Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500018. maí 2008 — 133. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG B L A Ð H J A R T A V E R N D A R F Y L G I R F R É T T A B L A Ð I N U Í D A G ! FÓLK Í asísku matvöruversluninni Global Store í Brautarholti má finna ýmiss konar framandi matvöru. Einu sinni til tvisvar í mánuði berst versluninni sending af lifandi filippseyskum kröbbum til sölu. Eigandinn, Jón Þór Karlsson, segir krabbana rjúka út þegar þeir berast. „Það er dálítið púsluspil að flytja þá inn. Þeir eru fluttir í sjó, og það þarf að passa að þeir hafi alltaf nægilegt vatn, en þó ekki of mikið. Það má heldur alls ekki verða of heitt, þá deyja þeir,“ útskýrir Jón Þór, sem hvetur íslenska sælkera til að smakka krabbana. - sun/ sjá síðu 34 Asísk matvöruverslun: Selur lifandi krabba í soðið FÓTBOLTI „Þetta er langbesti árang- ur sem ég hef náð. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir sigur Ports mouth á Cardiff í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gær. Hermann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að vinna þessa elstu bikarkeppni heims. Þetta er fyrsti titill Hermanns á Englandi þar sem hann hefur leikið í ellefu ár sem atvinnumað- ur. Sigurinn tryggði Portsmouth sæti í UEFA-bikarkeppninni og spilar þá í fyrsta sinn í Evrópu- keppni. - hþh/ sjá síðu 30 Hermann Hreiðarsson: Bikarmeistari með Portsmouth SÆLA Hermann ærðist eðlilega af fögn- uði eftir sigurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Milt um allt land Það má búast við úrkomu víða um norðanvert landið í dag, en þurru að mestu syðra þó síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla inn til landsins SV. Hiti verður á bilinu 6-13 stig yfir daginn og dreifist jafnt yfir landið. VEÐUR 4 7 9 6 88 HEILBRIGÐISMÁL Vitað er um fjörutíu barnshafandi konur sem neyttu fíkniefna á meðgöngu í fyrra. Jóna Dóra Kristinsdóttir, yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar, segir þann fjölda þó aðeins segja til um hverjar svara heiðarlega spurningum um þessi mál hjá ljósmóðurinni. „Við getum aðeins hjálpað þeim sem segja satt og rétt frá,“ segir hún. Jóna Dóra tekur fram að flestar mæðurnar leggi sig fram við að breyta lifnaðarháttum sínum til hins betra á meðgöngunni og oft á tíðum takist það. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að nú sé talið að sprautufíklar séu um 700 talsins á Íslandi. Vandi þeirra og fjölgun hafi í för með sér vaxandi álag á heilbrigðiskerfið auk þess sem afbrot meðal þessa hóps fíkla eru mjög tíð og hafa því í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir á Land- spítalanum, segir að á um sex árum hafi hlutfall langt leiddra fíkla sem leita á bráðamóttöku aukist um 60 til 80 prósent. „Í raun má segja að hér sé kominn upp faraldur en um hann er þagað,“ segir Sigurður. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að árið 2007 hafi 95 manns greinst með lifrarbólgu C. Það sé umtalsverð aukning miðað við árin á undan en árið 2006 greindust 56 og árið 2005 voru 44 greindir með sýkinguna. Þá hafi hlutur fíkniefnaneytenda meðal HIV-smitaðra einnig vaxið. Úr upplýsingum í sjúklingabókhaldinu á Sjúkra- húsinu Vogi má lesa að meðal þeirra sem sprauta sig reglulega í æð, hafa rúmlega 60 prósent fengið lifrarbólgu C. Rúmlega 300 virkir sprautufíklar, séu sýktir af lifrarbólgu og geti því smitað aðra. Í síðustu ársskýrslu Vogs segir að málefni sprautu- fíkla séu mikið áhyggjuefni sérstaklega aukningin meðal þeirra „sem eru yngri en 25 ára, þó að enn noti þeir amfetamín og kókaín en ekki heróín“. - kdk/sjá síðu 16 Gríðarleg fjölgun virkra sprautufíkla Talið er að um 700 virkir sprautufíklar séu á landinu og fjölgar þeim um 70 til 110 á ári. Tíðni lifrabólgu C eykst mikið. Áhættumeðgöngum fjölgar samhliða fjölgun fíkla og álag eykst á nær öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. KYNLÍF HEFUR EKKERT BREYST Frægasti kynlífsfræðingur heims, Dr. Ruth, tekur þátt í tilraunamaraþoni. Hinn íslenski Andabær Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Andrés önd hætti að tala dönsku HELGAREFNI 20 Fjörugt ársþing HSÍ Sitjandi formaður var naumlega endurkjörinn og fjögurra liða úrslitakeppni hefur verið komið á aftur. ÍÞRÓTTIR 28 REYKJAVÍKURBORG Lögð hefur verið fram tillaga í menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkur um að reist verði stytta af Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands. „Okkur vantaði sniðuga tillögu og varð hugsað til Vigdísar,“ segir Kjartan Þór Ingason í Reykjavíkur- ráði ungmenna sem leggur tillög- una fram. „Hvernig á manni ekki að detta Vigdís í hug,“ spyr Kjartan á móti spurður um ástæður þess að ung- mennin leggja til að reist verði stytta af Vigdísi „Hún er merkileg kona, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti heims sem er kona. Það ætti að vera komin stytta af henni fyrir löngu.“ Kjartan segist telja heppilegast að styttan verði fyrir framan tón- listarhöllina sem nú er í byggingu. „Það væri upplagt enda tengist Vigdís mikið listum og menningu, var til dæmis leikhússtjóri og frönskukennari,“ segir hann. Styttutillagan hefur enn ekki verið afgreidd en Kjartan segir að mjög vel hafi verið í hana tekið meðal borgarfulltrúa. - gar Reykjavíkurráð ungmenna vill að Vigdísi Finnbogadóttur verði sýnd virðing: Reist verði stytta af Vigdísi EMBÆTTI BORGARSTJÓRA 100 ÁRA Aldarafmæli borgarstjóraembættisins var í gær fagnað í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur með opnun á sýningunni Kæri borgarstjóri. Viðstaddir sýninguna voru fyrrverandi borgarstjórar sem og núverandi borgarstjóri. Nítján hafa sinnt starfi borgarstjóra í Reykjavík, þar af þrjár konur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARTAN ÞÓR INGASON Telur löngu tímabært að reist verði stytta af Vigísi Finnbogadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SUNNUDAGUR 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.