Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 16
16 18. maí 2008 SUNNUDAGUR Á hverju ári virðast bætast um 70 til 110 sprautufíklar í hóp þeirra sem fyrir eru hér á landi,“ segir Valgerður Rún- arsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en talið er að nú séu um 700 virk- ir sprautufíklar hér á landi. Til samanburðar má nefna að það er nær sami fjöldi og er skráður til heimilis á Seyðisfirði. Valgerður segir hlutdeild þessara fíkla í hópi þeirra sjúklinga sem leggjast inn á Sjúkrahúsið á Vogi sífellt að aukast og vanda- málin samhliða þeim með. „Þeim mun lengur sem fólkið er í neyslu þeim mun fleiri fylgi- kvillar hrjá það og þeim mun meiri persónu- leikabreytingar verða á því. Þetta er mjög erfiður og sístækkandi hópur og skelfilegt að horfa upp á veikindi þeirra,“ segir Valgerður. Hún útskýrir að íslenskir sprautufíklar sprauti sig einkum með örvandi efnum og fari mikið fyrir þeim í umhverfinu, þá séu þeir sérlega útsettir fyrir sýkingum og oft með króníska sjúkdóma. Valgerður segir að þó enn sem komið er hafi heróín ekki náð útbreiðslu hér á landi gæti breyting orðið á því og þurfi fólk að vera vel vakandi fyrir slíku. Álag á smitsjúkdómadeild vegna sýktra sprautufíkla Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir smitsjúk- dómadeildar Landspítalans, segir álag þar hafa aukist verulega vegna meðhöndlunar fíkniefnaneytenda. Hann segir alvarlegar en sjaldgæfar blóðsýkingar, meðal sjúklinga sem stundum nái í hjarta eða heila, færast í vöxt en fíkniefnaneysla eykur mjög hættu á slíkum sýkingum. „Þetta eru lífshættulegar sýkingar og dán- artíðnin fimmtán til þrjátíu prósent. Samt sjáum við í rauninni bara toppinn á ísjakan- um. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu,“ segir Magnús. Hann segir að fyrir skömmu hafi í raun verið sjaldgæft að sprautufíklar lægju inni á smit- sjúkdómadeildinni. Í fyrra hafi staðan hins vegar versnað og allt að fjórir til fimm fíklar verið þar inniliggjandi á sama tíma. „Við höfum horft upp á mjög sorglegar afleiðingar þess hversu illa getur farið þegar þessir einstaklingar ná ekki bata,“ segir Magnús en bendir á að á smitsjúkdómadeild og gjörgæsludeild leggist aðeins inn brota- brot virkra fíkla, vandinn sé því mun víð- feðmari. „Yfirleitt er þetta ungt fólk og til mikils að vinna að koma því til heilsu aftur en reynsla hefur því miður verið sú að það gengur ekk- ert sérstaklega vel því þetta er það erfiður og sterkur sjúkdómur,“ segir hann. Faraldur sem þagað er um Á geðdeild Landspítalans fjölgar fíklum mjög. „Ástandið er í raun orðið skelfilegt og sést vel á því að á sex árum held ég að af þeim sem leggjast inn á geðdeild hafi hlutdeild langt leiddra fíkla aukist um 60 til 80 prósent meðal þess fólks sem leitar á bráðaþjónustu geðdeildarinnar,“ segir Sigurður Örn Hekt- orsson, geðlæknir á Landspítalanum. „Þegar fólk glímir við lyfjafíkn er oft mjög erfitt að koma auga á hvað er orsök og hvað er afleiðing,“ segir hann og útskýrir að geð- ræn vandamál séu oft tilkomin vegna vímu- efnanotkunar en hins vegar sé það ljóst að fólk með geðræn vandamál sé líklegra til að neyta ávana- og fíkniefna en aðrir. Sigurður segir að mjög hafi færst í vöxt að fólk sem hefur verið í vímuefnaneyslu og endar á geðdeild biðji lækna um meðhöndlun við ofvirkni og athyglisbresti. Slík meðhöndl- un sé vitanlega sérlega vandmeðfarin þar sem vitað er að fíkniefnaneytendur ásælast gjarnan lyf sem notuð eru við þeirri röskun, svo sem Concerta og Rítalín. „Það þarf að standa mjög á bremsunum þegar lyfjum er ávísað til þeirra sem eiga sögu um misnotkun á lyfjum. Sjálfur ræddi ég nýlega við fanga hér á landi sem sagði mér frá því að hann hefði til skiptis sprautað sig með Contalgini og Rítalíni dag hvern,“ segir Sigurður. Slíkar frásagnir af misnotkun lög- legra lyfja segir hann sýna glögglega hve mjög þarf að vanda til verka við útskriftir á lyfseðlum. „Mér finnst fólk hafa lokað mjög augunum fyrir því hve fíkniefnaneysla hefur vaxið mjög í samfélaginu. Staðreyndin er sú að hér á landi er mikil neysla harðra efna og á því verður að taka. Áður en það er hægt verður fólk þó að átta sig á því hve víðfeðmt vanda- málið er orðið. Í raun má segja að hér sé kom- inn upp faraldur en um hann er þagað.“ Lifrarbólga breiðist út „Það er nokkuð ljóst að fíkniefnaneysla hér á landi hefur mikil áhrif á lifrarbólguna hér,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Lifr- arbólga C er langalgengasta lifrabólgan hér á landi. Hún smitast með sýktu blóði og er meg- inþorri þeirra sem smitast fíkniefnaneytend- ur sem sprauta sig. Á undanförnum fimmtán árum hefur lifr- arbólga C breiðst mikið út hér á landi sam- hliða fjölgun sprautufíkla. Lifrarbólgan getur skemmt eða truflað starfsemi lifrarinn- ar þannig að efni úr blóði skiljast síður út með galli. Um það bil 80 prósent þeirra sem smit- ast fá viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær svo skorpulifur og lifrarkrabbamein. Haraldur segir að þótt til sé meðferð sem getur læknað lifrarbólguna reynist hún sjúk- lingunum mjög erfið, meðferðin taki marga mánuði, aukaverkanir séu algengar. Þar að auki þurfi að sprauta sjúklingana og fyrir sprautufíkla sem eru að reyna að ná bata reynir slíkt mjög á og verður mjög oft til þess að þeir falla í sama farið og sjaldnast er með- ferðin reynd á virkum fíkniefnaneytanda. Haraldur segir að árið 2007 hafi 95 manns greinst með lifrarbólgu C. Það sé umtalsverð aukning miðað við árin á undan en árið 2006 greindust 56 manns og árið 2005 voru 44 greindir með sýkinguna. Úr sjúklingabók- haldinu á Sjúkrahús- inu Vogi fyrir árið 2006 má lesa, að rúm- lega 14 prósent þeirra sem hafa sprautað sig einu sinni til tíu sinn- um í æð, hafa smitast af lifrarbólgu C. Meðal þeirra sem sprauta sig reglulega í æð, hafa rúmlega 60 prósent fengið sýk- inguna. Rúmlega 300 virkir sprautufíklar eru því sýktir af C-lifrar- bólgu og eru að smita aðra. Fjölgun dauðsfalla ungs fólk á gjörgæslu tekur á Þóroddur Ingvarsson, læknir sem rannsakað hefur málefni sprautufíkla, segir að í fyrra hafi 38 prósent þeirra sem voru lagðir inn vegna sprautufíknar látið lífið, eða alls sex manns, en enginn þeirra sprautufíkla sem lágu á gjörgæslu árið 2003 lést. Mjög hefur færst í vöxt að nauðsynlegt sé að meðhöndla sprautufíkla á gjörgæslu samkvæmt gögnum hans. Meðalaldur fíklanna er mun lægri en annarra sem þangað leggjast. Dánartíðni þeirra er þó meira en helmingi hærri en ann- arra sjúklinga. Alla þá sjúklinga sem létust á gjörgæslunni í fyrra sem tilheyrðu hópi sprautufíkla segir hann hafa verið ungt fólk. Mjög hafi tekið á að sjá svona fara fyrir því. Í gögnum hans kemur fram að meira en einn af hverjum tíu sem lagðir eru inn á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi kemur þangað vegna afleiðinga vímuástands. Hann segir hlutdeild sprautufíkla í þessum hópi aukast og og dánartíðni þeirra einnig eins og sést á tölunum. Ástæður fyrir innlögn fíklanna á gjör- gæsluna segir hann oftast hafa verið sýkla- sótt, eða blóðeitrun eins og hún var kölluð áður. Næst á eftir var ofskömmtun, því næst sjálfsvígstilraunir og þá voru alvarlegir áverkar algeng ástæða. Aðrar ástæður voru til dæmis heilahimnubólga, lifrarbilun, önd- unarbilun og krampar. Rannsókn Þórodds náði frá árinu 2003 til 2007. Í þeim gögnum kom fram að við inn- lagnir vegna sprautufíknar var algengast að fíklar hefðu sprautað sig með afmetamíni, því næst contalgini, í þriðja sæti var kókaín. Í aðeins eitt skipti var sjúklingur lagður inn á gjörgæslu eftir að hafa sprautað sig með heróíni en sem dæmi um hugmyndaauðgi og örvæntingu langt leiddra fíkla má nefna að einn þeirra sem meðhöndlaður var á gjör- gæslu hafði sprautað sig með Biotex-bletta- eyði. „Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu fyrst og fremst vísbeningar um að neyslu- mynstur sprautufíkla er að breytast til hins verra. Á árunum 1998 til 2002 þekktist það varla að sprautufíkill legðist inn á gjörgæslu vegna afleiðinga neyslu sinnar. Mikil breyt- ing hefur orðið þar á auk þess sem dauðsföll- um hefur fjölgað mjög,“ segir Þóroddur. Læknadóp og heróín Það vekur athygli hve stór hluti íslenskra sprautufíkla hefur ánetjast contalgini en það er lyfseðilsskylt lyf sem aðeins læknar ávísa. Jakob segir að það geti verið álíka hættulegt og heróín. „Heróín er þó hættulegra að því leyti að erfiðara er að segja til um styrkleika efnanna sem koma frá fíkniefnasölum,“ segir hann og bendir á að fíklarnir viti vel hver styrkleiki hverrar töflu af contalgini sem þeir leysa upp sé. Valgerður segir að frá árinu 2000 til 2005 hafi fíklum sem sprautuðu sig með contalgini fjölgað um um það bil 45 á ári. „En eftir að strangara eftirlit tók við hjá læknum við ávís- anir á þessu efni hefur mjög dregið úr notkun þess að því er okkur hjá SÁÁ sýnist,“ segir hún en bætir við að svokölluð viðhaldsmeð- ferð sem SÁÁ hefur veitt contalgin-fíklum hafi einnig haft sitt að segja um að dregið hafi úr notkun þess. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hefur bent á að Lyfjagagnagrunnurinn sem tekinn var í notkun árið 2003 gerði eftirlit Landlæknis á lyfjavísunum lækna mun auð- veldara í framkvæmd og því hafi tekist að draga úr misnotkun á lyfjum eins og rítalíni og contalgini. Matthías hefur þurft að súpa seyðið af því og meðal annars fengið fjölda líflátshótana vegna eftirlitsins. Fréttblaðið greindi frá hót- unum í janúar en þá sagði Matthías að fjölgun hótana fíkla í garð lækna kynni að vera hluti skýringarinnar á því hve sumir læknar virt- ustu örlátir á lyfseðla. Hvatti hann lækna til að láta ekki undan hótunum örvæntingar- fullra fíkla í lyfjaleit heldur kæra þær til lög- reglu. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði, undirbýr nú mikla rannsókn á umfangi og afleiðingum fíkniefnaneyslu. Hann segir tölur frá árinu 2002 hafa sýnt að fleiri fíkni- efnaneytendur létust hér á landi miðað við höfðatölu vegna eitrana en var á sama tíma í Svíþjóð og Finnlandi. Í Danmörku látast held- ur fleiri en hér á landi en Norðmenn skera sig úr meðal Norðurlandaþjóða og eru með lang- flest dauðsföll af völdum fíkniefna. Skýring- una á ástandinu meðal Norðmanna og Dana telur Jakob vera hve heróín hefur orðið land- lægt þar. „Hér á landi er aðeins vitað um tvo sem hafa látist af völdum heróíns enda hefur það aldrei náð mikilli útbreiðslu hér á landi.“ Spurður hvort hann telji að mikil misnotk- un lyfseðilsskyldravlyfja hér á landi hafi komið í veg fyrir að heróínsalar næðu fót- festu hér á landi segir hann að það kunni að eiga sinni þátt í því. Ekkert sé þó hægt að full- yrða í þeim efnum en fyrirhuguð rannsókn kunni að geta varpað frekara ljósi á málið. Í raun má segja að hér sé kominn upp faraldur en um hann er þagað. Faraldur sem ekki er rætt um Talið er að um 700 virkir sprautufíklar séu hér á landi. Á hverju ári fjölgar mjög í þeim hópi og með hverju árinu eykst álagið á lögreglu og heilbrigðisstarfsmenn mjög vegna meðhöndlunar langt leiddra fíkla. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við fjölda heil- brigðisstarfsmanna um málið. Allir sögðu þeir sömu söguna hvort sem þeir störfuðu á gjörgæslu, geðdeild, mæðravernd eða annars staðar í kerfinu. Álag vegna langt leiddra fíkla eykst, dauðsföllum fjölgar og kostnaður samfélagsins eykst samhliða. SPRAUTUFÍKLUM FJÖLGAR UM 70 TIL 110 Á ÁRI Á síðasta ári voru 95 manns greindir með lifrabólgu C en hún smitast aðallega með óhreinum nálum. Um 60 prósent virkra sprautufíkla eru sýktir. Áhættumeð- göngum fjölgar samhliða fjölgun fíkla sem og álag á nær öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Nú er talið að um 700 virkir sprautufíklar séu á landinu. Vaxandi fíkniefnanotkun er ekki einangrað vandamál hvers fíkils og fjölskyldu hans heldur samfélagsins alls. Samfara fjölgun fíkla fjölgar afbrotum auk þess sem álag og kostnaður við heilbrigðiskerfisins vex. Kostnaður hins opinbera af manneskju sem er í mikilli fíkniefnaneyslu og stundar ekki vinnu er að meðaltali 317.489 krónur á mánuði, samkvæmt kostnaðargreiningu sem matsrannsóknastofan Ísmat skilaði af sér í síðasta mánuði. Matið var gert fyrir Krýsuvíkursamtökin, sem annast langtíma- meðferð langt leiddra fíkniefnaneytenda. Niðurstöður greiningarinnar leiddu hins vegar í ljós að kostnaður við eitt meðferðarrými hjá Krýsuvíkursamtökunum, var samtals 280.937 krónur á mánuði . Matið fór þannig fram að rætt var við 20 manns sem þar dvöldu í febrúar og safnað heimildum um þá þjónustu og aðgerðir sem samfélagið hafði veitt þeim svo sem í heilbrigðiskerfi, af lögregluyfirvöldum vegna afbrota, dómstóla og við afplánun refsinga. Miðaðist gagnaöflunin við árið 2007 er fólkið kom til Krýsuvíkur. Ekkert af fólkinu hafði verið við vinnu eða í námi mánuðina fyrir meðferð. Segir Björk Ólafsdóttir, matsfræðingur Ísmats, segir að stærsti hluti ábat- ans sé til kominn vegna sparnaðar sem verður við að fíkniefnaneytanda sé haldið fjarri afbrotum. Björk bendir þó á að einstaklingarnir sem þarna dvelja séu mjög mis- jafnir. Sumir fíklanna kosti samfélagið mjög mikið og keyri tölurnar upp á meðan aðrir, þá sérstaklega konur sem stunda sjaldnar innbrot og skemmdarverk, kosta samfélagið mun minna. Heildarniðurstöðurnar segir hún koma heim og saman við fjölda erlendar rannsóknir. Þær sýni glöggt að það kostar samfélagið minna að veita langt leiddum fíkniefnaneytend- um aðhlynningu á meðferðarheimili eins og Krýsuvík heldur en það sé á götunni. Þar sem fólk fjármagni neyslu með afbrotum og þurfi oft að leita læknishjálpar sem það þarf aðallega á að halda vegna langvarandi fíkni- efnaneyslu og áverka sem það hljóti undir áhrifum svo sem vegna átaka. KOSTNAÐUR VIÐ FÍKIL UM 310 ÞÚSUND Á MÁNUÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.