Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 64
44 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningar þeirra Einars Más Guð- varðssonar, Jónu Guðvarðsdóttur og Hildar Jónsdóttur í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, í kvöld kl. 20. Listamennirnir þrír fást allir við skúlptúr í einhverri mynd, en vinna þó með ólík efni og hafa ólíka nálgun á viðfangsefni sín. Listahátíð í Reykjavík verður formlega sett í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í dag. Þar fer einnig fram stærsti viðburður hátíðarinnar, Tilraunamaraþonið, sem hefst í fyrramálið kl. 10. Fjöldi listamanna, fræðimanna og vísindamanna tekur þátt í maraþoninu sem stendur allan daginn bæði á morgun og á sunnudag. Hver þátttakandi hefur vissan tímaramma, fimmtán mínútur, til þess að fremja sína tilraun og svo tekur næsti þátttak- andi við. Tilraunirnar spanna vítt svið fræða og lista og er því ljóst að fjölbreytileiki verður í fyrirrúmi á þessum yfirgripsmikla viðburði. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykja- víkur, segir Tilraunamaraþonið runnið undan rifjum sýningarstjóranna, þeirra Hans Ulrich Obrist, sem jafnframt er safnstjóri Serpentine safnsins í Lundúnum, og myndlistarmannsins Ólafs Elíasson- ar. „Obrist hefur gríðarlega vítt áhugasvið og sér gjarnan tengsl á milli ólíklegustu viðfangsefna. Þeir Ólafur unnu saman í fyrra þegar Ólafur reisti sérlegan skála við Serpentine safnið. Öll aðferðar- fræði Ólafs gengur út á að verk hans reyni á skynfærin og því prufuðu þeir félagar að halda tilraunamaraþon í skálanum síðastliðið haust. Leikurinn er svo endurtekinn hér, en þó á veglegri hátt þar sem að hér fylgir maraþoninu sýning sem stendur út sumarið.“ Þátttakendur í maraþoninu koma víða að; Hafþóri telst til að þeir komi frá tólf löndum og fimm heimsálfum. Sumir þeirra eru vel þekktir innan afmarkaðra kima lista- og menningarheimsins en aðrir eru almenningi vel kunnir, til að mynda tónlistarmaðurinn Brian Eno og kynlífssérfræðing- urinn Dr. Ruth. Hafþór segir þátttakendurna hafa tekið vel í það að ferðast til Íslands til þess eins að láta ljós sitt skína í fimmtán mínútur. „Obrist er ótrúlega vel tengdur maður; hann hefur fleiri númer í símanum sínum en nokkur annar sem ég þekki til. Að auki er hann vel þekktur sýningarstjóri bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum og hefur afar sérstakan sýningastíl. Því virðast flestir sem hann hefur samband við vera meira en til í að taka þátt í hverju því sem hann stingur upp á. Honum tekst með sýningum sínum að skapa mögnuð hughrif sem þó er erfitt að henda reiður á og því ekkert undar- legt að fólk vilji gjarnan taka þátt í að skapa slíka upplifun.“ Tilraunamaraþonið sjálft fer fram á opnunartíma Listasafnsins á morgun og á sunnudag, en sýning tengd viðburðinum stendur svo til 24. ágúst. vigdis@frettabladid.is Tilraunir á öllum sviðum VEGGVERK Hér má sjá myndskreytingu á vegg í Hafnarhúsinu eftir Matthew Ritchie. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HLJÓÐMYND Hluti af verki eftir Brian Eno. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamark- aður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heimin- um koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move”, en það er viðburður þar sem framleið- endur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes. - pbb Cannes-hátíðin hafin KVIKMYNDIR Rúnar Rúnarsson á mynd í keppni stuttmynda um Gullpálmann í Cannes. Í flóði þeirra myndlistarviðburða sem fram undan eru er hætt við að ný sýning íslenskrar samtímaljós- myndunar fari lágt en að henni stendur hið nýstofnaða félag sam- tímaljósmyndara hér á landi. Sýn- ingin sjálf verður opnuð á morgun kl. 17 í Þjóðminjasafni Íslands en þar verður einnig uppi sýning á Íslandsmyndum franska ljósmynd- arans Thomas Humery sem hann hefur tekið hér hin síðari ár. Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing um íslenska sam- tímaljósmyndun á laugardag og hefst það kl. 11 í Þjóðminjasafni. Þar ræða innlendir og erlendir fræðimenn um ýmis efni. Annette Rosengren, safnvörður við Nord- iska Museet í Stokkhólmi, segir frá EKODOK -90, sænsku verkefni fyrir áhugaljósmyndara, rithöf- unda og safnamenn. Linda Ásdísar- dóttir, íslenskufræðingur og safn- vörður við Byggðasafn Árnesinga, ber saman ljósmyndabækurnar Íslendingar með ljósmyndum Sig- urgeirs Sigurjónssonar og Rætur rúntsins eftir hollenska ljósmynd- arann Rob Hornstra. Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræð- ingur segir af óánægju fréttaljós- myndara, en blaðaljósmyndarar hafa lýst óánægju sinni með stöðu ljósmyndunar á íslenskum fjöl- miðlum í dag. Farið verður yfir gagnrýni þeirra og staða frétta- ljósmyndunar skoðuð. Þá mun Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og styrkþegi í rannsóknarstöðu Kristj- áns Eldjárn við Þjóðminjasafn Íslands, spyrja: Hver er staður ljósmynda innan íslenskrar sjón- listasögu? Hjálmar Sveinsson blaðamaður skoðar landið og sam- félagið eins og það endurspeglast í ljósmyndabókum. Og loks mun Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður, greina frá fyrstu verkefnaráðningu Þjóðminjasafns Íslands í samtímaljósmyndun. Þingið hefst kl. 11, gert verður hádegishlé en því lýkur um kl. 16. pbb@frettabladid.is Þingað um ljós- myndir samtímans FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLLI Myndin er úr röð mynda þaðan og er eftir Braga Þór Jósepsson, sem er einn þeirra átta ljósmyndara sem eiga verk á sýningunni Endurkast – íslensk samtímaljósmyndun sem verður opnuð í Þjóðminjasafni á föstudag kl. 17. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEPSSON/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Listahátíð breiðir úr sér: Í Hveragerði verður á sunnudag opnuð sýning á pappírsverkum Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns sem féll frá á besta aldri 2006. Það er Listasafn Árnesinga sem stendur fyrir sýningunni en sýningarstjóri er Jón Proppé. Pappírsverk Magnúsar eru unnin með margbreytilegri tækni og spanna verkin á sýningunni allan feril þessa afkastamikla listamanns. Klippimyndir, málverk og ljósmyndir. Á sýningunni er einnig að finna yfirlit um tilraunir Magnúsar með alls kyns ákast. Hann varpaði hlutum, myndum og jafnvel líkamshlutum á pappír og framkallaði með ýmiss konar tækni ákastið á pappírinn. Fæst verkanna á þessari sýningu hafa áður komið fyrir almenningssjónir enda er hér um að ræða fyrstu tilraun til að skoða framlag Magnúsar til verka sem unnin eru á pappír. Nokkur verkanna eru úr eigu opinberra safna en önnur úr einkaeign. Sýningarstjórinn segir að leitast verði við á þeim tíma sem sýningin er opin í Hveragerði að tengja vinnu Magnúsar á þessu sviði við strauma í samtíma hans með fyrirlestrum, kynningum, pallborðsumræðum og gjörningum, en á opnunardaginn mun verðandi fulltrúi íslenskrar myndlistar á Tvíær- ingnum í Feneyjum, Ragnar Kjartansson, fremja gjörning. Sýningin í Listasafni Árnesinga í Hveragerði stendur til 20. júlí og er opin daglega frá 12-17. Listasafnið er í eigu sveitarfélaga í Árnessýslu, var stofnað 1975 og var lengi starfrækt á Selfossi en hefur frá 2003 verið í Hveragerði. - pbb Pappírsverk Magnúsar MYNDLIST Eitt verka Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns (1949-2006) á pappír sem birtast mörg í fyrsta sinn á sýningu í Hvera- gerði, sem verður opnuð á sunnudag kl. 18. > Ekki missa af... Sýningu á litríkum útsaums- verkum og teikningum Guðrúnar Bergsdóttur á Kaffi Mokka, Skólavörðustíg 3a, sem lýkur nú á laugar- dag. Guðrún á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga, en sýningin á Mokka er hluti af listahátíðinni nýafstöðnu List án landamæra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.