stóð fyrir á árunum 2000 til 2004,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líf- fræðingur, sem lengi hefur rann- sakað urriðastofninn í Þingvalla- vatni. Jóhannes segir hann í ágætum vexti, það sýni meðal annars rannsóknir hans á hrygn- ingu í Öxará, þar sem má sjá marktæka aukningu. Mikil og heit umræða hefur myndast á hinum ýmsu veiðivefj- um og sýnist sitt hverjum um efni fréttar sem blaðið birti fyrir helgi þar sem sagði frá mönnum sem voru að setja í urriða og beittu makríl á öngul. Blaðamaður rakst á sjö félaga úr Kópavogi sem voru að veiða stórurriða í kvöldsólinni að kvöldi fimmtudags og sex lágu þar sem þeir voru. Þresti Þór- hallssyni smiði leiddist ekki að draga að landi tíu punda urriða. Stöngin kengbognaði og hvein í hjólinu við átökin. Þetta er fjórða sumarið sem Þröstur mætir til slíkra veiða og hann segist aldrei hafa orðið var svo grimmrar töku. Það kemur Jóhannesi ekki á óvart. „Stofninn er að stækka, bæði veiðistofn og hrygningarstofn. Á vorin er tíminn en þegar líður á sumarið er urriðinn ekki eins strandsækinn og núna.“ Jóhannes segir þessa fiska geta verið sjö til átta ára og telur aðspurður Þing- vallavatn vel þola veiðar ef var- lega er farið. „Þessir fiskar eru mikilvægir hrygningu. En þeir eru með eðlislæga stofnavernd. Það safnast í þeim kvikasilfur við murtuát og óráð að stýfa þá um of úr hnefa.“ - jbg Þingvallaurriðinn í sókn MEÐ TÓLF PUNDA URRIÐA Magnús Birg- isson sjómaður setti í tvo bolta, einn tólf punda og annan tíu, í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB JÓHANNES STURLAUGSSON Við stór- urriðamerkingar í Öxará.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.