Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 12

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 12
UMRÆÐAN Sigurður T. Sigurðs- son skrifar um kjaramál Kostnaður við rekstur heimilis hérlendis er orðinn svo hár að nýlega umsamin 145 þúsund króna dagvinnu tekju- trygging verkafólks dugar hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum, hvað þá meira. Þegar búið er að taka skatt og lífeyrissjóðsgjald af þessum launum og greiða fyrir leigu á tveggja til þriggja her- bergja íbúð er ekkert eftir. Og þó að menn reyni að bjarga fjármál- unum með því að vinna tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, dugar það ekki til því skatturinn hirðir meira en þriðju hverja krónu af því sem þannig er aflað. Miðað við verðlag þyrftu lægstu laun í dagvinnu að vera a.m.k. 200 þúsund krónur á mánuði, skattlaus. Skattpíning Af lægstu laununum eru nú teknar um átján þúsund krónur í tekju- skatt á mánuði. Það munar um minna fyrir þá sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Jafn vitlaust sem það er, þá eru þessi hungurlaun skattlögð með sömu skattprósentu og þau hæstu. Það er enginn munur gerður á tekjum sem ekki duga einstaklingi til framfærslu og ofurlaunum forríkra milljónamær- inga, því hvoru tveggja launin eru skattlögð með 35,72% tekjuskatti. Sé til rökleysa þá á hún við um þessa sérkennilegu skattheimtu. Núverandi skattleysismörk eru rúmlega 95 þúsund krónur á mán- uði en væru um 160 þúsund ef þau hefðu fylgt launaþróun í landinu síðustu tuttugu árin. Þarna er um að ræða 65 þúsund krónur á mán- uði sem stjórnvöld skattleggja eins og um hátekjur væri að ræða. Í stað þess að hækka skattleysimörkin eðlilega og hafa þau jöfn lægstu launum hafa stjórnvöld ákveðið að sniðganga alla skynsemi og hækka skattleysis- mörkin einungis um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum. Þessi ákvörðun sýnir að það skiptir núverandi stjórn- völd engu máli hvort lág- launafólk hefur ofan í sig að éta eða nái að láta enda ná saman. Aðgerða er þörf Sú stefna fyrri stjórnvalda að halda skattleysismörkunum niðri og afnema 7% hátekjuskatt, ásamt því að lækka tekjuskattsprósent- una, kom hærri tekjur til góða. Hátekjufólk græðir milljónir króna á ári vegna þessara skatta- lækkana. Hins vegar hefur engin hliðstæð niðurfelling á skatti verið gerð fyrir láglaunafólk. Þessa nöturlegu staðreynd reyna stjórn- völd síðan að fela með ódýrum nið- urgreiðslum á ýmsum kostnaðar- liðum. Skattlagning lægstu launa er óhæfa sem verkalýðsfélögin verða að sameinast um að berjast gegn. Þau verða að krefjast þess að skattleysismörkin hækki það mikið að fólk á lægstu launatöxt- unum geti séð sér og sínum far- borða. Þeir sem segja að það sé of stór biti fyrir ríkissjóð skulu minn- ast þess að ríkið er ekki að tapa neinum áður áætluðum tekjum, heldur aðeins að bæta fólki það sem ranglega var af því tekið. Lág- markskrafa verkafólks er að skatt- leysismörkin verði aldrei lægri en umsamin lágmarkslaun aðila vinnumarkaðarins. Höfundur er fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. UMRÆÐAN Björn Friðfinnsson skrifar um Evrópumál Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusam- bandinu á kjörtímabil- inu. Að baki þessarar ákvörðunar er einkum andstaða innan annars ríkisstjórnarflokksins eins og kunnugt er. Þær aðstæður hafa nú skapast í þjóðfélaginu, að ríkisstjórnin er undir þrýstingi um að fyrrnefndri ákvörðun verði breytt. Sá þrýst- ingur stafar fyrst og fremst af þeim hremmingum sem fjármála- kerfi þjóðarinnar hefur nú lent í, en ekki er síður alvarlegt að verið er að skapa mannlífi og lífskjör- um jarðarbúa nýjan ramma með ráðstöfunum sem knúnar eru fram af loftslagshlýnun og ofnýt- ingu auðlinda jarðar. Íslendingar verða af þeim sökum að styrkja samningsstöðu sína og áhrif á alþjóðlegum vettvangi og leita þar bandamanna með svipaða hagsmuni og sjónarmið. Af aug- ljósum ástæðum er þá banda- menn fyrst og fremst að finna innan ESB. Það telur nú 27 ríki og standa yfir aðildarviðræður við Króatíu sem væntanlega verður aðili árið 2009. Hugsanlegt er að Íslendingar gætu orðið þeim sam- ferða. Það leiðir af ákvæðum EES- samningsins, að verulegur hluti af löggjafarstarfi Alþingis og íslenskra stjórnvalda felst nú í því að aðlaga íslenska löggjöf og stjórnsýslureglur að reglum Evr- ópusambandsins, en um efni lög- gjafarinnar hafa Íslendingar haft lítil og stöðugt þverrandi áhrif. Kemur þar til fjölgun aðildar- ríkja ESB og breytingar á stjórnskipulagi sam- bandsins. Drögum umsókn ekki á langinn Að undanförnu hafa heyrst þær raddir í opin- berri umræðu hér á landi að Íslendingar gætu hag- nýtt sér það besta frá ESB, en sleppt öðru. Hægt sé að tína rúsín- urnar af kökunni án þess að gleypa hana alla. Þannig hafa ýmsir lýst áhuga sínum á því því að taka einhliða upp evruna sem opinberan gjaldmiðil hér á landi án þess að undirgangast þann aga í fjármálum, sem nauðsynlegur er til að halda uppi verðgildi myntarinnar. Margir vilja enn kjósa þá laus- ung, sem hér ríkir í fjármálum hins opinbera, sem skýrast kemur fram, þegar ráðherrar ríða um héruð í aðdraganda alþingiskosn- inga þar sem þeir án lagaheimild- ar gefa óspart út ávísanir á útgjöld, sem næstu ríkisstjórn og þingmeirihluta er svo ætlað að afla fjármuna til. Það dregur einnig úr trausti á hagstjórninni, að Seðlabanki og ríkisstjórn virð- ast oft ekki hafa samstillt áralag í siglingu þjóðarbúsins. Eins og sakir standa leiða öll skynsamleg rök til þeirrar niður- stöðu að Íslendingar eigi ekki að draga það lengur að sækja um aðild að ESB. Slík aðild myndi í fullnustu tímans leiða til aðildar að myntbandalagi Evrópu og þyrfti að taka markviss skref til þess að fullnægja aðildarskilmál- um þess sem fyrst. Einbeittur ásetningur um aðild að ESB myndi auka traust á íslenska þjóðarbúinu bæði heima og erlendis. En hvað þarf til? Um umræður síðustu vikna hefur komið fram sú hugmynd að gerður verði „Vegvísir“ sem unnið verði eftir. Hér er um marg- slungið verkefni að ræða sem snýr bæði að breytingum innan- lands og einnig að aðgerðum sem miða að útvíkkun EES-samstarfs- ins. Stjórnarskrá lýðveldisins Ólafur Jóhannesson prófessor og síðar forsætisráðherra vakti athygli á því árið 1962 að ástæða væri til að gaumgæfa breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins á þann hátt að í hana væri sett ákvæði um hugsanlega aðild Íslands að alþjóðasamtökum, sem kallaði á framsal ákvörðunarvalds á afmörkuðum sviðum til sameig- inlegra stofnana. Jafnframt taldi hann að núverandi aðferð til stjórnarskrárbreytinga væri e.t.v. ekki sú besta til þess að stað- reyna þjóðarviljann. Þessar vangaveltur Ólafs voru ekki af ástæðulausu, heldur fram komn- ar í tilefni af tilkomu Efnahags- bandalags Evrópu, eins og fyrir- rennari Evrópusambandsins var þá nefndur. Ólafur taldi að með skynsamlegum stjórnlagaákvæð- um ætti að reyna að tryggja, að engin örlagarík skref séu stigin án þess að þjóðarviljinn sé örugg- lega kannaður. Síðan hafa fleiri fræðimenn fjallað um þetta efni, ekki síst í tilefni af aðild Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu og að Schengen-samkomulaginu. Má þar nefna Davíð Þór Björgvins- son, Kristrúnu Heimisdóttur, Gunnar G. Schram, Stefán Má Stefánsson o.fl. Flest ríki í Evrópu munu nú hafa tekið upp í stjórnarskrár sína „opnunarákvæði“ eins og Ólafur fjallaði um á sínum tíma. Í ársbyrjun 2005 skipaði for- sætisráðherra nefnd til endur- skoðunar á stjórnarskrá lýðveld- isins undir forystu Jóns Kristjánssonar fv. alþingismanns. Í nefndinni sátu fulltrúar þing- flokkanna og jafnframt var leitað til hóps sérfræðinga í stjórnlaga- og stjórnmálafræðum til þess að starfa með nefndinni. Nefndin var vinnusöm og m.a. mótaði hún tillögu um breytingu á núgildandi 79. gr. stjskr., þar sem mælt er fyrir um hvernig breytingum á stjórnarskránni skulu framvegis háttað. Ekki er hér kostur á að rekja störf nefndarinnar frekar, en þegar nefndin skilaði áliti sínu í febrúar 2007 var stutt orðið til kosninga og miklar annir hjá rík- isstjórn og Alþingi. Var því niður- staðan sú að ekkert var aðhafst í stjórnarskrármálinu að svo stöddu. En segja má að nú þegar sé kominn grunnur fyrir tillögu að stjórnarskrárbreytingu, sem greitt gæti fyrir aðild Íslands að ESB ef hún nyti meirihlutafylgis með þjóðinni. Efni Vegvísis Fyrsta atriði í vegvísi til Evrópu- sambandsaðildar er að breyta stjórnarskránni á þann hátt sem stjórnarskrárnefndin hafði und- irbúið. Þetta myndi kalla á þing- rof og nýjar kosningar. Samfara alþingiskosningum eftir þingrof- ið yrði kosið um það , hvort sækja skuli um aðild að Evrópusam- bandinu. Í þeirri kosningu hefði stjórnarskrárbreytingin ekki tekið gildi, en þess í stað myndi fráfarandi Alþingi hafa lögfest reglur um þessa kosningu sér- staklega, sem segja mætti að verði könnun á vilja kjósenda. Annar möguleiki er að ljúka stjórnarskrárbreytingunni form- lega og hafa síðan aukakosningar um aðildarumsókn í samræmi við ákvæði hennar. Þriðji möguleik- inn væri að viðhafa kosningar eingöngu um aðildarsamning sem væri niðurstaða aðildarviðræðna, en ekki um það hvort sækja skuli um aðild . Ekki er hér mælt með þeirri skipan mála. Í framhaldi af samþykkt þess efnis að sækja skuli um aðild, þarf að hefja undirbúning að samningaviðræður, móta samn- ingskröfur o.s.frv. Jafnframt þarf að grípa til fyrstu ráðstafana í því skyni að fullnægja kröfum um aðild að myntbandalaginu og loks þurfa íslensku þingflokkarnir að treysta sambönd sín við viðeig- andi flokkasamtök á þingi ESB, sem er mjög mikilvægt atriði. Náist jákvæð niðurstaða í aðild- arviðræðnum þarf loks að bera hana undir þjóðaratkvæða- greiðslu. Meginatriði í vegvísi til aðildar að ESB eru skv. framanskráðu sem hér segir: 1. Breyting á stjórnarskránni 2. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn samfara alþingiskosningum 3. Endurbætur á fjárlagakerfinu og framkvæmd fjárlaga til undirbúnings aðild að mynt- bandalaginu 4. Undirbúningur aðildarum- ræðna 5. Aukið samband ísl. þingflokk- ana við þing ESB 6. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning Höfundur situr í stjórn Evrópu- samtakanna. 12 18. maí 2008 SUNNUDAGUR Vegvísir að Evrópu SIGURÐUR T. SIGURÐSSON Hærri laun - hærri skattleysismörk BJÖRN FRIÐFINNSSON Eins og sakir standa leiða öll skynsamleg rök til þeirrar niðurstöðu að Íslendingar eigi ekki að draga það lengur að sækja um aðild að ESB.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.