Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN Njörður Sigurjónsson skrifar um erlendar þýðingar íslenskra bók- mennta Í úttekt í Fréttablaðinu föstudaginn 9. maí á úthlut- unum Bókmenntasjóðs segir höfundur að dreifing íslenskra bókmennta á fjar- læg mál eigi mjög undir högg að sækja á meðan sjóðurinn leggi ekki nóga áherslu á þann þátt í starfsemi sinni. Þá segir blaðamaður að spurn- ingar vakni um hvers vegna ekki sé lögð meiri áhersla á að þýða á Evr- ópumál í ljósi stöðu Íslands sem heiðursgestur á Bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Í þessum vangaveltum gætir nokkurs mis- skilnings varðandi starfsemi Bók- menntasjóðs sem ég vil gjarna leiðrétta. Fyrst ber þó að þakka almennt jákvæða umfjöllun um úthlutanir sjóðsins, sem nú um mánaðamótin voru alls yfir 24 milljónir til útgáfu og þýðinga. Þó er vert að benda á að í fréttinni segir að styrkupphæðir til íslenskra þýðenda séu á bilinu 7 til 75 þúsund þegar rétt er að þær eru á bilinu 75 til 700 þúsund. Eins er sagt í upphafi fréttarinnar að þetta sé fyrsta úthlutun sjóðsins, en rétt er að úthlutað var til erlendra þýðinga í janúar á þessu ári og nor- rænum styrkjum til þýðinga var úthlutað í nóvember á síðasta ári. Alls fara fram úthlutanir til erlendra útgefenda íslenskra bókmennta á styrkjum til þýðinga sex sinnum á ári og tvisvar til viðbótar er úthlut- að þýðingarstyrkjum til útgefenda á hinum Norðurlöndunum. Með stolti get ég síðan greint frá því að Bókmenntasjóður greiðir að jafnaði 75% af kostnaði við þýðingu íslenskra bókmennta á erlend mál og er það mun hærra hlut- fall en sambærilegir sjóðir veita í nálægum löndum. Miðað er við að umsækj- endur séu erlendir útgef- endur og allar umsóknir sem fullnægja annars ein- földum skilyrðum um dreif- ingu, gæði þýðingar og samning við rétthafa, fá þennan 75% styrk. Munur á úthlutunum til einstakra verkefna getur þó verið nokkur, en það helgast af aðstæðum og efnisatriðum umsókna. Hinn erlendi útgefandi er í aðalhlutverki í þessu ferli og umsóknum um þýð- ingar frá innlendum aðilum er yfir- leitt hafnað á grundvelli þess að dreifingar- og kynningarmálum sé betur fyrir komið hjá heimafólki á hverjum stað. Mikilvægt er að átta sig á að sjóðurinn stendur ekki sjálfur að réttindasölu og ræður ekki hvað gefið er út af íslenskum bókum erlendis, enda er hlutverk bókaútgefenda að stýra því hvað kemur út á þeirra vegum. Bók- menntasjóður vekur hinsvegar athygli erlendra útgefenda á íslenskum rithöfundum og bók- menntum og veitir milligöngu og aðstoð við hvaðeina þegar það á við. Varðandi Frankfurt 2011 sérstak- lega, og þýðingar á næstu árum tengdar þátttöku Íslands þar, þá er það verkefni undir sérstakri verk- efnisstjórn og hefur sjálfstæðan 300 milljón króna sjóð. Er það verk- efni í góðum farvegi og í góðri sam- vinnu við Bókmenntasjóð. Að lokum er vert að benda áhugasömum um úthlutanir og starfsemi Bókmennta- sjóðs á að skoða heimasíðuna bok.is eða hafa samband við undirritaðan og fá þar svör við spurningum sem kunna að vakna. Höfundur er framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs. 32 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Freyr Ófeigsson skrifar um dómsmál Guðmundur Andri Thorsson ritar grein í Fréttablaðið hinn 5. maí 2008 þar sem hann gagn- rýnir bæði ákæruvald og dómsvald við meðferð tveggja mála. Langar mig að gera örfáar athugasemdir við greinina frá sjónarmiði dómara ef það kynni að verða lesendum til einhvers fróðleiks. Í okkar stjórnskipan er gert ráð fyrir svonefndri þrískiptingu rík- isvaldsins; í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Hver þessara þátta ríkisvaldsins á að njóta sjálfstæðis gagnvart hinum. Mörgum þykir sem nokkuð skorti á að svo sé í raun, einkum er varð- ar samskipti framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ég leyfi mér hins vegar að halda því fram að dómstólarnir njóti verulegs sjálf- stæðis, einkum eftir að dómsvald- ið var skilið frá framkvæmdavald- inu og núverandi dómstólaskipan tekin upp árið 1992. Ef ég skil greinarhöfund rétt gerir hann ekki greinarmun á ákæruvaldinu og dómstólunum. Hann er ekki einn um þennan skilning. Algengt er í skrifum manna um dómsmál að þessu tvennu sé ruglað saman og oft á tíðum er lögreglan einnig sett undir sama hatt. Gjarnan er talað um „dómskerfi“ án nánari skil- greiningar. Í okkar stjórnkerfi til- heyra lögregla og ákæruvald framkvæmdavaldinu og eru í raun dómstólum óviðkomandi að öðru leyti en því að ákæruvaldið höfðar sakamál og flytur þau fyrir dómi eins og lögmenn flytja mál einstaklinga. Útgáfa ákæru í fyrra málinu er því dómsvaldinu óvið- komandi. Síðara málið, er höfund- ur nefnir, var svokallað einkamál, sem maður höfðaði til heimtu skaðabóta. Í slíkum málum sjá aðilar sjálfir eða lög- menn þeirra um gagnaöflun og leggja fyrir dómara. Dómara ber að dæma eftir þeim gögnum sem fyrir dóminn eru lögð, þar á meðal skýrslum aðila og vitna. Það er misskilningur hjá höfundi að dómari ráðfæri sig við eða eigi að ráðfæra sig við sérfróða menn í störfum sínum. Það er hlutverk aðila eða lögmanna þeirra að afla mats- gerða og álitsgerða sérfróðra manna og leggja fram í dómi ef þeir telja það henta málstað sínum. Höfundur virðist telja að um saka- mál hafi verið að ræða, sbr. eftir- farandi í greininni: „Ekki er hægt að una því að stelpa nýorðin ellefu ára, með Asperger-heilkenni, hrædd og reið, sé gerð að glæpa- manni.“ Eins og að framan greinir var ekki höfðað refsimál á hendur stúlkunni og hún var ekki sökuð um að hafa framið refsiverðan verknað. Hljóta því skrif þessi að byggjast á misskilningi. Í lok greinar sinnar segir höf- undur: „Kominn er tími til að dómsvaldið hætti þessari glæpa- væðingu slysa.“ Vegna þessara orða vil ég benda greinarhöfundi á að ef háttsemi manns, sem leiðir til slyss, er refsiverð, er það vegna þess að Alþingi (löggjafarvaldið) hefur ákveðið svo með lögum en dómstólarnir koma þar hvergi nærri, þeirra hlutverk er að dæma eftir lögunum. Ég get tekið undir með greinar- höfundi að refsigleði er ekki góð gleði (ef ég má gera honum upp þá skoðun), en hennar gætir vissu- lega meðal almennings, a.m.k. þeirra sem tjá sig um dóma. Henn- ar verður miklu síður vart hjá dómurum, ef marka má framan- greind skrif. Höfundur er fyrrverandi dóm- stjóri. Glæpavæðing slysa? Um stuðning bókmenntasjóðs NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON Hver kom Stormsker á framfæri? UMRÆÐAN Sverrir Stormsker svarar Jóni Ólafssyni Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu 8. maí um blogggrein mína um Bítlaeft- irhermutónleikana í Háskólabíói og Jón Ólafsson bítla„vin“ vil ég koma á framfæri leiðréttingu. Í fréttinni segir: „Jón Ólafsson átti meðal annars þátt í því upphaflega að koma Sverri á framfæri.“ Þetta er rangt. Rugl. Jón átti engan þátt í því að koma mér á framfæri. Ég kom mér á framfæri sjálfur. Enginn útgefandi á landinu vildi gefa út mínar fyrstu plötur þannig að ég gaf þær út sjálfur. Einfalt mál. Sú þrautaganga stóð í 7 ár, frá 12 ára aldri til tvítugs á milli allra útgefenda landsins. 90% af þeim lögum mínum sem hafa komið út á plötum og sem fólk þekkir samdi ég á þessu aldursbili. Jón fjarri góðu gamni. Vegna slæmrar reynslu af hinum harðlæsta plötubransa þá lagði ég mig hins vegar í líma við að koma fjölmörgum söngvurum á framfæri, til að mynda Stebba Hilmars sem ég fann bláeygðan og gjörsamlega óþekktan og rennblautan á bak við tóneyrun í Kvennaskólanum á sínum tíma og ruslaði honum upp á svið. Í dag finnst þeim ágæta manni heilladrýgst að þakka fyrir sig með því að minnast ekki einu orði á það á heimasíðu sinni hver hafi dröslað honum á lappir og samið ofan í hann fyrstu vinsælu lögin sem hann söng inn á plötur og gerðu hann að því sem hann vildi verða – frægan. Hann leggur sig hins vegar í framkróka við að sniðganga mig þegar kemur að styrkveitingum úr Tónskáldasjóði FTT en þar situr Stebbi einn þriggja í úthlutunarnefnd. Munurinn á hundum og mönnum er sá að hundarnir bíta mann ekki eftir að maður gefur þeim að éta. Þar skilur á milli dýrs og ódýrs. Það er annað að vera sheep en cheap. Hvað um það. Þótt Jón Ólafsson hafi semsagt ekki átt neinn þátt í því að koma mér á framfæri get ég hins vegar þakkað honum það að þegar hann vann sem útvarps- maður á Rás 2 árið 1985 þá gerði hann mikið af því að hæla mér í hástert sem lagasmiði og spila fyrstu lögin mín. Fyrir það er ég honum þakklátur. Í þá tíð þurfti maður reyndar ekki að heita Bubbi til að fá spilun á Rás 2. Síðan ég gagnrýndi opinberlega endurvinnslu- ruslplötuna „12 íslensk bítlalög“ með Jóni og Bítlavinafélaginu fyrir tæplega 20 árum (sem Jón viðurkennir nú í dag að sé handónýt) þá hefur hann verið í fýlu, enda fékk hann alla aðra tónlistar- menn en mig í viðtalsþátt sinn „Af fingrum fram“ sem hann var með í Ríkissjónvarpinu fyrir skemmstu. Samt segir hann í svari sínu á storm- sker.blog.is að hann sé „ekki langrækinn“. Einmitt. Það er nefnilega það. Í Fréttablaðinu var sagt að ég bæri „óvild“ í garð Jóns. Það er einnig alrangt. Þarna er hlutunum snúið á haus. Ég hef aldrei reynt að loka dyrum á Jón heldur er því öfugt farið. Jón er prýðisdrengur en hann mætti gjarnan gera meira af því að taka réttmætri krítik eins og maður og gjarnan gera minna af því að kópíera annarra manna tónlist eins og api. Innlendir bítlar, og ég tala nú ekki um Bítlana sjálfa, hljóma mun betur í eigin flutningi en Jóns og annarra eftirapa. Því segi ég við Jón um leið og ég óska honum alls góðs: Let It Be! Höfundur er tónlistarmaður og rithöfundur. SVERRIR STORMSKER FREYR ÓFEIGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.