Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 11
UMRÆÐAN
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir
skrifar um námstækni
Námsmenn eru
í mörgum hlut-
verkum sam-
hliða náms-
mannshlutverkinu.
Samkeppni um
tíma þeirra er
gífurleg. Hraði
og hátækni eru
öflugar breytur
í lífsskilyrðum.
Að loknu fag-
námi mætir ein-
staklingnum vinnumarkaður sem
einkennist af sveiflum og upp-
stokkunum á markaði og hreyf-
ingu starfsfólks á milli verkefna
og starfa. Krafan um færni til
skjótrar aðlögunar í nýjum
aðstæðum eykst. Sífelld öflun
frekari þekkingar vegna vinnu-
staða- og starfsþróunar er það
umhverfi sem bíður námsmanna
þegar út í atvinnulífið er komið.
Kvikar aðstæður hafa margvís-
leg áhrif á vaxtarmöguleika ein-
staklinga.
Öryggi og hugarró sem er kjöl-
festa námsárangurs er ógnað af
örum breytingum. Útvíkkun náms-
umhverfis með tilkomu veraldar-
vefsins, aukin samkeppni um inn-
göngu í virta skóla, samkeppni um
bitastæð störf á hverfulum
atvinnumarkaði, eru breytur sem
kalla á endurskoðun námsmanna-
vænna úrræða.
Algengasta hindrun námsmanna
í hröðu nútímasamfélagi er skort-
ur á ögun í vinnulagi, handahófs-
kenndar náms- og lestraraðferðir
og skortur á skipulögðu utanum-
haldi námsgagna. Aðstæður gera
það að verkum að námsmenn
koma oft seint auga á að skortur á
markvissu vinnulagi er ein helsta
hindrunin í að ná þeim árángri
sem þeir leitast eftir. Þess í stað
setja þeir sökina á óskilgreindan
skort á „námsgetu“, á námið sjálft
sem sé of þungt og námsefnið sem
of umfangsmikið. Þá er stutt í von-
leysi og uppgjöf.
Til er sérhæfður hugbúnaður
fyrir nær allar atvinnugreinar, en
bið hefur verið á sérstöku forriti
fyrir vinnu nútíma námsmanna.
Ekki er ólíklegt að misræmi í
áherslum varðandi gildi hugbún-
aðar fyrir atvinnugreinar annars
vegar og hugbúnaðar sem vinnu-
tæki námsmanna, telji drjúgt
þegar litið er til einbeitingarleys-
is, uppgjafar og brottfalls.
NemaNet er ný lausn sérhönnuð
fyrir vinnu námsmanna. Forritið
er hannað með tilliti til þarfa hug-
ans við öflun þekkingar og þarfa
námsmanna í upplýsingasamfé-
lagi. Því eins og yfirskrift Nema-
Nets segir, „Nám er fag“.
Höfundur er náms- og starfsráð-
gjafi og höfundur NemaNets –
namsstofan.is.
UNMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradótt-
ir skrifar um borgarmál
Fyrir um mánuði síðan blésu fulltrúar meiri-
hlutans í borgarstjórn
Reykjavíkur til blaða-
mannafundar og kynntu
aðgerðaráætlun sína í leik-
skólamálum „Borgarbörn“.
Eins og menn muna voru
umdeildar heimgreiðslur
stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í
aðgerðaráætluninni á þessu ári,
auk þess sem leggja átti aukið fjár-
magn í einkarekna leikskóla og
dagforeldrakerfið. Við kynningu á
aðgerðaráætluninni gerðu fulltrú-
ar meirihlutans mikið úr því að
verið væri að veita stór-
auknu fjármagni til leik-
skólamála.
Á þessu ári er kostnað-
urinn vegna þessara verk-
efna áætlaður 118 milljón-
ir umfram fjárhagsáætlun
sem til stóð að bæta inn í
ramma leikskólasviðs. Ein-
drægni virtist vera um
málið hjá meirihlutanum á
blaðamannafundinum
þegar aðgerðaráætlunin
var kynnt. Enda fundur-
inn best heppnaði blaðamannafund-
ur þessa meirihluta, búið að ráða
auglýsingastofu til þess að yfir-
bragð fundarins gæti verið sem
glæsilegast, hanna sérstakt merki
fyrir aðgerðaráætlunina og borgar-
fulltrúar meirihlutans með sín blíð-
legustu bros á vörum þegar stór-
auknu fjármagni til málaflokksins
var lofað.
Svíkja sjálf sig
Nú mánuði síðar samþykkir svo
sami meirihluti í borgarráði að
Leikskólasvið eigi að fjármagna
aðgerðaráætlun meirihlutans,
borgarbörn, innan fjárhagsáætlun-
ar ársins. Þannig er sviðinu gert að
taka af því fjármagni sem sam-
kvæmt fjárhagsáætlun er ætlað til
reksturs leikskólanna í borginni.
Þessi afgreiðsla er þvert á fyrri
yfirlýsingar meirihlutans og kynn-
ingu á málinu í leikskólaráði og
víðar. Þessi niðurstaða kemur því
illa í bakið á þeim borgarbúum sem
lögðu trúnað á trumbuslátt meiri-
hlutans um stóraukið fjármagn til
málaflokksins vegna borgarbarna-
stefnunnar.
Losaraleg fjármálastjórn
Það virðist vera alveg sama hvert
litið er, þessum ólánssama meiri-
hluta tekst að klúðra öllum málum,
meira að segja þeirra eigin tromp
breytast í jókera í höndunum á
þeim.
Meirihlutinn ber því fyrir sig að
nota eigi afgang sem hugsanlega
verði af rekstri leikskólasviðs á
þessu ári til verkefnanna. Það gefur
auga leið að það samrýmist ekki
góðri stjórnsýslu að ætla að ráð-
stafa afgangi ársins áður en árið er
liðið. Engin leið er að sjá það fyrir
hvort og þá hve mikill afgangur
verði af rekstrinum.
Til að hægt sé að hafa yfirsýn
yfir fjármál borgarinnar er mikil-
vægt að gegnsæi sé til staðar og að
ákvarðanatökuferli sé skýrt. Þannig
er nauðsynlegt fyrir meirihluta
hverju sinni að tryggja verkefnum
fjármagn áður en samþykkt er að
ráðast í þau. Það er ekki boðlegt að
ætla bara að vona að í lok árs gangi
allt upp, að hlutirnir reddist bara.
Það að missa fjármál borgarinnar
úr böndunum er ekki bætandi við
þær uppákomur sem þessi meiri-
hluti býður borgarbúum upp á í
hverri viku. Maður skyldi ætla að
borgarfulltrúum meirihlutans væri
orðið ljóst, að málin hafa því miður
ekki tilhneigingu til að reddast hjá
þeim þessa dagana.
Höfundur er borgarfulltrúi Sam-
fylkingar.
Námsmenn
í nútíð og
framtíð
Nýjasta uppákoman í Reykjavík
ÁSTA KRISTRÚN
RAGNARSDÓTTIR
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
Viðskiptafræði BSc Alþjóðaviðskipti MSc Fjármál og reikningshald MSc Endurskoðun MSc
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
Í VIÐSKIPTADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
MYNDAR ÞÚ TENGSL SEM SKIPTA MÁLI
Háskólinn í Reykjavík leggur mikið upp úr því að nemendur myndi góð tengsl við
atvinnulífið. Þeir afla sér þekkingar frá fyrsta degi sem nýtist þeim vel þegar þeir verða
þátttakendur í að móta og skapa framtíð íslensks samfélags. Nemendur Háskólans í
Reykjavík hafa sýnt og sannað að þeir geta látið drauma sína rætast, þeir eru óhræddir
við að framkvæma hugmyndir sínar, þeir kunna að stofna og reka fyrirtæki og gera það
í miklum mæli. Gæði háskólakennslu eru mest í Háskólanum í Reykjavík, samkvæmt
viðhorfskönnun á meðal íslenskra viðskiptafræðinema sem Ríkisendurskoðun birti í
fyrra.
Þess vegna á viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík að vera fyrsti valkostur þeirra sem
ætla að læra viðskiptafræði.
Framtíðin er HR.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
Háskólanám með vinnu (HMV)