Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 30
30 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Halldóra Thoroddsen skrifar um skipulagsmál Það er flugvöllur í miðbænum!Við höfum byggt okkur miðju- laust skrímsl, ljóta borg, fulla af einmana fólki. Bílaflotinn í engu samræmi við íbúafjölda og vega- lengdir fjarstæðukenndar. Borgarbúar, ungir, gamlir, hraustir og veikburða þurfa að djöflast út á hraðbrautir eftir mjólkurpotti, svo ekki sé talað um nál og tvinna. Mann rekur í rogastans, sjái maður gangandi vegfaranda á götum stór-Reykjavíkur, að undan- skildum gamla miðbæn- um. Enda er borgin ekki miðuð við mannlegan skala heldur bíl. Í hinu nýja hverfi Kópavogs, sem kennd er við lindir og smára, er ekki reiknað með mannverum á gangi. Þar er kortersgangur á milli búðarglugga. Sjái maður hræðu flygsast þar um götur (því þar eru engar gangstéttir), hugs- ar maður ósjálfrátt að hún eigi eitthvað bágt – hafi villst af leið. Þessi sorglega borgarþróun átti sér stað víða um heim, meðan á alveldi tæknikratanna stóð. Óham- ingja Reykjavíkur var sú að borgin bjó ekki að gamalli byggð nema í örlitlum mæli. Meðan aðrar borgir prjónuðu við sig, byggðum við heila borg í álögum tíma- bilsins. Við byggðum út frá hugsjón um kjarna- fjölskyldu, í einbýli með skíðgarð í kringum jarð- arpart og tvo einkabíla á hlaðinu. Og við erum enn að. Mig langar til að búa í hverfi með búðum og þjónustu, fólki á götum sem maður nikkar til og spyr kannski frétta. Segið mér ekki að hér sé of kalt. Skoðið götu- myndir af Reykjavík upp úr alda- mótum. Vetrarmyndir sýna götur fullar af dúðuðu fólki, sumir jafn- vel í hópi að tala saman. Það er vel hægt að vera úti á vetrum, vel klæddur í umhverfi sem gerir ráð fyrir manni. En Reykjavík á sér örlitla von. Það er ljós í myrkrinu. Í allri upp- byggingunni hafa stríðsminjar verið látnar í friði. Heill flugvöll- ur með aðflugssvæði gæti ef vilji er fyrir hendi orðið miðborginni til bjargar. Þó tæknikratarnir séu farnir að týna tölunni, þá lumar hver stjórn- málaflokkur á leifum af tegund- inni. Miðaldra tímaskekkjum sem sjá ekkert rangt við aðstæður þær sem okkur hafa verið búnar. Þær virðast vilja varðveita þá ein- kennilegu sérstöðu Íslendinga í heiminum að taka frá pláss fyrir flugvöll í miðbænum! Tíma- skekkjurnar eru studdar flugvéla- eigendum og öðrum hagsmunaað- ilum sem vilja ekki sleppa þessum dekurskilyrðum. Undarleg afar- kostarök eru í umræðunni: „Vilj- iði að veikt fólk deyi“, „Viljiði að dreifbýlið komist ekki í bæinn“. Hvernig ætli aðrar höfuðborgir í heiminum fari að? Það hefur komið í ljós að greini- legur kynslóðamunur einkennir afstöðu til málsins, ekki flokkslín- ur. Væri ekki ráð að láta nýrri kynslóð eftir að skapa sér eigið borgarkjörlendi? Eldri kynslóðin hefur þegar skemmt nóg fyrir henni. Borgarbúar hafa kosið flugvöll- inn burt í löglegri kosningu. Ástæðan fyrir þessum skrifum hér er grunsemdir sem farnar eru að læðast að mér. Grunsemdir um að hinir forpokuðu ætli að forsmá löglegar kosningar Reykvíkinga um eigin skipulagsmál. Slíkt og þvílíkt á sér oft stað í vanþróuðum lýðveldum. Við stöndum frammi fyrir sögu- legu tækifæri til að hjúkra þess- ari borg. Búa til nútímaborgar- hluta sem reiknar manninn inn. Þörf hans fyrir nærsamfélag, gangstéttir, kaffihús, búðir og aðra þjónustu, styttri vegalengdir og almenningssamgöngur. Þar fengju verktakarnir okkar veg- legan vettvang undir traustri stjórn alvöru borgarskipulags. Höfundur er áhugamaður um skipulagsmál. Það er flugvöllur í miðborginni! HALLDÓRA THORODDSEN Ný tegund sósíalisma? UMRÆÐAN Stefán Jón Hafstein skrifar um félagsleg fyrirtæki Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalism- anum og það besta í sós- íalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki nor- ræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverð- launahafi vill stuðla að í þróunar- löndunum. Í nýrri bók rekur hann yfir tuttugu ára reynslu sína af „félagslegum fyrirtækjum“ (soc- ial business). Frægast þessara fyrirtækja er Grameen-örlána- bankinn sem löngu er fyrirmynd þúsunda slíkra smálánabanka um allan heim. Þeir lána veðlausum fátæklingum lítilfjörlegar upp- hæðir, sem þó nægja til að stofna rekstur sem sér þeim farborða. Grameen-fyrirtækin eru miklu fleiri. Þau stunda fjarskipti, framleiða matvæli, veita náms- lán – þau skipta tugum. Þau eru öll lágmarksgróða fyrirtæki sem hafa það markmið eitt að þjóna fátækum og standa undir sér. Í nýrri bók, Heimur án fátækt- ar, félagsrekstur og framtíð kap- ítalisma (Creating a World Wit- hout Poverty, Social Businesses and the Future of Capitalism) fjallar Yunus um þá grundvallar hugsanavillu sem hann telur kap- ítalisma byggjast á: Að allir menn sækist eftir hámarksgróða sjálf- um sér til handa, og því eigi hag- kerfið að byggja á sókninni í hámarksarðsemi. Það þarf engan speking til að sjá að stór hluti mannkyns kýs um annað að hugsa en hvernig hann fær sem mest af peningum. Lífsgæðasókn hefur margar víddir og gerir Yunus sér tíðrætt um að kapítalismi svari þeim fæstum. Hitt er svo mikilvægara fyrir þennan hagfræðing að kerfi sem knýr gangvirki sitt aðeins í átt til hámarksávöxtunar, skilur eftir stór ósnortin verkefni í sam- félaginu sem þar með verða útundan. Svo sem að þjóna fátækum. Grameen-smálánabank- inn fór inn á eitt þessara sviða. Yunus kynntist smár- ekendum sem voru á ofurvaldi okurlánara. Með aðeins 27 dollara framlagi á hóflegum vöxtum varð til efna- hagslegt stórveldi: Sex milljarðar dollara hafa verið veittir að láni frá upphafi, endurgreiðsluhlutfall er 99% og Grameen-bankinn hefur fjármagnað sig sjálfur frá 1994. Enginn alvöru kapítalisti leit við þessu tækifæri. Og býðst ekki að kaupa, bankinn er í eigu viðskiptavina. Markaður, samkeppni og hugsjón Yunus telur að félagsfyrirtæki eigi að vera markaðsdrifin, meta tækifæri, gera áreiðanleikakann- anir og stunda vöruþróun alveg eins og gróðafyrirtæki. Þau eiga líka að stunda harða samkeppni við einkarekstur og ríkisrekstur. Munurinn er bara sá að fjárfest- ar fá ekki arð. Arður, ef einhver er, fer aftur í rekstur. Fjöldi fólks mun leggja fé sitt í svona fyrirtæki af hugsjón, alveg eins og það gefur fé til góðgerð- armála. Og þróunarstofnanir eiga að hugsa eins, því þetta er sjálf- bær rekstur til framtíðar. Að lesa Yunus er í sumu eins og að hverfa aftur til 19. aldar, umræðunnar um samvinnuhreyfinguna, eða „eignarhald öreiganna á fram- leiðslutækjunum“ svo vitnað sé í Marx. Að öðru leyti er Yunus eins og hver annar viðskiptafræðing- ur með allt á tæru. Hann er sann- færður um að margt af því besta í kapítalískum rekstri megi nýta í rekstri fyrir fátæka og ná því fram sem sannir sósíalistar hafa alltaf viljað: Að fátækir hefjist til betra lífs með eigin krafti. Fátækir sem gerendur Þróunarhjálp liðinna áratuga skilgreinir verkefni út frá skorti. Yunus skilgreinir verkefnin út frá getu fátækra til að taka frum- kvæði. Hann sér markaðstæki- færi, frumkvæði og dugnað þar sem aðrir sjá örbirgð og skort. En hann gerir meira. Þeir sem fá lán í bankanum undirgangast félagslegan samning. Í fyrsta lagi ábyrgjast lántakendur hver annan. Í raun tekur Grameen- bankinn veð í félagslegri stöðu lántaka. Enginn vill láta spyrjast að standa ekki við sitt. Þetta er svo árangursrík aðferð að afskriftir lána eru nánast engar: Þetta er áhættulaus rekstur! Í öðru lagi skilgreinir Yunus fátækt á annan hátt en fjölþjóð- legar stofnanir sem skoða „þjóð- artekjur á mann“ og álíka gróf- gerða kvarða. Býr fólk í sæmilegu húsi? Fær það þrjár máltíðir á dag, notar það kamar, hefur það aðgang að vatni, fara börnin í skóla? Árangri telst náð þegar öll skilyrði eru uppfyllt. Ábyrgð á því axlar fólkið sjálft. Það skrif- ar undir samning um að breyta lífsháttum til batnaðar. Á móti fær það tækifæri til að brjótast úr viðjum fátæktar. Með þessu móti telur Yunus sig hafa fundið hina hóflegu blöndu sem hrærir saman því besta úr markaðskerf- inu og sósíalískri hugun. Reynsl- an af mörgum Grameen-fyrir- tækjum styður mál hans. Áhættan er mun minni en „alvöru“ kaítalistar taka eins og sjá má af hruni á alþjóðlegum mörkuðum þessa dagana. Og ávinningurinn er stórbrotinn, fyrir þá sem meta ekki líf sitt í milljörðum milljarða heldur munar um hverja krónu. Nánari umfjöllun um þetta efni er á vef mínum: www.stef- anjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Hann er sannfærður um að margt af því besta í kapítalísk- um rekstri megi nýta í rekstri fyrir fátæka og ná því fram sem sannir sósíalistar hafa alltaf viljað: Að fátækir hefjist til betra lífs með eigin krafti. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til sjöunda og síðasta fundar í fundaröð sinni um stefnu- mótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Nútíma upplýsingatækni í samgöngum Áætlun um leiðsögu- og upplýsingakerfi Arnór B. Kristinsson Flugstoðum ohf. fjallar um fl ugleiðsögu Guðjón Scheving Tryggvason Siglingastofnun fjallar um leiðsögu til sjós Björn Ólafsson Vegagerðinni fjallar um landleiðsögu Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Erindin byggjast á væntanlegri leiðsöguáætlun, nýrri stefnumótun frá samgönguráðuneytinu. Gera má ráð fyrir að leiðsögutækni muni auka öryggi, hagkvæmni og afköst í öllum samgöngu- greinum í náinni framtíð. Fundurinn verður haldinn fi mmtudaginn 15. maí 2008 kl. 15:00 – 17:00 á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 15. maí 2008. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur Nýrrar dögunar verður haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju 15. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomir. Aðalfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.