Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 18
18 18. maí 2008 SUNNUDAGUR
É
g lít ekki á mig sem
listamann þó ég sé hing-
að komin,“ útskýrir Dr.
Ruth þegar hún er spurð
að því hvað hún sé að
gera á Tilraunamaraþoni Lista-
safns Reykjavíkur. Aðdragandinn
að komu hennar hingað til Íslands
er að fyrir nokkrum vikum sá hún
sýningu á Guggenheim-safninu í
New York þar sem listamaður not-
aði flugelda í sýningu sinni. Það
sem fangaði athygli hennar voru
sekúndurnar rétt áður en flugeld-
arnir sprungu. Hún tengdi þessar
sekúndur við sitt sérsvið sem er
kynlífsráðgjöf og meðferð. „Ég
tengdi þetta við sekúndurnar áður
en kona fær fullnægingu. Ef hún
hugsar með sér að hún muni aldrei
fá fullnægingu þá fær hún hana
ekki. Það sama á við karlmanninn
í kynlífi. Ef hann hefur áhyggur af
því að hann nái ekki að halda stinn-
ingu lengi þá tekst honum það
ekki.“ Dr. Ruth vill meina að hug-
myndaflugið og hugarórar okkar
séu mjög mikilvægir í kynlífi og
að við megum ekki láta hugann
skemma fyrir okkur og stjórna.
Þessa tengingu milli listarinnar og
kynlífs sá hún sem kjörið tæki-
færi til að nota í sinni ráðgjöf og
hennar hugmynd er að miðla þess-
ari tengingu á þessari tilraunahá-
tíð.
Dr. Ruth viðurkennir að hún viti
lítið um hvað Tilraunamaraþonið
gengur út á og að hún hafi lítið
fegið að vita áður en hún lagði af
stað til landsins. „Ég er ekki tilbú-
in til að taka þátt í gjörningum eða
öðrum listrænum uppákomum,“
segir hún. „Ég er mjög varkár því
að ég vil ekki að vinna mín með
kynlíf og ráðgjöf sé notuð þar sem
hún á ekki heima. Því hefur verið
ákveðið að Hans Ulrich Obrist,
einn sýningastjóra hátíðarinnar,
spyr mig og listakonuna Marina
Abromavic spurninga og við
munum svo skiptast á hugmynd-
um. Þetta verður eins konar
umræðu-uppákoma tengd listum
og kynlífi,“ útskýrir hún, „og fer
þetta fram í dag, sunnudag.“
Kynlíf í beinni og fræðslumynd-
bönd fyrir Playboy
Dr. Ruth er vel menntuð kona.
Hún nam sálfræði við Sorbonne-
háskóla í París. Hún útskrifaðist
með mastersgráðu í félagsfræð-
um og svo doktorsgráðu í kennslu-
fræðum frá háskólum í Bandaríkj-
unum. Aðdragandinn að því að hún
fór út í kynlífsráðgjöf var sá að
henni bauðst rannsóknarstaða við
fjölskylduráðgjöf í Harlem, New
York. Í því starfi ráðlagði hún
fólki varðandi barneignir og getn-
aðarvarnir. „Í upphafi hugsaði ég
með mér að eitthvað hlyti að vera
að öllu þessu fólki sem kom til
mín. Það talaði ekki um veðrið,
vinnuna sína eða lífið almennt,
heldur töluðu allir um kynlíf.
Tveimur dögum eftir að ég byrj-
aði fékk ég þá hugmynd að kannski
væri kynlífsráðgjöf frekar það
sem þetta fólk þyrfti á að halda.
Ég fann þó að ég þurfti sjálf að
læra meira um kynlíf, því mörg-
um af þeim spurningum sem ég
fékk gat ég ekki svarað.“ Dr. Ruth
notfærði sér rannsóknir sínar á
2000 konum sem hún fylgdi eftir á
meðan hún sinnti starfinu. Hún
fór í frekara nám við Cornell-
háskóla, þar sem hún lærði og
vann undir leiðsögn Dr. Helen
Singer Kaplan í sjö ár, en Dr. Ruth
þakkar henni leiðsögnina í öllum
sínum bókum.
Árið 1980 fór Dr. Ruth af stað
með fimmtán mínútna útvarps-
þátt sem bar nafnið Sexually
Speaking. Ári síðar breyttist þátt-
urinn í klukkustundar langan þátt
í beinni útsendingu þar sem fólk
hringdi inn og fékk kynlífsráð-
gjöf. Ekki leið á löngu þar til hún
var komin með sinn eigin sjón-
varpsþátt. Hún hefur skrifað
bækur og í blöð, gefið út mynd-
bönd, tölvuforrit og heimasíðuna
www.drruth.com. Í dag eru bækur
hennar orðnar þrjátíu og ein tals-
ins. „Ég hef alltaf passað mig á því
að verk mín verði ekki klámfengin
því það er ekki það sem vinna mín
snýst um. Í bókum mínum hef ég
aldrei viljað hafa ljósmyndir af
allsberu fólki í mismunandi stell-
ingum. Myndirnar sem ég hef not-
ast við eru teiknaðar og ég kem
aldrei nálægt þeirri vinnu því yfir-
leitt eru notuð módel til að teikna
eftir. Í myndböndunum mínum er
það sama upp á teningnum, ég not-
ast aldrei við myndefni. Ég hef
meira að segja gert tvö fræðslu-
myndbönd fyrir Playboy án
mynda. Mín vinna snýst einungis
um kynlífsfræðslu og sambönd.
Ég geri mér grein fyrir því að
línan milli kynlífs og kláms er hár-
fín, þess vegna fer ég alltaf mjög
varlega. Ég tala opinskátt um kyn-
líf, en myndefnið mitt er það ekki,“
útskýrir Dr. Ruth. Þegar hún er
spurð hvort kynlíf hafi breyst á
þeim tuttugu og átta árum frá því
hún fór af stað með sína ráðgjöf
svarar hún því neitandi. „Kynlíf
hefur ekki breyst, en fólk í dag er
betur að sér þegar kemur að kyn-
lífi. Í dag er minna um óskipulag-
aðar barneignir, bæði utan og
innan hjónabands. Nú vita fleiri
konur að það er þeirra ábyrgð að
sjá til þess að þær fái fullnægingu,
að þær þurfa að sýna og kenna
manninum það sem þær vilja í
kynlífi. Fólk í dag er einnig
óhræddara við að prófa nýja hluti
í kynlífi. Ég fæ fleiri spurningar
varðandi munnmök og enda-
þarms mök. Þar segi ég konum að
þær megi aldrei stunda kynlíf í
leggöng eftir endaþarmsmök
vegna sýkingarhættu.“
Kynlífslæsi og brúður fyrir börn
Dr. Ruth hefur mikið talað um
mikilvægi þess að vera kynlífs-
læs. Með því meinar hún að fólk
þurfi að þekkja líkama sinn og
skilja kynlífsþarfir hans. „Ég var
með mann í meðferð hjá mér fyrir
stuttu síðan. Hann bjó hjá móður
sinni en hún þekkti ekki til blautra
drauma. Alla tíð hafði hún reiðst
honum fyrir að pissa undir þegar
það var alls ekki raunin og því
fylltist hann ávallt sektarkennd
þegar þetta gerðist. Þarna er kyn-
lífslæsi ekki til staðar.“ Hún bend-
ir einnig á að í dag byrja stúlkur
fyrr á blæðingum en áður og
krakkar fara yngri að stunda kyn-
líf. Þess vegna er mikilvægt að
fræða þau ung um kynlíf og líkam-
ann til þess að þau skilji betur
hvað þau eru að gera og upplifa.
Dr. Ruth hefur unnið við fleira en
það sem tengist kynlífi. Hún hefur
framleitt þrjár heimildarmyndir
sem allar fjalla um fjölskylduna.
„Heimildarmyndavinnan hentar
mér vel. Þær taka yfirleitt ekki
langan tíma, ég vinn þær á sumrin
þannig að ég get sýnt þær í minni
kennslu á vorin. Ég nenni heldur
ekki alltaf að vinna með kynlífs-
ráðgjöf, þá færi mér að leiðast,“
útskýrir hún.
Dr. Ruth hefur einnig leikið lítil
hlutverk í nokkrum kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum og hefur leik-
ið í auglýsingum og lesið inn á
hljóðbækur fyrir börn. Núna
nýlega hefur hún gert fræðsluefni
í sjónvarpi fyrir börn þar sem hún
notar brúður til að þjálfa börn í að
lesa löng og erfið orð. Dr. Ruth
verður áttræð í ár en þrátt fyrir
háan aldur virðist hún hafa enda-
lausa orku og tíma fyrir öll sín
verkefni. „Ég sé til þess að ég fái
alltaf átta tíma svefn og að fólk
hringi ekki í mig fyrir klukkan níu
á morgnanna. Ég finn líka að á
meðan ég er að gera hluti sem ég
hef áhuga á, þá hef ég orku.“ Í
sumar ætlar hún að kynna sjálfs-
ævisögu sína sem hún skrifaði
sjálf, Musically Speaking, a life
with song, og koma henni yfir á
DVD. Í henni skrifar hún um mik-
ilvægi tónlistarinnar í sínu lífi. Dr.
Ruth fæddist árið 1928 og er hún
af gyðingaættum. Hún missti for-
eldra sína tíu ára gömul og var
send til Sviss á heimili fyrir mun-
aðarleysinga, en þangað voru
mörg gyðingabörn send frá Þýska-
landi til að forða þeim frá útrým-
ingu. „Ég tilheyrði engri þjóð í
mörg ár og átti enga peninga,“
útskýrir hún. Dr. Ruth fór sautján
ára til Ísrael og barðist fyrir sjálf-
stæði landsins. Seinna fluttist hún
til Parísar þar sem hún stundaði
nám og vann fyrir sér á leikskóla.
Árið 1956 fluttist hún svo til
Bandaríkjanna þar sem hún hefur
búið síðan. „Tónlist hefur hjálpað
mér að komast í gegnum mörg
erfið tímabil í mínu lífi,“ útskýrir
hún.
Nú vita fleiri konur að það er
þeirra ábyrgð að sjá til þess að
þær fái fullnægingu, að þær
þurfa að sýna og kenna mannin-
um það sem þær vilja í kynlífi.
Kynlíf hefur
ekki breyst
Dr. Ruth Westheimer, kynlífsfræðingur og at-
hafnakona er stödd hér á landi til að taka þátt í
tveggja daga Tilraunamaraþoni sem er haldið nú
um opnunarhelgi Listahátíðar Reykjavíkur. Klara
Kristín Arndal náði tal af henni í Hafnarhúsinu
og ræddi við hana um listir, kynlíf og heimildar-
myndagerð.
DVÖLIN Á ÍSLANDI Dr. Ruth hefur aldrei komið til Íslands áður en er hæstánægð með að hafa fengið tækifærið til þess. „Ég er
búin að skoða borgina sem mér þótti mjög gaman, svo fór ég í Bláa lónið þar sem ég fékk nudd. Það var alveg frábært og ég er
algerlega endurnærð eftir það“, segir hún og hlær.