Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 15

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 15
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 15 Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir heit- ir eftir langömmu sinni og ber nafn- ið með stolti. „Langamma mín var skýrð Ingibjörg Októvía því hún fæddist í Október en svo var óið fellt niður og hún allt- af skrifuð Oktovía,“ útskýrir Lovísa. Þegar Lovísa var skírð þurfti að sækja sérstaklega um leyfi til að fá að skýra hana Oktovíu því nafnið var ekki til. Langamman Ingibjörg hafði aldrei notað Oktovíu nafnið því hún var ekkert hrifin af því en eftir að Lovísa var skírð í höfuðið á henni fór hún að nota það aftur. „Ég held að ég sé sú eina sem heitir þessu nafni. Fólk skrifar það yf- irleitt vitlaust og skrifar mig Okta- vía eins og bílinn, Skoda Oktavia. Ég er skráð Oktovía í þjóðskrá en ég er ekki viss um að það sé viðurkennt af mannanafnanefnd.“ Lovísa Oktovía er stolt af nafninu sínu og segist ekki hafa lent í telj- andi vandræðum með það á yngri árum. „Nei mér var ekkert strítt. Fólk vissi kannski ekki endilega af Oktov- íunafninu þegar ég var lítil og ég var ekkert að útskýra það fyrir því. En núna er fólk rosalega hrifið af nafn- inu og ég er mjög stolt af því. Ég nota alltaf fullt nafn því ég vil ekki að fólk sleppi því og gleymi Oktov- íunafninu. Það er svolítið sérstakt og mér þykir vænt um það.“ NAFNIÐ MITT: LOVÍSA OKTOVÍA EYVINDSDÓTTIR Nafnið oft skrifað eins og bíllinn Skoda Oktavia MERKISATBURÐIR: 1710 Sjö sólir sjást á lofti segir í Set- bergsannál 1804 Napóleon Bonaparte lýstur keisari Frakklands 1920 Breytingar á stjórnarskránni vegna sambandslaganna 1918 staðfestar. 1993 Ítalska lögreglan handtek- ur mafíuforingjann Benedetto „Nitto“ Santapaola. 1994 Ísrael dregur herlið sitt frá Gasasvæðinu 1980 Sextíu farast þegar fjallið Sankti Helena gýs í Washington fylki. 1986 Herlið suður-Afríku hertekur Botsvana, Simbabve og Samb- íu. 1989 Rúmlega sex vikna verkfalli Bandalags hálskólamanna lýkur. FLUGVIKU r flugsins menningi segir Matthías Sveinbjörnsson sem situr FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN flugvelli og á miðvikudag verð- ur opið hús hjá Flugstoðum. Þar verður meðal annars boðið upp á leiðsögn í flugstjórn og turnhermi. Þá um kvöldið verða haldnir fyrir- lestrar um flugkennslu og þróun- ar- og rannsóknarstarf Íslendinga á sviði flugsins. Á fimmtudaginn verður morg- unmálþing klukkan 8.30 í skýli 25 og seinnipartinn verður opið hús hjá grasrótinni. Á föstudaginn verður svo snertilendingarbraut á Sandskeiði vígð klukkan 14 og opið hús hjá þeim sem bjóða upp á viðskipta-, þyrlu- og útsýnisflug. Alla vikuna verða flugatriði sem verða auglýst síðar en þar á meðal verður listflug, hópflug einkaflugvéla, módelflug, fallhlíf- arstökk og yfirflug á Þristinum. Lokahnykkur flugvikunnar verð- ur á laugardaginn þegar haldin verður flugsýning og almenningi gefst kostur á að skoða flugvél- arnar. Hápunktur laugardagsins verður þegar franskir flugsveit- armenn af Keflavíkurvelli fljúga yfir svæðið á herþotum. Flugvikan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Nánar má lesa um dagskrá flugvikunnar á www. flugmal.is heida@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.