Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 86
66 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. bifa 6. hæð 8. efni 9. tækifæri 11. númer 12. tíðindi 14. rusl 16. ætíð 17. gerast 18. umhyggja 20. tveir 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. helminguð 3. pot 4. máski 5. for 7. fiskur 10. sægur 13. loft 15. stefna 16. þörungur 19. nafnorð. LAUSN „Ég borða yfirleitt hafragraut og það fer eftir skapi hvort ég set rúsínur út á, en um helgar er það oftast ristað brauð eða beygla með rjómaosti og kókó- mjólk.“ Klara Ósk Elíasdóttir söngkona LÁRÉTT: 2. þoka, 6. ás, 8. tau, 9. lag, 11. nr, 12. fregn, 14. drasl, 16. sí, 17. ske, 18. önn, 20. ii, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. ot, 4. kannski, 5. aur, 7. sardína, 10. ger, 13. gas, 15. leið, 16. söl, 19. no. Hjónakornin Stefán Karl Stef- ánsson og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir eignuðust heil- brigðan strák á laugardaginn. Hefur honum verið gefið nafnið Þorsteinn Stefánsson. Strákur- inn fæðist inn í mikið kvenna- veldi því hann á þrjár eldri syst- ur: þær Bríeti Ólínu, Elínu og Júlíu sem kom í heiminn fyrir rúmu ári. Væntanlega er pabbinn því feginn að fá karlkyns-stuðn- ingsmann á heimilið. Stefán og Steinunn hafa búið í borginni San Diego í Kaliforníu um árabil þar sem leikarinn hefur verið að koma sér á fram- færi í kvikmyndaheiminum. Steinunn hefur hins vegar setið við skriftir og sendi meðal ann- ars frá sér skáldsöguna Í fylgd með fullorðnum fyrir þremur árum. Stefán er auðvitað fyrir löngu orðinn „heimsfrægur“ sem Glanni glæpur eða Robby Rotten í Latabæjarþáttunum en hann talaði einnig inn á stórmyndina Night at the Museum. Þá liggur fyrir að hann bregði sér í hlut- verk The Grinch á Broadway þegar fram líða stundir. Sam- kvæmt Facebook-síðu Steinunn- ar ríkir mikil gleði á heimilinu og hefur drengurinn verið kallaður Steini Stef. Stefán Karl og Steinunn eignast strák HAMINGJUSAMIR FORELDRAR Steinunn Ólína og Stefán Karl eignuðust son á laugardag- inn sem hefur verið skírður Þorsteinn Stefánsson. „Ég er búin með turnréttindin og ef allt gengur eftir klára ég aðflugs- réttindin í júní,“ segir Sif Aradótt- ir, sem er yngsti starfandi flugum- ferðarstjóri landsins um þessar mundir. Sif er þó landsmönnum kunn af öðrum vettvangi því hún var kjörin ungfrú Ísland árið 2006. „Það var góð reynsla í reynslu- bankann en þessi heimur heillaði mig ekki. Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í þegar ég tók þátt en mig langaði alltaf að starfa við eitt- hvað sem tengdist flugi,“ segir Sif, en eftir að hún útskrifaðist frá MH sótti hún um inngöngu í flugum- ferðarstjórnarnám og var ein af fjórum sem hlutu inngöngu. „Við þurftum að fara í mörg próf, bæði verkleg og sálfræðileg, enda mjög ábyrgðarfullt starf,“ segir Sif og útskýrir að starfið krefjist þess að hún sé alltaf í góðu dagsformi. Sif er í sambúð með Jóni Nordal Hafsteinssyni, en barneignir eru ekki á dagskránni að svo stöddu. „Ég stefni á að taka nokkra áfanga í viðskiptafræði við HÍ í haust, því það er alltaf gott að hafa eitthvað í bakhöndinni, en annars stefni ég á að vinna áfram í Keflavík. Starfið er mjög skemmtilegt, enda mikil umferð á Keflavíkurflugvelli og stórar vélar,“ segir Sif að lokum. - ag Fegurðardrottning verður flugumferðarstjóri YNGSTI STARFANDI FLUGUMFERÐAR- STJÓRINN Á ÍSLANDI Í DAG Sif var kjörin ungfrú Ísland 2006 og starfar nú á Keflavíkurflugvelli. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Fjórir naglar. 2 31. maí. 3 Medemborg. Fjölmiðlar hafa keppst við að segja af flutningum Bubba Mort- hens og hans heittelskuðu Hrafnhildar Hafsteins- dóttur og þá ekki síður fyrir- huguðu brúðkaupi þeirra tveggja. Enda um kóng og drottningu að ræða. Nú heyrist að þau séu farin að sækja dansskóla og dansæf- ingar stíft með það fyrir augum að æfa brúðarvalsinn sem vitanlega verður stiginn þegar stóra stundin rennur upp. Svo virðist sem nektin verði allsráð- andi á umslagi nýjustu plötu Jónsa og félaga í Sigur Rós sem er vænt- anleg í næsta mánuði. Ef marka má myndbandsbrot á heimasíðu sveitarinnar prýða ljósmyndir af nöktu ungu fólki umslagið og má telja líklegt að uppátækið eigi eftir að vekja mikið umtal. Sjálfir eru meðlimir Sigur Rósar þöglir sem gröfin og vilja hvorki tjá sig um umslagið né titil plötunnar. Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson frumsýnir stuttmynd sína Smáfugl- ar, eða 2 Birds, á kvikmyndahátíð- inni í Cannes 24. maí, degi áður en hátíðinni lýkur. Myndin er tilnefnd til Gullpálmans og verður gaman að sjá hvort Rúnar ber sigur úr býtum eftir að hafa orðið af sjálfum Óskarnum fyrir tveimur árum, þá fyrir myndina Síðasti bærinn. Rúnar ferðast ekki til Cannes fyrr en í næstu viku enda hefur hann ýmsum öðrum hnöpp- um að hneppa, eins og að máta nýjan smóking sem fram- leiðslufyrirtækið Zik Zak hefur látið sauma á hann. - jbg / fb FRÉTTIR AF FÓLKI Jón Gnarr leikur frumkvöðulinn Galileo Galilei í nýrri sjónvarpsauglýsingu Símans sem frumsýnd verður í kvöld. Þar verður Jón leiddur fyrir Rann- sóknarréttinn í Róm þar sem Hilmir Snær Guðna- son, í hlutverki heittrúaðs dómara, dæmir hann fyrir trúvillu og fávísi. Meðal annarra íslenskra leikara sem gera aðsúg að Jóni er Þorsteinn Bachmann en hann þykir fara á kostum sem sanntrúaður og blóðheitur munkur við réttarhöldin. Jón Gnarr er höfundur auglýsingarinnar en leikstjórar hennar voru Gunni og Sammi. Tökur fóru fram í Portúgal. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sögulegir atburðir eru Jóni hugleiknir í auglýsingum en þjóðfélagið fór nánast á annan endann þegar hann notaðist við svik Júdasar þegar 3-G tækni fyrirtækisins var sett á markað. Þótt ekki sé víst að örlög Galileos eigi eftir að vekja upp jafn hörð viðbrögð og þá gætu trú- bræður Jóns í kaþólsku kirkjunni haft eitthvað um þetta að segja. Fréttablaðið rétt náði í skottið á grínistanum en hann var önnum kafinn við tökur á Dagvaktinni í Reykhólahreppi. „Jú, jú, þetta er rétt, hún verður frumsýnd í kvöld,“ staðfesti Jón. „Ég held mig í sögulegum aðstæðum,“ bætir hann við. Spænski rannsóknarrétturinn var notaður nokkuð oft af breska grínflokknum Monty Python en Jón segir auglýsinguna ekki vera skírskotun í það. „Nei, maður verður nú að finna eitthvað nýtt,“ útskýrir Jón og var þar með rokinn af stað í tökur. Galileo var kaþólsku kirkjunni þyrnir í augum enda taldi hann sig hafa sannað að jörðin snerist um sólina en ekki öfugt. Hann var á gamals- aldri leiddur fyrir Rann- sóknarréttinn í Róm árið 1633 og dæmdur til langrar fangelsisvistar en sökum tengsla sinna við Úrban páfa áttunda fékk hann að vera í stofufangelsi hjá vini sínum í Síena. Galileo andaðist níu árum síðar en þá hafði honum tekist að klekkja á kaþólsku kirkjunni með því að gefa út rit sín í Hollandi. freyrgigja@frettabladid.is JÓN GNARR: LEIKUR GALILEO GALILEI Í NÝRRI AUGLÝSINGU Hilmir Snær dæmir Jón Gnarr fyrir trúvillu og fávísi HEITTRÚAÐUR DÓMARI Hilmir Snær réttar yfir Jóni Gnarr fyrir trúvillu í nýrri auglýs- ingu Símans fyrir 3G. Þorsteinn Bach- mann leikur líka í auglýsingunni. FRÁ JESÚ TIL GALILEO Jón Gnarr leikur Galileo Galilei í nýrri auglýs- ingu. Skemmst er að minnast þess þegar hann lék Júdas í auglýsingu Símans sem byggð var á síðustu kvöldmáltíðinni. Jón er höf- undur beggja auglýsinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.