Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 6

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 6
6 18. maí 2008 SUNNUDAGUR ÖRYGGISMÁL Siglingastofnun Íslands stóðst skoðun Eftirlitsnefndar EFTA án athugasemda. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu eftirlitsins sem stofnun sem kemur að siglingavernd nær þessum árangri, en úttektir á siglingavernd fara fram í sambærilegum stofnunum allra ESB-landanna auk Íslands og Noregs. Óskar Ingi Sigmundsson, deildarstjóri hafnasviðs Siglingastofnunar, segir úttektina hafa staðfest hversu vel íslensk siglingayfirvöld hafa staðið að uppbyggingu og framkvæmd löggjafar og reglukerf- is auk eftirfylgni við kröfur og fyrirmæli stjórnvalda EFTA-ríkjanna á sviði siglingaverndar. „Eftirlits- mennirnir höfðu á orði að hér væri að finna dæmi þar sem hægt væri að tala um bestu framkvæmd og tóku jafnframt fram að samstarf og samvinna þeirra stofnana sem skoðaðar voru væri til fyrirmyndar. Samgönguráðherra fer með yfirstjórn siglinga- verndarmála hér á landi en Siglingastofnun Íslands sér um framkvæmd. Jafnframt gegnir Tollstjórinn í Reykjavík, Ríkislögreglustjóri, Vaktstöð siglinga, Landhelgisgæsla Íslands og íslenskar hafnir veiga- miklu hlutverki. - shá Siglingastofnun Íslands stóðst úttekt EFtirlitsnefndar EFTA án athugasemda: Siglingavernd afburða góð BANDARÍKIN, AP Árið 2013 verður lýðræði orðið virkt í Írak og flestir bandarískir hermenn farnir þaðan. Lítil hætta stafar þá af talibönum í Afganistan og Osama bin Laden verður annað hvort kominn í fangelsi eða dauður. Svo spáir John McCain, sem á fimmtudag lýsti því hvernig hann sér fyrir sér ástandið í heiminum fjórum árum eftir að hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna - að því gefnu að hann verði kosinn í það embætti. Hann sér einnig fyrir sér að Bandalag lýðræðisríkja hafi tekið við af Sameinuðu þjóðunum. - gb McCain spáir í framtíðina: Útlistar eigin afrek fyrirfram JOHN MCCAIN UMHVERFISMÁL „Þetta passaði ekki alveg því ég var að taka upp lágstemmd hljóð fyrir kyrrláta stemningu í ameríska bíómynd,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og allsherjargoði Ásatrúarmanna, sem telur drunur frá frönskum herþotum hafa truflað upptökur í hljóðveri hans á Álftanesi. Fjórar franskar herþotur komu hingað á mánudag í síðustu viku til eftirlitsstarfa. Hilmar telur gný frá þotunum hafa verið á Álftanesi í tvo daga í síðustu viku. „Þetta var sérstaklega bagalegt annan daginn sem segja má að hafa farið meira en hálfur í súginn hjá mér. En eftir þetta hef ég sem betur fer ekkert heyrt. Ef þetta héldi áfram væri það ekkert annað en umhverfismengun,“ segir Hilmar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, segir að ráðuneytinu hafi engar kvartanir borist vegna flugs frönsku þotanna. „Þessar þotur sinna fyrst og fremst eftirliti á hafi úti og stunda ekkert lágflug yfir landi. Hins vegar þurfa þær auðvitað og taka á loft og lenda á Keflavík- urflugvelli,“ segir Urður sem kveður þotuflugmenn- ina þess utan hafa æft lendingar á Egilsstöðum og Akureyri. - gar Allsherjargoði við hljóðritanir á kyrrlátum skógarhljóðum í óvæntum mótbyr: Herþotur trufla hljóðupptöku HILMAR ÖRN HILMARSSON Tónlistarmaðurinn og allsherjar- goðinn segir herþotugný og hljóðritanir á skógarstemningu ekki fara saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR „Það eru tíu ár frá því við hófum störf og við erum að fagna því,“ segir Birgir Örn Birgisson, markaðsstjóri Atlantsskipa, en í dag vinna tæplega sextíu manns vinna hjá fyrirtækinu. Nokkrar breytingar eru framundan. Atlantsskip hafa haft tvö skip í leigu en nýlega var undirritaður samningur við Eimskip. „Í stað þess að leigja skip þá erum við að leigja pláss í skipum hjá þeim,“ segir Birgir. Fjöldi viðskiptavina Atlants- skipa auk erlendra samstarfsaðila lagði leið sína í vöruhús fyrirtæk- isins við Cuxhavengötu í Hafnar- firði í gær. - ovd Atlantsskip tíu ára: Breytingar framundan AFMÆLISVEISLA Í VÖRUHÚSI Fjöldi fólks lagði leið sína í vöruhús Atlatnsskipa í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÖRYGGISMÁL Nýjar hertar Evrópu- reglur um barnaöryggisbúnað í bílum tóku gildi 9. maí síðastlið- inn. Samkvæmt þeim teljast marg- ir barnabílstólar, sem hingað til hafa uppfyllt lágmarkskröfur, ekki lengur löglegir. Eiga allir stólar að vera E-merktir eins og til dæmis ECE 4403 eða ECE 4404. Á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram að ef slíkt merki sé ekki að finna á stólnum sé hann einfaldlega ólöglegur og að ýmis önnur merki, eins og DS (Dansk Standard) eða sænska merkingin Vägverket (T) séu ekki lengur nægar. - ovd Barnabílstólar skulu E-merktir: Nýjar og hertar öryggisreglur GOÐAFOSS Íslensk siglingayfirvöld hafa fengið staðfestingu á því að siglingavernd hérlendis er með því besta sem þekkist í Evrópu. MYND/EIMSKIP Á að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild Íslands að ESB á þessu kjörtímabili? Já 73,1% Nei 26,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú áhyggjur af stöðu íslenska geitfjárstofnsins? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNSÝSLA Eigandi sjávarlóðar- innar á Miðskógum 8 og bæjaryfir- völd á Álftanesi deila enn um rétt hans til að byggja á lóðinni þrátt fyrir að Hæstaréttardómur sé fall- inn í málinu. Skipulags- og byggingarnefnd Álftaness hefur haft til umfjöllunar breytingar á deilskipulagi við Skóg- artjörn þar sem gatan Miðskógar er. Meðal breytinganna er að fella út byggingarlóð Henriks Thoraren- sens á Miðskógum 8 og skilgreina hana sem óráðstafað svæði. Henrik hafi látið vinna fyrir sig teikningar að einbýlishúsi en fékk þær ekki samþykktar. Hófst þá málrekstur sem fyrir mánuði end- aði með dómi Hæstaréttar sem tók undir með Henrik og sagði lóð hans vera byggingarlóð samkvæmt skipulagi frá árinu 1980. Hins vegar hefðu uppdrættir að húsi hans ekki samrýmst skilmálum deilskipu- lagsins og því rétt hjá bæjaryfir- völdum að synja honum um að reisa hús samkvæmt þeim teikningum. Hæstiréttur segir þannig að byggja megi hús á lóðinni þótt þess- ar tilteknu teikningar hafi farið út fyrir skilmálana. Það lítur samt ekki út fyrir að Henrik fái að byggja því eins og áður segir hyggjast bæj- aryfirvöld afmá byggingarlóð hans út af skipulaginu. „Ef fyrirætlanir skipulags- og byggingarnefndar og sveitarfé- lagsins ganga eftir er alveg ljóst að umbjóðandi minn [Henrik] mun ekki láta þær yfir sig ganga,“ segir Guðmundur Ágústsson, lögmaður Henriks, í bréfi til bæjaryfirvalda á Álftanesi. Guðmundur segir breytingarnar á skipulaginu ekki aðeins svipta Henrik eignarrétti sínum heldur ganga þvert á dóm Hæstaréttar sem þannig væri gefið „langt nef“ auk þess sem bærinn yrði bótaskyldur. Deilan um sjávarlóðina Mið- skóga 8 hefur flækst af því að beint fyrir ofan lóðina býr Kristj- án Sveinbjörnsson, odddviti meiri- hluta Álftaneslistans og forseti bæjarstjórnar. Kristján hafði nýtt hina óbyggðu lóð, meðal annars fyrir vaðlaug sem hann útbjó. Kristján hefur beitt sér gegn því að Henrik fái að byggja á lóð- inni en hefur ávallt vísað á bug ásökunum um að afstaða hans markist af eiginhagsmunum. Seg- ist hann einfaldlega telja að ný bygging rúmist ekki á lóðinni þar sem hún sé svo nærri sjávarkamb- inum. gar@frettabladid.is Yfirvaldið á Álftanesi sagt hunsa Hæstarétt Eigandi lóðarinnar Miðskóga 8 á Álftanesi segist ekki una því að bæjaryfirvöld gefi Hæstarétti langt nef með því að afmá sjávarlóð hans út af skipulagi. For- seti bæjarstjórnar býr ofan við lóðina og telur nýtt einbýlishús ekki rúmast þar. MIÐSKÓGAR 8 Tölvugerð mynd sýnir húsið sem átti að byggja. Reisa má hús á lóðinn en þak á útsýnisturni var of hátt segir Hæstiréttur Íslands. MYND/EON ARKITEKTAR KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON Forseti bæjarstjórnar á Álftanesi á sinni lóð. HENRIK THORARENSEN Eigandi Mið- skóga 8 stendur hér í frosinni vaðlaug sem forseti bæjarstjórnar útbjó á lóð hans. BÍLAR Þýskir bílar stöðvast sjaldnast á vegum úti vegna bilanna. Er þetta samkvæmt nýjustu bilanatölfræði ADAC í Þýskalandi, systurfélags Félags íslenskra bifreiðaeiganda. Tölfræðin er unnin upp úr útkallstölum vegaaðstoðar ADAC en sem fyrr eru rafmagnsbilanir algegnasta orsök þess að bílar stöðvast á vegum úti. Er þetta þriðja árið í röð sem þýskir bílar koma best út en fram að því höfðu japanskir bílar vinninginn. - ovd 2,5 milljón útköll ADAC í fyrra Þýsku bílarnir bila minnst LIST Anna Halldórsdóttir Spaid tónskáld samdi tónlistina við teiknimyndina Written by Gandhi sem maður hennar Joseph Spaid framleiddi. Hún verður til sýnis í Stuttmynda- horni á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. „Umsóknar- fresturinn um að fá að sýna mynd á Cannes var að verða útrunninn þegar við ákváðum að láta reyna á þetta,“ segir Anna. „Og það kom okkur eiginlega í opna skjöldu þegar okkur var síðan sagt að mæta með myndina.“ Í myndinni eru margar tilvitnan- ir í Mahatma Gandhi og er markmiðið með henni að stuðla að friði. - jse Kvikmyndahátíðin í Cannes: Íslenskir tónar á Canneshátíð WRITTEN BY GANDHI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.